Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Síða 27
Tvísköttun arðs beinir fjármagni frá fyrirtækjum.
Er þess farið á leit, að heimilað verði að greiða út
skattfrjálsan arð að einhverju marki t. d. í samræmi
við lræstu vexti af sparifé. Mótmælt er óhóflegri
samkeppni ríkisins við atvinnulífið um sparifé
landsmanna með útgáfu verðtryggðra spariskírteina
ríkissjóðs.
Mótnrælt er álagningu 12% vörugjaldsins og því
misræmi sem það veldur á samke]rpnisaðstöðu. Lögð
er áhersla á að staðið verði við ákvæði laganna um
að gjaldið verði lagt niður um næstu áramót. Vakin
er athygli á þeirri mismunun atvinnugreina, sem
felst í greiðslu launaskatts, sem leggst mjög þungt á
vinnuaflsfrekar atvinnugreinar.
Talið er eðlilegra að fjármagna Byggingasjóð rík-
isins á annan hátt, sem kæmi jafnt á allar atvinnu-
greinar.
5. Verðlagsmál
Lögð er áhersla á, að hraðað verði endurskoðun
laga um verðlagseftirlit og verðmyndun, sem getið
er um í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar og
þess krafist að sanrtök iðnaðarmanna eigi þátt í
slíkri endurskoðun.
Þá eru gagnrýndar handahófskenndar afgreiðslur
verðlagsyfirvalda, þar sem hækkunarbeiðnir þarf að
rökstyðja, en verðlagsyfirvöld telja sig ekki þurfa
að rökstyðja synjanir á hækkunum eða breytingar á
hækkunarbeiðnum.
Núgildandi verðlagshöft vinna gegn eðlilegri
tækniþróun og hagrænum vinnubrögðum, þar sem
þau taka ekkert tillit til þess kostnaðar sem felst í
bættum tækjaljúnaði og vinnuaðferðum. Þetta leið-
ir til þess að fyrirtæki fara minnkandi, eins og þró-
un síðustu ára hefur sýnt. Auk þess hindra núgild-
andi verðlagshöft beinlínis samkeppni á grundveili
vörugæða, þar sem eitt liámarksverð er ákveðið fyrir
lieila vöruflokka án tillits til gæða vörunnar.
6. Tolla- og gengismál
Gengi íslensku krónunnar hefur sem kunnugt er
markast við afkomu sjávarútvegsins, eða öllu heldur
gengisskráningin miðast við að korna í veg fyrir
stiiðvun útgerðar og fiskvinnslu. Hafa þá hagsmunir
annarra atvinnugreina og vandamál þeirra því orð-
ið að sitja á hakanum eða reynt að leysa þau nreð
einhvers konar hliðarráðstöfunum, sem oft hefur
dregist úr hömlu að framkvæma og ekki fyrr en
stórtjón hefur hlotist af.
Vegna þeirrar nýju stefnu, sem tekin var í tolla-
málum við inngönguna í EFTA og samningiana við
EBE verður að finna einhverja þá lausn á máleln-
um iðnaðarins, senr styrkir stöðu hans í vaxandi
samkeppni við erlenda aðila, þegar tollar eru smám
saman felldir niður. fðnþing tclur rétt, að íslensk-
um iðnaði sé opinið leið á erlcnda markaði og auk-
in samkcppni stuðli að bættri nýtingu framleiðslu-
þátta, en jafnframt verður ríkisvaldið að styðja við
bakið á iðnaðinum á þeim tíma, sent hann hefur til
þess að aðlagast breyttunr aðstæðum. Á þessu lrefur
hins vegar orðið misbrestur á nrörgum sviðum, eins
og margoft hefur verið bent á. Má t. d. nefna:
1. Breytingu á skattalögunum 1971, senr að veru-
legu leyti voru dregnar til baka árið eftir.
2. Mismunun lrelur átt sér stað við niðurfellingu
tolla af hráefnum og öðrum aðföngum í sanran-
burði við tolla af fullunnum innfluttum vörum.
Vill Iðnþing sérstaklega óska eftir, að staðið
verði við fyrirheit unr frekari lagfæringar á toll-
skrá í samráði við sanrtök iðnaðarins.
3. Lítill skilningur hefur verið á þörfum iðnaðarins
fyrir samræmda, tæknilega og fjárhagslega fyrir-
greiðslu.
4. Of lítið tillit er jafnan tekið til málefna iðnað-
arins við mikilvægar aðgerðir í efnahagsmálum.
7. Aðstöðumunur A sviði tolla- og skattamála
Vakin er atlrygli á að stóriðjuver hafa með lögum
verið undanþegin aðflutningsgjöldum og söluskatti,
27