Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Qupperneq 28
URDRATTUR
sem leiðir til þess að þjónusta erlendra aðila, t. d. á
sviði endurnýjunarframleiðslu er undanþegin þess-
um gjöldum á sama tíma og innlendum fyrirtækjum
er gert skylt að greiða bæði söluskatt og aðflutnings-
gjöld af þjónustunni. Þetta leiðir til verulegs að-
stöðumunar milli innlendra og erlendra aðila.
Er þeirn eindregnu tilmælum bc-int til stjórnvalda
að þau sjái svo um að þetta endurtaki sig ekki.
8. Lánmnál og fjárveitingar til iðnaðar
Iðnþing hvetur til að hraðað verði endurskoðun
á lánasjóðum iðnaðarins, þeir styrktir og starfssvið
þeirra víkkað. Áhrif Landssantbands iðnaðarmanna
þarf að tryggja með aðild að stjórnum allra sjóð-
anna.
Iðnþing telur mikilvægt, að Iðnlánasjóður, sem
nær til iðnaðarins alls, sé efldur. í því skyni sé lagt
sama gjald á innfluttan iðnvarning og iðnlánasjóðs-
gjaldi nemur, og liækkað verði framlag úr ríkissjóði.
Gagnrýnd er sú mismunun sem á sér stað við efl-
ingu Byggðasjóðs í samanburði við lánasjóði iðnað-
ar, einkum þar sem Byggðasjóður lánar aðeins til
ákveðinna landshluta en aðrir lánasjóðir ná til alls
landsins.
í mörgum tilfellum er mikill rekstrarfjárskortur
hjá þjónustuiðnaði vegna lánsviðskipta ekki síður
en í framleiðsluiðnaði. Iðnþing styður tillögur um
úrbætur á lánamálum iðnaðarins með því að Seðla-
bankinn kaupi víxla iðnaðarins af viðskiptabiink-
unum en til írambúðar verði stofnuð kröfukaupa-
þjónusta, sem ætti að geta leyst verulega úr þeim
vandamálum, sem fyrirtæki eiga við að búa vegna
rekstrarfjárskorts.
Framlög til iðnaðarins 1974, þ. e. til rannsókna,
þjónustustofnana og styrktar- og lánasjóða iðnaðar-
ins nárnu 0,8% af fjárlögum, en til sjávarútvegs var
varið 2,1% og til landbúnaðar 2,5% af fjárlögum.
Miðað við hlutdeild í þjóðarframleiðslu fékk þá
iðnaðurinn, að byggingariðnaði meðtöldum, í sinn
hlut 0,6% af þjóðarframleiðsluhlutdeild sinni, cn
sambærilegar tölur voru fyrir sjávarútveg 4,9% og
landbúnað 9,7%. Þessar tölur segja sína sögu urn
aðbúnað iðnaðarins. Enn alvarlegra er þó, að á ár-
inu 1975 fcr hlutur iðnaðar minnkandi, hvort sem
litið er á hundraðshluta af fjárlögum eða miðað við
hlutdeild af þjóðarframleiðslu.
Skýtur skökku við, að hlutfallsleg lækkun verður
á lramlögum til iðnaðar, þegar svo mjög er rætt um
nauðsyn á aukinni iðnþróun í landinu. Er í þessu
efni lítið samræmi milli fyrirheita og aðgerða af
hálfu stjórnvalda.
9. Innkaup opinberra aðila
Iðnþing ítrekar fyrri ályktanir um innkaup opin-
berra aðila og leggur áherslu á, að þeir kynni sér
betur en tíðkast hefur möguleika á því að kaupa
innlenda framleiðslu.
Iðnþing fagnar þeirri ákvörðun iðnaðarráðuneyt-
isins, að beita sér fyrir þvi að innkaupum opin-
berra aðila sé beint til innlendra framleiðenda. Hins
vegar telur Iðnþing, að opinberum aðilum eigi að
vera skylt að veita íslenskum fyrirtækjum forgang
að verkefnum, sem gerð eru á þess vegurn.
Iðnþingið leggur áherslu á óskir um að hags-
munasamtökum iðnaðarins verð veitt betri aðstaða
til að fylgjast með og hafa áhrif á innkaup opin-
berra aðila.
10. Samhæfing tœknistofnana
36. Iðnþing íslendinga leggur áherslu á, að tækni-
stofnanir iðnaðarins verði efldar verulega með sam-
runa þeirra allra eða á annan þann hátt, sent tryggt
geti stóraukna þjónustu þeirra við iðnfyrirtækin.
11. Skipasmiðar
Iðnþingið samþykkti að fela Landssambandi iðn-
aðarmanna og Sambandi málm- og skipasmiðja að
vinna að því að sameina ketil- og plötusmíðaiðn og
skipasmíði í eina iðngrein, sent beri nafnið skipa-
og plötusmíðaiðn, ennfremur að reglugerð um iðn-
28