Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Side 22
Eivind Halle, jramkvcemdastjóri Norska iðnsambandsins.
Innkaup opinberra aðila
Framsögumaður fyrir áliti allsherjarnefndar var
Þórður Gröndal. Ályktun samþykkt samhljóða.
Fjárhagsáeetlun Landssambands iðnaðarmanna
fyrir árin 1976 og 1977
Framsögumaður fyrir áliti fjármálanefndar var
Gestur Pálsson. Urðu nokkrar umræður um ein-
staka liði áætlunarinnar og útskýrði framsögumað-
ur fyrirhugaða útgjaldaliði og fyrirhugaðar breyt-
ingar á starfsemi Landssambandsins, sent af sam-
þykkt þessa valkosts leiddi.
Fjárhagsáætlunin var síðan samþykkt samhljóða.
Var nú gert fundarhlé kl. 12.00, en fundi síðan
fram haldið að því loknu. Kl. líiOCTvar tekið á ný
til við afgreiðslu mála, með því að Ingólfur Finn-
bogason hafði framsögu fyrir álitil allsherjarnefnd-
ar um erindi útgáfunefndar lil Iðnþings. Var álitið
samþykkt samhljóða. Sömuleiðis var samþykkt sam-
hljóða álit allsherjarnefndar um ráðstöfun iðn-
minjasafns, en í því máli hafði Ingólfur Finnboga-
son einnig framsögu.
Erindi Skipulagsnefndar til Iðnþings
Framsögu hafði Sigurður Kristinsson, og var álit
Skipulagsnefndar samþykkt eftir stuttar umræður.
Samhœfing tœknistofnana iðnaðarins
Framsögumaður Bjarni Einarsson mælti fyrir áliti
Skipulagsnefndar. Var álitið samþykkt eftir nokkrar
umræður, þar sem skipst var á skoðunum og upplýs-
ingar gefnar um þetta mál.
Erindi um löggildingu stálskipasmiði
sem iðngreinar
Framsögu fyrri áliti löggjafarnefndar hafði Vigfús
Sigurðsson. Urðu miklar umræður um þetta mál og
nokkuð skiptar skoðanir, en umræðunum lauk
Sveinn Sæmundsson með þessum orðum:
Tengjum saman tré og stál
tækni í skipasmíði
svo má nota einnig ál
og eyðum þessu stríði.
Ályktunin var síðan samþykkt mótmælalaust.
Erindi útvarpsvirkja til Iðnþings
Framsögumaður Ásgrímur P. Lúðvíksson hafði
framsögu um álit löggjafarnefndar, sem fjallað hafði
um málið öðru sinni. í umræðum kom fram tillaga
um að umræðum yrði enn frestað og var málið tekið
út af dagskrá.
Verk- og tæknimenntun
Framsögumaður Steinar Steinsson mælti fyrir
áliu fræðslunefndar. Urðu mjög miklar umræður
22