Vikan


Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 15

Vikan - 27.11.1958, Blaðsíða 15
1 f jósinu á Litla-Hrauni eru 30 mjólkandi kýr. Fangarnir vinna öll störf vlð f jósið. mjög' rætt um að einhverjir þrír fang- ar væru í þann veginn að sleppa og var ég nefndur þar á meðal. Um sönn- ur á þessu veit ég að vísu alls ekkert, en orðrómur þessi var þó næganleg- ur til þess að koma mér úr öllu jafn- vægi, svo að ég gat hvergi kyrr setið og hugurinn ávallt bundinn þessu þvaðri sem ég þó vildi svo sannarlega að satt væri. Eg hefi enn ekki fengið neinn póst og finnst mér það sannar- lega furðu sæta, svo mörg bréf hefi ég skrifað síðustu vikurnar. Eg er að vísu hættur að vonast eftir bréfi frá J.., en henni mun ég samt aldrei gleyma. Hvað mun ske á morgun? ég þori ekki að vona. Fanginn í þessum klefa vinnur að því, að að mála í tóinstundum sínum. Hann hefur engrar tilsagnar notið nema hvað samfangi hans einn kenndi honum lítilsháttar meðferð lita. 6/6 Það tór sem mig grunaði að allur orðrómur frá í gær um losun á mér o. fl. var með öllu úr lausu lofti gripinn. Eg var annars í fremur þungu skapi. 1 dag vann ég við að blanda garðáburð og var það leiðin- leg vinna og erfið. Menn fengu hér margir hverjir póst i dag. En ég sem þó hafði svo mjög vonast eftir bréfi, fékk þó ekkert bréf og finnst mér það sæta nokkurri undrun, því ég hefi ekki fengið neitt bréf frá því í slðari hluta maí. Ég vona enn að ég losni héðan mjög brátt, ég set traust mitt á þann einan er öllu fær ráðið og öllum mennskum ákvörðunum breytt. Ég er sem stendur mjög í slæmu sálarástandi, en það mun að annara sögu vera fylgi- kvilli þessarar sálardrepandi vistar hér, sem mér virðist bezt fallin til þess að gera menn að andlegum sem og lík- amlegum vesalingum sem missa trúna á lífið og allt hið jarðneska samfélag. 7/6 Vann í dag við að blanda áburð. Veður var fremur leiðinlegt, rigningar suddi en þó hlýtt. Þrír fangar fóru til Reykjavíkur í dag allir til lækninga. Það mun þykja sjálfsagður hlutur hér að menn geri sér upp einhverskonar veikindi til þess að komast í bæinn. g/6 I dag er sunnudagur, einn þessara drepandi daga, er einungis bjóða upp á leiðindi og eirð- arleysisráf, og vekja menn til umhugs- unar á sinni eigin eymd og vekja sterkar þrár til hins frjálsa lífs. Mér hefir í dag, mjög verið hugsað til hins liðna og hefur því dagur þessi verið mér til lítillar ánægju. Mikið var um heimsóknir hingað í dag, enda þótt enginn vitjaði mín. í!g er að vonast eftir svarbréfum frá bræðrum mínum, en þeir hafa sjálfsagt annað og meira að starfa en að standa í bréfaskrift- um við smánarblett fjölskyldunnar. 9/6 Veður er í dag mjög gott, mollu hiti en loft þó al- skýjað. Ég' vann framan af degi við snyrtingu á lóð forstjórabústaðarins. En síðari hluta dags fór ég ásamt bifreiðarstjóra hælisins í leiðangur að bæ þeim er Hólar heitir og sóttum við þangað heljarmikinn tarf sem ætl- aður mun föngum til matar. För þessi var sönn og ánægjuleg tilbreyting frá hinu formfasta lífi innan fangelsis- veggjanna. 1 kvöld fékk ég senda hing- að fimm pakka af Camel, án þess að nokkur skýring fylgdi sendingu þessari. Get ég mér þess til að hún muni vera frá mínum ágæta bróður. Ég var þessari sendingu mjög feginn og finnst mér svo sem fjöldi pakkana gefi nokkra hugmynd um hversu lengi ég muni dveljast hér, því stöðugt reikna ég með því að losna. Einn fangi varð laus hér í dag, þ. e. G.. H. . G.. þessi er búinn að vera hér a. m. k. tvisvar áður. Og er hann einn hinna mörgu er um of hafa dýrkað Bakkus. Piltur þessi býður annars af sér hinn bezta þokka, og finnst mér ef nokk- uð má ráða af hinum stuttu kynnum okkar að hann hljóti með sterkum á- setningi og góðum vilja að standast hinar mörgu háskalegu freistingar. 