Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Side 20

Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Side 20
Stig Stefanson, formaður Sœnska iðnsambandsins og forseti Norrcena iðnráðsins. Iðnlöggjöfina, reglugerð um heiðursmerki iðnaðar- manna og erindi útvarpsvirkja. Framsögumaður í þessum málum var Karl Maack. Skýrði hann þau sjónarmið, sem fram komu á við- komandi þingskjölum. Urðu nokkrar umræður um þessi mál, en þeim var síðan vísað til löggjafar- nefndar. Efnahagsmdl og iðnþróun, útflutnings- og markaðsmál og hinkaup opinberra aðila Framsögumaður, Þórður Gröndal, fjallaði í fram- söguræðu sinni um efnahagsmálin almennt og að- stöðumál iðnaðarins. Þessum málum var síðan vísað til allsherjarnefndar eftir nokkrar umræður. Skipulagsmál og Samhcefing tœknistofnana iðnaðarins Sigurður Kristinsson hafði framsögu í þessunr málum báðum, og lagði áherslu á að koma verði fastara formi á verkaskiptingu sambandsfélaganna og Landssambandsins. Þessum málum báðum var síðan vísað til skipulagsnefndar. Þingforseti sleit síðan fundi, enda lokið kynningu mála og langt Iiðið á kvöld. Næsta dag, 9. október, voru nefndarfundir í húsa- kynnum meistarafélaganna Skipholti 70, Reykjavík, og stóðu þeir fram yfir hádegi, en þá var fundi lram haldið í Domus Medica. Fundurinn hófst með því að þingforseti las upp og kynnti þingfulltrúa hinna ýmsu lélaga. Það bar til tíðinda, að á meðan kynntir voru fulltrúar Ffúsgagna- og innréttingaframleið- enda, gengu fulltrúar Meistarafélags húsasmiða af fundi í mótmælaskyni við nafngift íelagsins. Var nú tekið til við afgreiðslu nefndarálita og tekið fyrir fyrsta málið: ErincLi útvarpsvirkja til Iðnþings Framsögumaður Ásgrímur P. Lúðvíksson. Urðu nokkrar umræður um málið, og var samþykkt fram- komin tillaga um að vísa málinu aftur til löggjafar- nefndar. Var nú gert hlé á flutningi mála af mála- skrá, en Sigurður Kristinsson forseti Landssambands iðnaðarmanna tók til máls og greindi frá því, að framkvæmdastjórn Landssambandsins hefði einróma ákveðið að leggja til, að eftirtöldum mönnum yrðí veitt heiðursmerki iðnaðarmanna úr gulli: Adolph Sörensen, múrarameistari, Danmörku. Gissur Sigurðsson, húsasmíðameistari, Reykjavík. Stig Stefanson, optikmeistari, Svíþjóð. Þorgeir Jósepsson, vélvirkjameistari, Akranesi. Fór fram leynileg atkvæðagreiðsla um þessar til- lögur. Var því næst tekið að nýju til við afgreiðslu mála á málaskrá, og tekið fyrir álit löggjafarnefndar um breytingu á reglugerð um heiðursmerki iðnað- armanna. F'ramsögumaður var Karl Maack. Var álit- ið samþykkt samhljóða. Siguroddur Magnússon hafði framsögu um álit löggjafarnefndar um iðn- 20

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.