Vikan


Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 22

Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 22
AUGU Meg Fanners ljómuðu eins og dökkar stjörhur, þegar hún snerist í hring fyrir framan stóra spegilinn í vinnustofunni niðri, dyrnar á þeirri stofu vissu út að grasvellinum. Brúðarkjóllinn, sem sveipaði bjúglínur Megs, haf ði getað, látið hvað konu sem var líta út sem drottningu', én Még þurfti þess ekki með. Hún var sjálf drottningarleg i útliti, fasi og fram- göngu. Hún var alein. ÖU fjölskyldan var hinum megin við stóra húsið að horfa á sjónvarp. „Laumusýning" tautaði Meg. — Brúðurin, sem faðir hennar, George Mytes Tanner, hafði veitt leyfi til giftingar, var hávaxin í hvítum silki- kjól, sem gerði hana háa og granna um mitt- ið . . . Meg stifðriaði upp, varð eins og ævintýra- prinsessa og horfði stórum augum í spegilinn, þegar hún sá hávaxna, unga sjómanninn með tryllingslega augnaráðið, sem kom inn um frönsku dyrnar úr rökkrinu utan af grasflöt- inni. Stundarkorn stóð hún hreyfingarlaus, mælti ekki orð af vörum og hætti nærri því að anda. Því næst sagði hún, hvíslandi rödd: — Mike. Mike Hallovani — Já! Hann gekk hægt inn í herbergiö. Hann beit saman tönnunum. Skeggrótin var svört og hinn annars góðlátlegi ítalski svipur hans var stormýfður eins og öldur hafsins. Gamli, tryggi Mike var kominn aftur úr striðinu og hún, ást- mey hans . . . — og þú, þú, svikaherfan þín . . . Svört sjáöldur hennar þrengdust. Hún var skapmikil eins og hann. Þau höfðu þekkzt og átt í ýmsum brösum síðan á skólaárunum. — Ég er enginn svikari, Mike Hallovan, að þú veizt það og þú verður að k^'ngja þessum ljótu lygum þínum aftur .... — Engin svik ? Þú ert mín stúlka. Þú hefur alltaf verið stúlkan mín. Og svo kem ég heim eftir að hafa verið árlangt i styrjöldinni og þá ert þú að því komin að gifta þig. Þú ert komin í brúðarkjólinn og ætlar að ganga að eiga annan mann. — Ég er frjáls að því að gera hvað sem ég vil, herra Hallovan. Þú skildir þannig við mig. Kvöldið, sem þú lagðir af stað til Kína — eða hvar sem þú hefur nú verið —¦ sagðir þú. — Ég ætla ekki að biðja þig að giftast mér, Meg, og verða svo ef til vill orðin ekkja eftir mán- aðartíma eða svo. Það væri ekki fallega gert gagnvart þér, ástin mín. Og svo sagðir þú mér, að ef ég kærði mig um, væri ég frjáls að því að giftast öðrum. Þetta sagðirðu, og þú veizt að það er satt. — En fjandinn hafi það! Mér datt ekki i hug, að þú tryðir mér. Að þú, að minnsta kosti tækir ekki orð min svona bókstaflega. — Hver er þessi náungi, ef ég mætti spyrja. Ég kom ekki heim fyrr en seinnipartinn í dag, tók bílinn minn og ók i loftköstum — aðeins til að finna þig einu manneskjuna í veröldinni, sem ég þrái. Ég stanzaði á einum stað til að fá benzín á bílinn og frétti þá um trúlofun þína. Og þegar ég kem híngað, stendurðu hér í brúðarskartinu .... — Já, ég er búin að heyra nóg, Michael. „Ná- unginn" heitir Rowland Bennet . . . — Ég hefði avo sem átt að vita það. „Romeo" Bennet. Maður, sem elskar allar konur. Jæja, það sem þú gerir, er þetta: Þú ferð úr brúðar- kjólnum í snatri og snarar þér i ferðaföt .... — Ég . . . hvað áttu víð? — Þu kemur með mér. Augu hávaxna manns- ins voru heiftarleg og munnsvipurinn hörkulegur. — Þú elskar ekki Bennet. Það veiztu. Þú ert stúlkan mín og hefur alltaf verið það. Og í rLotils ^Ærthur Cu mingham kvöld aetla ég að aka þér yfir landamærin og þar göngum. við í hjónaband . . . — Hvað áttu við. Augu Megs leiftruðu aftur. — Hvað áttu við Lochinvar Hallovan. — Hvað er nú að? spurði Mike og var fullur grunsemda ;á svipinn. — En hváð þetta er rómantískt! Manstu eftir kvæðinu, sem við urðum að læra i bekk ungfrú 'Z£ BrúðmYÚnið Kellys í skólanum. Það var um Lochinvar hinn unga, sem kom úr Vesturríkjunum og rændi ást- mey sinni, sem var á leið upp að aitarinu með brúðguma sinum. — Ég er kominn, hreytti Mike út úr sér. — Flýttu þér nú og gerðu eins og ég segi þér. — Sá er góður, sagði Meg. —¦ En hvernig dettur þér i hug að ég snúist eins og skoppara- VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.