Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Síða 29

Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Síða 29
fræðslu, námskrám og námsháttum verði breytt til samræmis við þarfir þessarar iðngreinar. Við réttindaveitingar skal þess gætt að allir þeir er nú vinna að skipasmíði, fái viðurkennda vinnu- þjálfun sína, svo að ekki verði á hlut þeirra gengið. 12. Erindi útvarpsvirkja Samþykkt var að hvetja til endurskoðunar á fjar- skiptalögunum frá 1941 og þess er krafist, að út- varpsvirkjunt verði heimilað af hálfu Póst- og sírna- málastjórnar að annast uppsetningu og viðgerðar- þjónustu á talstöðvum, enda sé um ntikið öryggis- mál að ræða og bætta þjónustu við notendur. Því er harðlega mótmælt að Póst- og símamálastjórn gefi út til handa óiðnlærðum mönnum „Löggildingar- skírteini útvarpsvirkja" án þess að þeir taki sveins- próf í útvarpsvirkjun. 13. Iðnminjasafn Iðnþing fagnar þeim áfanga sem náðst hefur varð- andi iðnminjasafnið og þeim jákvæðu undirtektum, sem lram korna í bréfi þjóðminjavarðar jiess el'nis að Þjóðminjasafn íslands taki safnið til fullrar eign- ar og varðveislu. 14. Frœðslumál í ályktun um verk- og tæknimenntun hvetur Iðn- jring til aukins átaks í starfskynningu, og bent er á leiðir til að örva áhuga ungs fólks á störfum í fram- leiðslu og þjónustu þegar á grunnskólastigi. Bent er á að menntunarþarfir einstakra greina eru ekki jafnar. Sérskólar eru nauðsynlegir í ýmsum grein- um atvinnulífsins, einkum liinum fjölmennari. Samræma þarf námsefni í hinum ýmsu náms- brautum og opna þannig möguleika á að skipta um námsbraut. Einnig þarf að opna brautirnar með því að tengja þær leiðum er veita rétt til háskólanáms. Lögð er áhersla á að tryggja þurfi aðlögunarhæfni fræðslukerfisins með því að opna leiðir að viðauka og endurmenntun fyrir iðnaðarntenn og með því að stórefla námskeiðahald fyrir þá og annað starfsfólk í atvinnulífinu. Þá er og lögð áhersla á að nýjar menntaleiðir er mennta nemendur að einhverju eða öllu leyti til iðnnáms þ. m. t. fjölbrautaskólarnir skuli við kennslu fylgja námsskrám og uppfylla próf- kröfur þær sem Iðnfræðsluráð setur, samkvæmt gild- andi lögum um iðnfræðslu. Efla ])arf meistaraskól- ana og gera þá að skilyrði fyrir veitingu meitsara- bréfa. Tengja þarf fullorðinsfræðsluna meira við at- vinnulífið til aukinnar l'ramleiðslu og bættrar af- komu þjóðarbúsins. Vakin er athygli á þýðingu námsskrárgerðar fyrir verknámið og þess krafist að beiðni Iðnfræðsluráðs um fjármagn til námsskrárgerðar verði afgreidd án niðurskurðar. Urn fjármögnun fræðslumála segir að öðru leyti í ályktuninni: „Til fræðslumála er árlega varið stórum hluta þjóðartekna. Eðlilegt væri að ráðstöfun svo mikilla fjármuna væri byggð á raunhæfri atlnigun, enda verður að telja, að fræðslukerfið sé ekki undanþegið þeirri skyldu, sem hvílir á öðrum stofnunum og borgurunt, að stuðla að auknum þjóðartekjum og bættri afkomu þjóðarbúsins. Tvímælalaust er fjármögnun á vel skipulögðu menntakerfi arðbær fjárfesting og nauðsynleg stoð í efnahagslífi hverrar þjóðar, en misvöxt fræðslukerfa verður að skoða sem bruðl á fjármununt þjóðarinn- ar. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld láti gera hag- fræðilega könnun á því hvert beina skuli þeint fjár- niunum sent veittir eru til fræðslumálanna." 29

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.