10/6 í dag er enn hið bezta veður og vann ég við á- burðarblöndun. Þessa dagana eru hér nokkrar væringar, vcnrna þess að tveir yngstu fangarnir hafa fengið algera i inilokuh og voru þeir að mínu áliti beittir þar herfilegum órétti. En þvi miJur vxrðist svo sem réttur fanga sé ; f rleitt mjög takmarkaður, þannig að þeir eru í einu og öllu háðir duttl- ungum fangavarða og forstjóra, manna sem svo áþreyfanlega hafa sýnt að þeir eru fæstir hæfir til þessara starfa, enda þótt langt sér frá að þeir séu slæmir menn, virðist svo sem þá skorti fyrst og fremst gáfur og svo að sjálf- sögðu skilning á þeim málum er upp kunna að risa á meðal fanganna. þvi sjónarmið hins ófrjálsa hlýtur ávallt að vera mjög frábrugðið þvi sem algeng- ast er á meðal frjálsrá manna. Auk þess sem sálarástand fanga er lengi hefir setið í fangelsi, er alla jafna mið- ur gott, ber fangavörðum að sýna fyllstu nærgætni í allri umgengni 1 stað þess að beita þá tökum œm bein> línis eru fallin til þess að egna menn til óspekta og það sérstaklega þegar ] hlut eiga skapmiklir ög lítt mótaðií unglingar. Hér komu í dag tveir kunn- ingjar mínir, báðir gamlir drykkjufé- lagar. Piltar þessir komu hér við & leið sinni til Eyrarbakka og var mér mikil ánægja að heimsókn þeirra, þvi þeir eru sannarlega ekki margir sem muna eftir tilveru manns þessa stund- ina. Andleg heilsa dágóð. 11/6 Vann sem fyrr við áburð- arblöndun. Það bar til tíð- inda í dag að einn fangi tók upp á þvi að strjúka. Uppátæki þetta kom mönn- um nokkuð á óvart, því mafSnr-þessi er einn hinn rólyndasti sem hér dvel- ur nú. Margskonár ráðstafanir-\voru gerðar til þess að reyna að hefta för piltsins, en ekki er enn kunnugt um hver árangur hefur orðið af efttr- grennslan löggjafans. Menn eru hér nokkuð í uppnámi vegna þessarastroka og er nú höfð mjög ströng gæzla & mönnum. 12/6 Veður er í dag mjög leið- inlegt, hvasst og skúraleið- ingar. Ég vann í dag við að snyrta til í kirkjugarði þeirra Eyrbekkinga. Þetta var hið skemmtilegasta verk, þrátt fyrir slæmt veður, þvi þarna gafst mér kostur á að skoða og sjá með eigin augum hvernig búið er af líkömum hinna framliðnu hér í sveit Hingað kom í dag, úr stuttri heimsókl til Reykjavíkur E. . A . ., og færð, hann mér miklar gleðifréttir, þ. e. a) mín elskaða J.. dvelur enn hér á lancU og hafði E .. samband við hána og lof- aði hún mér því að koma. í heimsókn hingað austur. Þetta eitt gefur mér aukinn þrótt, en jafnframt skapar það mér mjög aukinn taugaspenning sem þó var nægur fyrir. Ekkert hefir enn spurst til strokufangans, vonandi kemst hann vel af. 13/6 Vann í dag við ýmiskonar snyrtingu á svæðinu hér um kring. Veður fremur þungbúi'ð,. regnskúrir og suðaustan blástur. Ég fékk í dag tvö bréf að heiman, annað frá pabba og hitt frá bróður mínum. Bréf þessi færðu mér fátt nýtt, þar segir að vísu svo sem ég áður vissi, að unnið er að þessum málum mínum en lítt mun þó miða í lausnarátt. Tveir fangar losnuðu í dag, þeir Ö ,. M.. og G .. S .., báðir úr Reykjavík. Annar þessara manna tók fyrir mig bréf tií J.., ég bað hann einnig um aS reyni að haf a tal af henni og biðja hana þl um að heimsækja mig, hvað ég fasb lega vona að hún geri. Mér finnst sv< sem nokkurs óróa gæti nú hið innra með mér, enda tæpast undravert, þar sem í hönd fer sá tími árs er mest og bezt hentar mér sem og flestum öðr- um. Auk þess er ég í hálfgerðu upp- námi vegna frétta þeirra er ég hefi fengið af J .. 14/6 Veður er í dag mjög gott, hitamolla, rakt loft, en .sólarlaust. Eg fór í dag ásamt bif- roiöarstjðra :iælis:nn U-wti.' y ,- a. : ! '¦'csa a i kotna þ.-v kjöti í frystigeymslu. Þetta var nokkur til- broytilg frá hinu tii;Drcyto;;alausa lífi htr ínnan fangelsisint Br.gur þessi leið svo sem aðrir hér é^i nokkurra tíð- inda. Ég er í kvöld í fremur þungu skapi, hugsa sennilega of mikið um J.., geri ef til vill úlfalda ör mýflugu, vona samt að svo sé ekki. 15/6 1 dag er sunnudagur, dag- ur sem seint mun fir minni mér !íða, því ég var haldhm mjög Framhald á bls. 18. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.