Vikan


Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 21

Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 21
KYNLEGUR urlítið álútur, eins og bróðir hans. Eða hafði hann verið lagvaxinn maður og gildur, eiris og faðir hans var á myndinni fyrir ofan rúmið. — Um sjöleytið, þegar hin stirðbusalega ráðs- kona barði að dyrum, var henni ekki svarað strax. Loks heyrðist rödd úr öðru herbergi, sem dyr voru inn í svefnherbergið. — Kom inn. Hún varð undrandi, þegar hún opnaði dyrnar og gekk hægt og með varkárni. — Komið inn frú Rinquet! Mér var sagt, að þér hétuð svo. Sannleikurinn var sá, að „frú" var aðeins kurt- eisistitill, því að hún hafði aldrei verið gift. — Þér sjáið, sagði hann — að ég hef fært mig inn í þetta herbergi. Mér fannst viðkunnan- legra hér. Svipur hennar bar hvorki vott um ánægju né vanþóknun. Hún aðeins sagði í sífrutón. — Þér eruð húsbóndi hér. Bg kom til að spyrja, hvenær þér vilduð borða kvöldverðinn. — Hvenær er venjulega borðað hér? — Klukkan hálf átta. — Það er ágætt. Hann langaði til að spyrja hana nokkurra spurninga um frænda sinn og frænku, en hætti við það, því að hann hélt, að erfitt yrði að fá hana til að leysa frá skjóðunni. — Þá segi ég frú Mauvoisin það. Klukkan tuttugu mínútur yfir sjö var hann kominn inn í borðsalinn og var undrandi á því, hversu hann var eftirvæntingarfullur. Það var hlýtt í borðsalnum og mjög notalegt og við- kunnanlegt. Góða matarlykt lagði framan úr eld- húsinu þar sem frú Rinquet var á þönum. Gilles heyrði þrusk við dyrnar og starði með ef tirvæntingarsvip á hurðina. Hann sá handf angið snúast og því næst opnuðust dyrnar. Það væri erfitt að lýsa því, hvernig honum varð við, þegar hann sá Colette Mauvoisin. Hún var ekkert svipuð því, sem hann hafði ímyndað sér. Um leið og hún kom inn horfðust þau snöggv- ast í augu, en hún leit óðar niður og heilsaði honum einungis með því að kinka kolli. Hún leit á borðið eins og til að athuga, hvar henni væri ætlað sæti. Þegar hún sá servíettu- hringinn sinn, fór hún að stólnum sínum og stóð þar. Hann þorði ekki að eiga frumkvæðið á því að setjast og það hefði farið mjög klaufalega, ef frú Rinquet hefði ekki borið að með súpuna mitt i þessum aðventunauðum. Hún bar súpuna á borð í stórri, hvítri skál. Hafði Gilles tekið undir kveðju hennar? 1 sannleika sagt rhundi hann það ekki. Vissulega hafði hann bært varirnar, en hann var ekki viss um, að nokkurt hljóð hefði borizt frá þeim. Hann braut heilann lengi um það, hvort hann ætti að kalla hana frú eða frænku. Hún borðaði mjög litið af súpunni. Hann langaði til að borða meira, en af kurteisi borðaði hann ekki meira en hún. Brauðið var svo langt frá honum, að hann náði ekki í það og þorði ekki að biðja hana að rétta sér það. Sem betur fór tók hún eftir þessu áður en langur tími leið og rétti honum það. Það undraði hann mest, hversu lávaxin hún var, grönn og ung. Hann hafði aldrei séð konu, sem virtist vera svo brothætt. Hún var eins og fugl, sem virtist varla snerta þá grein, sem hann sat á. Andlitsdrættir hennar voru ákaflega fallegir og hö'rund hennar virtist gagnsætt eins og kín- verskt postulín. Hún var bláeyg og þótt hún væri ungleg, sá hann á hinum fíng*;rðu dráttum á augnalokum hennar að hún var nær þrítugu. Henni leið vissulega illa og gekk inn að borða matinn sinn. Hann leit þvi undan og þá leit hún á hann snöggvast. Engin orð fóru á milli þeirra meðan á máltiðinni stóð. En að lokinni máltíð var hann eldrauður í