Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Blaðsíða 20

Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Blaðsíða 20
Stig Stefanson, formaður Sœnska iðnsambandsins og forseti Norrcena iðnráðsins. Iðnlöggjöfina, reglugerð um heiðursmerki iðnaðar- manna og erindi útvarpsvirkja. Framsögumaður í þessum málum var Karl Maack. Skýrði hann þau sjónarmið, sem fram komu á við- komandi þingskjölum. Urðu nokkrar umræður um þessi mál, en þeim var síðan vísað til löggjafar- nefndar. Efnahagsmdl og iðnþróun, útflutnings- og markaðsmál og hinkaup opinberra aðila Framsögumaður, Þórður Gröndal, fjallaði í fram- söguræðu sinni um efnahagsmálin almennt og að- stöðumál iðnaðarins. Þessum málum var síðan vísað til allsherjarnefndar eftir nokkrar umræður. Skipulagsmál og Samhcefing tœknistofnana iðnaðarins Sigurður Kristinsson hafði framsögu í þessunr málum báðum, og lagði áherslu á að koma verði fastara formi á verkaskiptingu sambandsfélaganna og Landssambandsins. Þessum málum báðum var síðan vísað til skipulagsnefndar. Þingforseti sleit síðan fundi, enda lokið kynningu mála og langt Iiðið á kvöld. Næsta dag, 9. október, voru nefndarfundir í húsa- kynnum meistarafélaganna Skipholti 70, Reykjavík, og stóðu þeir fram yfir hádegi, en þá var fundi lram haldið í Domus Medica. Fundurinn hófst með því að þingforseti las upp og kynnti þingfulltrúa hinna ýmsu lélaga. Það bar til tíðinda, að á meðan kynntir voru fulltrúar Ffúsgagna- og innréttingaframleið- enda, gengu fulltrúar Meistarafélags húsasmiða af fundi í mótmælaskyni við nafngift íelagsins. Var nú tekið til við afgreiðslu nefndarálita og tekið fyrir fyrsta málið: ErincLi útvarpsvirkja til Iðnþings Framsögumaður Ásgrímur P. Lúðvíksson. Urðu nokkrar umræður um málið, og var samþykkt fram- komin tillaga um að vísa málinu aftur til löggjafar- nefndar. Var nú gert hlé á flutningi mála af mála- skrá, en Sigurður Kristinsson forseti Landssambands iðnaðarmanna tók til máls og greindi frá því, að framkvæmdastjórn Landssambandsins hefði einróma ákveðið að leggja til, að eftirtöldum mönnum yrðí veitt heiðursmerki iðnaðarmanna úr gulli: Adolph Sörensen, múrarameistari, Danmörku. Gissur Sigurðsson, húsasmíðameistari, Reykjavík. Stig Stefanson, optikmeistari, Svíþjóð. Þorgeir Jósepsson, vélvirkjameistari, Akranesi. Fór fram leynileg atkvæðagreiðsla um þessar til- lögur. Var því næst tekið að nýju til við afgreiðslu mála á málaskrá, og tekið fyrir álit löggjafarnefndar um breytingu á reglugerð um heiðursmerki iðnað- armanna. F'ramsögumaður var Karl Maack. Var álit- ið samþykkt samhljóða. Siguroddur Magnússon hafði framsögu um álit löggjafarnefndar um iðn- 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.