Vikan


Vikan - 30.04.1959, Qupperneq 25

Vikan - 30.04.1959, Qupperneq 25
BARNÆ GAMÆN Einu sinni var auðugur bóndi, sem látið hafði landeign sína af hendi við óðalsbóndann. Hann átti þrjá sonu uppkomna, sem hétu Pétur, Páll og Ásbjörn í öskustónni. Þeir Pétur og Páll voru svo latir, að þeir nenntu engu og þótti öll verk sér ósam- boðin, en ekkert var svo full- komið, að þeim fyndist það sér hann maturinn, og kóngur lof- ar honum miklum launum og dóttur sinni í kaupbæti ef hann gæti vel héranna. En ef hann týni hérunum, þótt ekki væri nema einum þeirra, þá skuli hann rista þrjár lengjur af hryggnum á honum og fleygja honum síðan í ormagarðinn. Meðan Pétur var með hérana Hérarnir kóngsins. l\iorskt ævintýri við hæfi. Svo voru þeir dramb- samir, sem ómennmn er títt. Loks barst Pétri það til eyrna, að kónginn vantaði mann til þess að gæta héra sinna. Þá fer hann til föður síns og segist ætla heim í kóngsríki til að gæta liéranna kóngsins, því að hann vildi engum ótignari manni þjóna. Faðir hans hélt, að sá starfi myndi varla vera við hans hæfi, því að sá, sem héranna ætti að gæta, yrði að vera létt- ur upp á fótinn og mætti ekki vera neinn hjassi. Myndi hon- um finnast það annað, að elta hérana um holt og hæðir en að ganga um gólf heima með hend- ur í vösum. En Pétur hafði það að engu, sem faðir hans sagði, og kvaðst mundu fara ferða sinna, hvað sem hann segði. Leggur Pétur nú af stað með nesti og nýja skó. Þegar hann er búinn að ganga lengi, lengi, kemur hann þar að, sem kerling ein gömul og örvasa sendur við viðarkubb og hefur fest nefið á sér í rifu á honum og streitist af alefli við að losa sig. Þegar Pétur sér hana, fer hann að flissa og hlægja. „Stattu ekki þarna til að hlæja og flissa, komdu heldur og hjálpaðu örvasa gamal- menni,“ segir kerling. „Eg var að reyna að kuta sundur þenn- an viðarkubb, en festi nefið hér í rifunni, og er nú búin að streit- ast við í hundrað ár að losa mig, og ekki hef ég bragðað matar- bita allan þann tíma.“ En Pétur hló enn þá meira og þótti þetta hin bezta skemmt- un. „Fyrst þú ert búin að vera hér í heila öld, þá held ég að þú getir tórt í önnur hundrað ár- in,“ segir strákur. Heldur hann svo leiðar sinnar og lætur kerl- ingu eiga sig. Þegar hann kemur heim í kóngsríki, tekur kóngur hann undir eins til þess að gæta héra sinna. Ekki er sparaður við í heimahaganum, gat hann haldið þeim í einum hóp, en þegar leið á daginn og þeir komu í skóginn, tóku þeir allir á rás, sinn í hverja áttina, svo að hann réð ekkert við þá. Hann hleypur nú og hleypur undir spreng og eltir hérana, meðan hann sér nokkuð til þeirra, en seinast er hann búinn að missa þá alla og er þá nærri sprung- inn af mæði. Þegar komið var undir kvöld, abbar strákur heim á leið og rýnir og skimar í allar áttir, hvort hérarnir komi ekki heim á kvíabólið, en ekki koma þeir að heldur. Gengur hann þá heim. Stendur kóngur úti með hnífbusa í hendi og grípur strákinn glóðvolgan, þegar hann kemur héralaus, og sker þrjár lengjur af hryggnum á honum, stráir pipar og salti í sárin og fleygir honum síðan í ormagarðinn. Nú vill Páll fara heim í kóngsríki og takast á hendur hérageymsluna. Faðir hans tek- ur því ekki nærri og segir hið sama við hann, sem hann hafði sagt við Pétur, og bætir langri romsu við. En stráknum héldu engin bönd, og fer hann, hvað sem karl segir. Það fór alveg á sömu leið fyrir honum og Pétri. Hann hitti kerlingu með nefið í viðarkubbunum og hló dátt að því, hvernig hún rykkti í og stimpaðist við af öllum kröft- um til þess að losna, en fór fram hjá, án þess að hjálpa henni. Ekki var honum synjað vistar- innar, og tók hann við hérun- um daginn eftir. En þegar hér- arnir koma í skóginn, hlaupa þeir sinn í hvora áttina yfir holt og hálsa, svo að strákur ræður ekkert við þá, hvernig sem hann hleypur og hleypur. Seinast var hann orðinn svo móður, að hann gapti eins og hundur í hita, og voru þá allir hérarnir horfn- ir. Þegar hann kemur heim 'um kvöldið, stendur kóngur tilbúinn að taka á móti honum, og er ekki að sökum að spyrja, að hann fer með hann á sama hátt og Pétur og er hann úr sögunni. Að litlum tíma liðnum vill Ás- björn í öskustónni fara heim í kóngsríki og bjóða kóngi að gæta héranna hans. Hann sagði, að það væri nú vinna, sem sér líkaði, að ganga út um engi og skóga innan um jarðarberja- flákana og sitja þar dálitinn hérahóp, liggja svo og sofa á milli þess, sem hann baðaði sig í sólskininu. Karl faðir hans hélt, að ann- að myndi honum nú hentara en að gæta héranna kóngsins, og ekki myndi fara betur fyrir honum en bræðrum hans. Sagði hann, að sá, sem héranna ætti að gæta, mætti ekki vera neinn silakeppur, það væri verra að eltast við hérana út um holt og móa en að taka flær með vett- lingum. Sá, sem ætti að sleppa þaðan með heila hrygglengju, yrði að vera léttur upp á fótinn, og meira en það, hann yrði að hendast eins og hart skinn í roki og fljúga eins og dúnfjöð- ur. „Ójá, ekki set ég þetta fyrir mig,“ sagði Ásbjöm í ösku- stónni. Hann sagðist vilja fara heim í kóngsgarð, því að eng- um vildi hann ótignara manni þjóna en kónginum, og ekki sagðist hann vera hræddur um, að hann gæti ekki hamið hér- ana, þeir mundu varla vera verri en geitin og kálfurinn. Síðan tók hann nestispoka sinn og lagði af stað. Framhald í næsta blaöi Klippið myndirnar út og fellið síðan saman. Galdrakarlinn Simson er að kasta á milli sín níu tölum. Það er hægt að stöðva leik hans, og það getið þér gert með því að taka tölurnar og setja í reitina, þannig að hver röð, lóðrétt, lárétt eða á ská fær summuna 33. Getið þið gert þetta á tveimur mínútum? — Sjá svör á bls. 24. VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.