framan. Hann hafði haft nægan tíma til að búa sig undir ofurlitla ræðu, en það var erfitt að halda hana, eins og þegar hann hafði haldið ræðuna fyrir foreldrum sínum á gamlárskvöld, þegar hann var þriggja ára gamall. — Frú — Frænka. — Mig langar aðeins til að segja yður. . . að engu þarf að breyta í þessu húsi mín vegna. . . mér þykir f yrir því að haf a ónáðað yður . . . Hún hafði grett sig ofurlítið. Hún hafði lotið höfði ofurlitið og hann hafði tekið eftir þvi, að það var siður hennar og hún sagði lágt. — Þetta er heimili yðar, er það ekki? Hún stóð á fætur. Af kurteisi hafði hún beðið ofurlitla stund. Svo kinkaði hún höfði ofurlítið og sagði: — Góða nótt, herra minn. Hann hefði viljað dvelja fyrir henni ofurlítið. Eitt orð eða tvö eða jafnvel ein lítil bending hefði getað nægt til þess að dvelja fyrir henni. Frú Rinquet tók af borðinu, án þess að láta sem hún sæi hann. Allt og sumt, sem hún sagði, var þetta. — Ef þér ætlið út, er lykillinn á nagla við úti- dyrnar. Þér þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur af hliðinu. Það er alltaf opið. Hann hafði það á vitundinni, að umhverfið í þessu húsi væri svo drungalegt, að minnsta þrusk gat gert hávaða. Þó, heyrði hann ofurlítinn háv- aða, hann hafði heyrt frú Rinquet fara upp stig- ann, en hún bjó efst i húsinu. Stundarkorn heyrði hann fótatak hennar uppi, en loks heyrði hann hana leggjast út af. En ennþá var ljós i yzta glugganum í vinstri álmunni. Húsið á Ursuline-hafnarbakkanum, var að mestu leyti autt. En þó komu þar stöku gestir, síðla kvölds og hringdu þá hressilega. Þegar þeir fóru, var hurðinni skellt aftur. Gilles fór að afklæða sig. Fyrst tæmdi hann vasa sína og lagði innihald þeirra á lokið á drag- kistunni. Hann hikaði stundarkorn og handlék lykilinn, sem Hermin hafði fengið honum með svo mikilli viðhöfn. — Hvaða gagn var að honum, þegar þess var gætt að hann kunni ekki lásagaldurinn á skif- unni. Hann horfði á skápinn. Hann var ekki sér- lega glæsilegur. Það var lítill stálskápur, múr- aður inn í vegginn hægra megin við rúmið. Hann opnaði skúffu og tók þar upp náttföt. Þá hrökk hann við, því að honum heyrðist bíl vera ekið að húsinu. Hann flýtti sér út að glugganum og dró glugga- tjöldin frá. Hann sá að bíl hafði verið lagt við dikið í svo sem fimmtíu metra fjarlægð. Fram- ljósin loguðu enn þá, en allt í einu voru þau slökkt og maður kom út, skellti aftur bílhurð- inni og flýtti sér yfir brúna heim að Mauvoisin- húsinu. Hann opnaði hliðið og stefndi beint að framdyrunum. Gilles hljóp að dyrum herbergis sins og opnaði. Það var dimmt í göngunum. Andartaki seinna var kveikt og kvenmaður hljóp niður stigana. — Af hverju var hann svona æstur? Var ekki búið að segja honum, að Colette hefði ástasam- band við mann, og að það samband hefði staðið árum saman og að maður hennar hefði vitað um það ? Framh. í næsta blaði. ARFUR Framhaldssaga eftir G. Simenon Jólahreingerning húsmóðurinnar — plága húsbóndans — verður léttari ef PROGRESS ryksugan er við hendina PROGRESS ryksugur eru heimsþekktar fyrir hina snjöllu þýzku tækni. PROGRESS bónvélar eru endingargóðar, þægi- legar í meðförum og sterkar. PROGRESS vélarnar eru vélar framtíðarinnar oxiM'iniiiiHiiiiiiiuiiiiiiiiKiiin.....iii.iiiM.iir.niiin.im.iimni.i.tin.i i Lampar í eldhús og borðstoíur 1 til að draga upp og niður. "'l'".......'.....Illiliiilliin.....iiiiim f J I III Vesturgötu 2 — Sími 24330 VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.