Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Qupperneq 45

Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Qupperneq 45
félaganna. Til clæmis þarf aðeins að leggja fram við stofnun 30 þús. danskar kr. í hlutafé, í stað 230 þús. kr. eftir að samningurinn við Efnahags- bandalagið gekk í gildi. Þá eru og mörg atriði mjög lítt formföst í þessari löggjöf, og má nefna að ekki er nauðsynlegt að kjósa sérstaka stjórn, ef fyrir- tækin ná ekki ákveðinni stærð, og skilyrði um að- alfund eru mjög frjálsleg og er jafnvel hægt að semja svo um í stofnsamningi, að engir aðalfundir skuli haldnir. Ljóst er, að með þessum lögum hafa verið sköpuð mun hagstæðari skilyrði fyrir rekstur litilla og meðalstórra fyrirtækja í Danmörku, þar senr þau eiga nú mun auðveldara með að stofna félag um reksturinn. Þetta sést best á jrví, að i Danmörku er skattur á rekstur félaga hlutfallsleg- ur og um 37% en af tekjum einstaklinga og hagn- aði einstaklingsfyrirtækja allt að 70%. Elins vegar ber þess að geta, að fyrirtækin þurfa að greiða skatt ef þau breyta rekstrarformi sínu í félagsform. Undir næsta dagskrárlið var gerð grein fyrir því, hvað gerst haíði í framhaldi af ályktun síðasta Nor- ræna iðnþingsins, þar sem skorað var á Norður- landaráð að hlutast til um að skilyrði til meistara- réttinda yrðu samræmd á öllum Norðurlöndunum. Mál þetta hafði verið tekið fyrir á stjórnarfundi Norræna iðnráðsins og lá fyrir að bréf hafði borist frá Norðurlandaráði, þar sem það telur að ekki sé sérstakra aðgerða þörf í þessu máli, þar sem þró- unin gangi í þá átt, að reglur fyrir meistarabréf verði samræmdar á öllurn Norðurlöndunum. Inn- an Norræna iðnráðsins er sú skoðun ríkjandi, að það séu ekki hin almennu skilyrði um meistara- bréfsveitingu sem standi í vegi fyrir samræming- unni, lieldur séu uppi ólíkar skoðanir hjá hinum ýmsu fagfélögum á Norðurlöndum um kröfur til sveinsréttinda. Af þessum sökum lrefur Norður- landaráð lagt til, að hin einstöku iðngreinasam- bönd á Norðurlöndunum leitist við að samræma kröfur sínar og mat á réttindum til sveinsprófs. Samþykkt var á þinginu tillaga forseta Norræna iðnráðsins þess efnis, að stjórnin ynni að þessu máli með það markmið í huga, að ná þessari sam- ræmingu. Að lokum urðu umræður undir liðnum önnur mál, um nafn Norræna iðnráðsins (Nordisk Hánd- værksrád). Á stjórnarfundi í Helsingfors haustið 1973, hafði kornið til tals, að rétt væri að breyta nafninu, þar sem samböndin, sem að ráðinu standa, hafa ekki eingöngu handiðnaðarfyrirtæki innan sinna vébanda, heldur og lítil og meðalstór i'yrir- tæki í verksmiðjuiðnaði, enda hefðu þau flest breytt nafni sínu til samræmis við það. Eftir nokkrar um- ræður var ákveðið að halda nafninu óbreyttu með undirtitrlinum „Samstarfsráð fyrir handiðnað og minni iðnfyrirtæki á Norðurlöndum“. 1 lok þingsins tók Stig Stefanson, optikermeist- ari, formaður Sænska iðnsambandsins við for- mennsku í Norræna iðnráðinu og mun skrifstofa ráðsins jafnframt verða í Stokkhólmi næstu þrjú árin, en þar verður næsta Norræna iðnþing vænt- anlega háð árið 1977. Aðalfundur Sænska iðnsambandsins 1975 1 septembermánuði 1975 var forseta og fram- kvæmdastjóra Landssambands iðnaðarmanna boð- ið til aðalfundar Sænska iðnsambandsins, sem hald- inn var í Stokkhólmi dagana 21.-23. september. Árs- þingið hófst með hátíðarveislu í ráðhúsi Stokk- hólmsborgar (Statshuset) sunnudaginn 21. septem- ber, en í tengslum við þennan fund var minnst. 70 ára almælis Sænska iðnsambandsins. Viðstaddir setningu þingsins voru um 500 gestir, þar á meðal Karl Gustaf, Svíakonungur, sem heiðraði allmarga sænska iðnaðarmenn. Sambandinu voru færðar gjafir í tilefni afmælisins og ræður voru fluttar. Sigurður Kristinsson, forseti Landssambands iðnað- armanna var meðal ræðumanna og færði hann Sænska iðnsambandinu að gjöf veggplatta frá Lands- sambandinu við þetta tækifæri. Hinir eiginlegu þingfundir stóðu síðan næstu tvo daga. Fyrri daginn sátu sænski iðnaðarráðherr- ann og fulltrúar stjórnmálaflokka fyrir svörum, á- samt forseta og framkvæmdastjóra Sænska iðnsam- bandsins. Þann dag og næsta voru síðan afgreidd hin ýmsu mál og ályktanir, sem fyrir þinginu lágu. Voru öll mál mjög vel undirbúin fyrir þingið, en sá háttur er hafður á, að hvert félag innan sam- takanna hefur rétt til að senda ályktanir til sam- bandsstjórnarinnar með ósk um að þær verði lagð- ar fyrir þingið. Stjórnin sendir ályktanirnar síðan, ásamt umsögn sinni í einu lagi með þeim málum, sem hún hyggst leggja fyrir þingið til allra aðild- arfélaganna áður en til þingsins kemur. Með þessu móti er hægt að afgreiða mörg mál á stuttum tíma og voru t.d. afgreidd um 60 mál á lj/2 degi á þessu þingi. Þar af voru um 40 ályktanir frá aðildarfé- lögunum. Flestar þær ályktanir sem að afgreiddar eru á Sænsku iðnþingunum eru áskorun eða fyrirmæli til stjórnar samtakanna um að vinna að viðkom- andi málefni, eða vinna því fylgi meðal almenn- ings og ráðamanna. Verður nú greint frá nokkr- um málum, sem til umræðu voru á þinginu og einn- ig eru að einhverju lcyti til umræðu hér á landi. í allmörgum ályktunum var vakin athygli á þeirri kvöð, sem lögð liefur verið á fyrirtækin varð- andi alls konar upplýsingagjöf til opinberra aðila. í Svíþjóð eru gerðar mjög miklar kröfur til fyrir- tækjanna um að skila inn gögnum til hagtölu- 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.