Vikan


Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 14

Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 14
27/5 Veður er enn mjög gott, þurrt og hlýtt. Gróðri fer þó enn sem komið er mjög lítið fram, vegna hinna langvinnu þurrka. Ég vann í dag við að yfirfara fjárgirð- ingu hér í næsta nágrenni og var þetta hið ákjósanlegasta verkefni, sérstak- lega vegna hinnar miklu veðurblíðu. Lítið bar annars til tíðinda svo sem venjulega, því hér er hver -dagur öðrum líkur. Lífið gengur allt eftir föstum reglum. 1 dag bar það þó til tíðinda að tveir fangar lentu í hár saman og urðu fangaverðirnir að ganga á milli til þess að skakka leik- inn. Mér hefur í dag liðið óvenju illa, sífellt verið að hugsa til hins liðna og angrað sjálfan mig með ýmsu, svo sem þvi að nú eru allar horfur að ég hafi um alla framtíð glatað þeirri einustu stúlku er ég ann, því hún dvelur nú í fjarlægu landi og þar veit ég ekki um heimilisfang hennar, enda ekki víst að hún kæri sig um að dragnast með afbrotamann öllu lengur. Ég mun þó ekki gefa upp vonina fyrr en í ,síðustu forvöð. 28/5 Vann í dag við að aka kúamykju í flag, þetta er mjög sóðaleg vinna, en ekki sem verst að öðru leyti. Hér er sem fyrr allt með kyrrum kjörum, enginn við- burður öðrum fremri, nema ef vera kynni knattspyrnan sem ávallt er til nokkurrar tilbreytni. Veður er í dag mjög gott, logn og sólskin. 29/5 Vann í dag við sama starf, þ. e. skítmokstur. Veður er enn hið bezta. Einn fangi fór í dag og var hann sóttur hingað. Maður þessi sem heitir F . . G .., er mjög gamall og gróinn gestur lögreglunnar. Hann Þannig er umhorfs í einum fangaklefanna á Litla-Hrauni. Litla-Hrauni 1 síðasta tölublaði hófst dagbók fangans frá Litla- Hrauni. Aður hafði Vikan birt frásögn ungs manns, sem hafði leiðst á glapstigu og komist undir manna hendur. Þar skýrði hann frá ógæfu þeirri sem leiddi hann út á afbrota- brautina. Meðan hann dvaldi á Litla- Hrauni og afplánaði dóm sinn, hélt hann dagbók þá sem hér birtist. Þar íhugar þessi ungi maður örlög sín og lýsir þeirri baráttu sem hann heyr við sjálfan sig. Þessi dagbók er einstæð heimild, mannlegt plagg — document humaine — sem hlýtur að vekja fólk til heilabrota um þá hlið mann- lifsins sem snýr frá alfaravegi. •fc 1 þessu blaði birtum við framhald dagbókarinnar en niðurlagið i næsta tölublaði. — Að sjálfsögðu er öllum nöfnum sleppt og einstaka setningar sem ekki snerta meginmálið hafa verið felldar niður. Að öðru leyti er dag- bókin prentuð heil, óstytt og óbreytt. hafði aðeins dvalið hér í tíu daga að þessu sinni, en hafði er hann kom hér gengið laus í tæpan mánuð. Af sögu hans má sjá hverju velmetnir borgarar geta fengið áorkað, ef þeir á annað borð vilja beita sér fyrir aðstoð við þá vesælu manntegund er hér dvelst. Mig er nú mjög farið að lengja eftir fréttum af mínum málum og fæ ég ekki skilið hvað veldur svo miklum drætti á því að ég fái a. m. k. að vita eitthvað fast og ákveðið varðandi dvöl mína hér. 30/5 Enn er sama veðurblíðan. Hið sama má reyndar segja um heildarsvip lífsins innan fangels- isins, hér líður hver dagurinn á sínu fasta formi og með sterkum keim lið- ins dags. Ég vann svo sem undan- farna daga við skítmokstur. 