Vikan


Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 13
iet Hollywood Nýtt met hefur verið sett f hjónabandssögu Holly- wood. Barry Sullivan kvœntist fyrir nokkru Gitu Hall, er hann hafði fengið skilnað frá konu sinni. Hjónabandið entist tvo daga, þá sótti Barry um skilnað — á hvaða forsend- um fylgir þó ekki sögunni. Pier Angeli og Vic Damone eru skilin eftir stormasamt hjónaband. Það entist í 4 ár . . . Annabella gaf Debbie pels Annabella Power, sem var fyrsta kona kvenna- gullsins fræga Tyrone Pow- er lét sig ekki muna um það að skenkja núverandi konu Tyrones, Debbie Mindores einn dýrindis loðfeld. Með gjöfinni fylgdu frómar óskir um, að ver.ða Tyrone nú góð kona. Hann þarfnaðist konu, sem skildi hann rétti- lega og tæki tillit til duttl- unga hans og þunglyndis- kasta. Annabella sagði, að hún hefði haldið á sínum tíma, að hún sjálf væri rétta konan handa Tyrone, en því miður hefði annað komið í ljós. Hún kvaðst hafa orðið vonsvikin þegar hann gekk að eiga Lindu Christian, því að henni hefði skilizt, að Linda gat aldrei gert Tyrone hamingjusam- an. Hins vegar sagði Anna- bella, að sér litist þannig á Debbie áð hún gæti gert það fyrir Tyrone, sem hún sjálf vildi en gat ekki, og það sem Linda hvorki vildi né gat. Fær Leslie „OSCAR" i^eslie Caron og maður hennar Peter Hall eignuð- ust nýlega annað barn sitt. Var það stúlka, sem þau létu skíra Jennifer. Leslie Caron lauk fyrir nokkru við myndina „Gigi". Þyk- ir hún sýna þar svo frá- bæran Ieik, að hún <t talin í hópi þeirra leikkvenna, sem gætu átt von á Oscar- verðlaununum fyrir þetta ár. Beykvíkingar muna eft- ir Leslie m. a. úr myndinni „Ameríkumaður í París," sem sýnd var í Gamla Bíó fyrir tæpum þrem árum. Hvað á barnið IMMMMMMMtMIIIMIIIMIMIIIllMIIMIIMIMMIMIIMIIIIIMIIIIIIIIItMltlllHs,, að heita? Joaime Woodward og Paul Newman haf a upp- Iýst, að ef væntanlegur erfingi þeirra verði drengur, eigi hann að heita Joshua, ef það verður telpa, þá Quent- in. LEIKARASPJALL DEBORAH ÆTLAR AO GIFTA SIG AFTUR Deborah Kerr hefur nú opinberlega tilkynnt, að hún hyggist giftast rithöf- undinum Peter Viertel, þeg- ar hún hefur fengið skilnað frá Tony Bartley. Enn er ekki útséð, um hvort Deborah fær yfirráðarétt yfir tveim dætrum hennar og Tonys. Hefur fyrrverandi eiginmaður hennar harðlega neitað, að láta þær af hendi og krefst þess, að Deborah fái aldrei að hitta dætur sínar. Eins og menn muna, kenndi Bartley rithöfundin- um að hjónaband þeirra fór út um þúfur. Vafi leikur á að það sé alls kostar rétt, þar eð komið hef ur í ljós, að Deborah og Tony höfðu rætt um að skilja löngu áður en hún leit Peter Viertel aug- um. Þessi leikarabörn! EVY NORLUND KOMIN A BLAÐ Eins og menn mun reka minni til komu þrjár feg- urðardísir frá Norðurlönd- um við hér í sumar, þegar þær voru á leið til Langa- sands til að taka þátt í feg- urðarsamkeppni um titilinn Miss Universe. Einni þeirra, dönsku stúlkunni Evy Nor- lund var boðinn kvikmynda- samningur og tók hún boð- inu tveim höndum. Hún hafði lýst því yfir í viðtali við Islenzkan blaðamann, að hún myndi taka slíku boði, en hinar tvær kváðust ætla heim aftur, hvað sem í boði væri. Ekki höfum við frétt um að Evy hafi fengið neitt hlutverk enn, en hún er þó að minnsta kosti komin á blað í leikarablöðum þar vestra. 1 einu þeirra segir svo: Eina stúlkan, sem hlaut til- boð frá kvikmyndafélagi í Miss Universe keppninni var Miss Denmark, Evy Norlund. Við Evy var gerð- ur samskonar samningur og við Kim Novak á sínum tíma, en hún tók þátt í þessari keppni fyrir fjórum árum, en komst heldur ekki í úrslit. Evy er þó ekkert lík Kim. Evy mun búa á hinum fræga Studios Club, eins og Kim Novak gerði fyrst. Hún verður líka að læra á bíl, eins og Kim þurfti að gera. Evy talar góða ensku. Hún á unnusta í Danmörku og er hann leik- ari. Hún er mjög fögur, há- vaxin, ljóshærð og björt yfirlitum með brún augu. Evy er ólík öðrum Norður- landabúum, hvað það snert- ir að hún hefur aldrei farið á skíði og segir að hún sé illa synd. Synir Bing Crosbys eru mestu vandræðagemlingar. Þeir eru sagðir drykkfelldir úr h(5fi fram, kvensjúkir og æstir fjárhættuspilarar. Annar tvíburasonur Bings, Dennis Crosby kvæntist sjónvarpsstjörnunni Pat Sheedan fyrir um það bil ári. Um svipað leyti fréttist, að stúlka nokkur hefði átt barn, sem hún sagði Dennis vera föður að. Pat Sheedan var gift áður og átti einn son, hefur Dennis nú ætt- leitt hann og auk þess er á döfinni að gera Bing gamla að alvöruafa fyrsta skil- getna barnsins í familíunni, á næstunni, því að Pat mun vanfær. Bing missti Carol konu sína fyrir 6 árum og kvænt- ist aftur fyrir tveim árum, Káta ekkjan — Elizabet Taylor Búizt var við, að Elizabeth Taylor ætlaði að giftast Arthur Lew jr. Hún hætti þó við þá firru og húkkaði Eddie Pisher f rá vinkonu sinni Debbie Reynolds. Ekki er vitað, hvort nokkuð verður úr þessu hjá Eddie og Elizabeth. Mönnum þykir Liz haf a náð sér furðufljótt eft- ir missi manns síns. Er Liz afsökuð með því, að þetta þýði ekki að hún Kathryn Grant. Þau eign- uðust son sl. vor. Hinn tvíburasonur Bings, Philip stökk úr háskóla, strauk með sjónvarpsleik- konu og kvæntist henni. Yngsti sonurinn, Lindsay hefur átt í allmiklum erjum við lögguna, hefur hvað eft- ir annað verið handtekinn fyrir ölvun við akstur og fleiri strákapör. Hann hef- ur að undanförnu verið orð- aður við leikkonu, sem heit- ir June Blair. Cary Cros- by hefur leikið í nokkrum kvikmyndum og þykir sæmilegur leikari, en sagð- ur úr hófi drykkfelldur. Sagt er, að Bing sé þegar farinn að óttast, hvað Tex litli geti fundið til að bralla, þegar hann vex úr grasi. ¦ ¦ ¦.' i ÆgHJb 3i';vs?;< .....'lsa hafi gleymt Mike Todd, heldur geti hún ekki verið karlmannslaus eina stund. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.