1 dag losnuðu héðan tveir fangar, þeir H . . R .. og S . . H . . Eg lifi enn í þeirri von að mjög bráðlega líði að því að ég fái frí frá þessari eymdar pi-ísund. Ég held að mér sé nú bezt að reyna að gleyma minni elskuðu J. ., það mun vafalaust verða erfitt, en engin raun mun þó svo stór að ekki megi á henni sigrast. 31/5 Vann í dag við sama starfa, fram til hádegis, því í dag er laugardagur. Dagur þessi var hinn ánægjulegasti, því allan síðari hluta dagsins sat ég á rabbi við hinn ágætasta mann, þ. e. S. . Z . . Við ræddum um hina ólíkustu hluti allt frá kvennafari til hinnai' dýpstu heim- speki, og var mér að þessu sönn á- nægja, og var mér að þessu sönn ánægja því S. . er maður vel skír. Hingað komu í dag tveir fang- ar og þekkti ég annan þeirra, þ. e. H .. M .. en hann var dæmdur fyrir sama og sameiginlegt afbrot með mér. Þetta er hinn bezti piltur, en hefir svo sem fleiri notið um of hins gálausa lífs sem svo oft markar menn óafmá- anlegum raunum. Hugur minn reikar nú þessa hina síðustu daga, til liðinna stunda og þeirrar ánægju er ég oft hefi notið í gegnum svall mitt og sauruga lifnaðarháttu. 1/6 1 dag er sunnudagur og jafnframt Sjómannadagur. Veður er hið bezta, sunnan andvari og heiðríkja. Fremur fátt fólk kom hér í heimsókn í dag. Dagurinn leið við hið venjulega innihaldslausa rabb við samfangana á milli þess sem ég lá fyrir, ýmist sofandi eða þá við lest- ur. Ég hefi i dag verið í fremur leiðu skapi, og er það í sjálfu sér ekki undravert á þessum eymdarstað. Hvað bér framtiðin í skauti sínu? 2/6 Vann svo sem fyr við skít- mokstur. Dagur þessi var gjörsamlega viðburðalaus — vinna — matur — innilokun. 3/6 Veður er í dag mjög gott, glampandi sólskin og mik- ill hiti. 'Ég vann í dag við að snyrta svæðið hér í nágrenni hælisins, svo og við fegrun á leið forstjórabústaðarins. Þar kynntist ég lítillega yndislegum litlum börnum forstjórans, sem veittu mér sannarlega mikla ánægju, þvl fátt veitir meiri ánægju en að dvelja með skemmtilegum börnum. Dagur þessi var annars öðrum líkur, aðeins hið fasta form fangalífsins, þankar um frjálst líf, minningar frá liðnum dög- um og kvíði til komandi tíma. Ég reyni nú svo sem frekast er unnt að hugsa sem minnst um vonir þær er ég hafði gjört mér um að losna úr fangelsinu, enda berast mér alls engar fréttir frá þeim er að þessu vinna fyrir mig. Varla líður svo dagur að mér verði ekki hugsað til minnar elskulegu vin- stúlku J .., ég reyni svo sem bezt ég má áð afmá minninguna um samveru stundir okkar úr huga mér. 4/6 Indælt veður var enn í dag. Ég tók að mér að mála og lagfæra útikamar stofnunarinnar og féll mér verk það vel. Ég fæ nú æ tíðar slæm leiðinda- og þunglyndisköst, og finnst þá sem þessi vist mín og tilvera yfirleitt sé með öllu óbærileg. Það sem veldur mér mestu angri er hin sífellda óvissa og svo hitt að fá alls engin bréf né önnur boð frá þeim er és hélt að ynnu að þessum mínu mest.u velferðarmálum. Menn ræða nú mjög um hvort ekki verði í sambandi við útfærslu landhelginnar framkvæmd allsherjar náðun fanga. 5/6 ®g vann enn við kamar- inn og hafði mjög náðugan dag hvað vinnuna snertir. Veður er I dag milt og gott, alskýjað og nokkur raki í lofti, en þó náði ekki að rigna svo teljandi sé. Síðarihluta dagsins var Annar hluti 14 VIKA.N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.