Vikan


Vikan - 10.12.1959, Blaðsíða 15

Vikan - 10.12.1959, Blaðsíða 15
siðar virtist ég tiu órum eldri en ég var. Hend- urnar voru stifar og kræklóttar og andlitið afskræmt af brunanum. Ég var eignalaus að undanskilinni fimm þúsund króna innstæðu i banka, en ég var staðráðin í að gefast ekki upp. Ég bafði þegar kannað bið bezta, sem til var í iífinu, og það var mitt að gjalda. En það virtist erfitt að útvega sér vinnu. Ég gat ekki saumað, þó að ég hefði fegin viljað róða mig á saumastofu. Ég reyndi árangurslaust að leita mér að vinnukonustöðu, en börnin urðu hrædd við ógeðfellt andlit mitt, svo að ég hrökklaðist jafnan i burtu frá vorkunnsöm- um mæðrum, sem sögðu mér kurteislega, að þær hefðu ekki not fyrir mig. Loks eftir mikið þjark fékk ég vinnu við að bera út póst i ein- um hluta bæjarins. Það var illa launað, en að örorkustyrknum viðbættum var það nóg fyrir helztu þörfum mínum. Á björtum júlidegi í steikjandi sólarhita, tuttugu árum eftir að ég sá Pétur í fyrsta sinn, var ég á gangi eftir malbikaðri, þrifalegri götu í vesturbænum. Ég var klædd þykkri, gamal- dags kápu, sem ég vissi, að stakk mjög i stúf við nýmóðins sumardragtir og kápur kvenn- anna, sem fram lijó mér gengu. Ég hafði vanið mig á að ganga álút, svo að fólk fengi siður tækifæri til að virða fyrir sér andlit mitt. Gamla pósttaskan hékk ó annarri öxlinni. Það var eins og hún væri gerð fyrir mig: gömul, ljót og þung — og i jjetta skipti óvenjuþung. Hún var í fullu samræmi við skarið, sem hún liékk á. Ég tók nokkur bréf upp úr töskunni minni og leit hugsunarlaust yfir nöfnin, en festi götunúmerin ó minnið. „Það er eitt bréf á númer sautján,“ muldraði ég. Ég gekk þung- lamalega upp tröppurnar. Þær voru mér alltaf svo erfiðar, sérstaklega þegar ég var slæm af gigtinni. Næsta bréf átti að fara á númer tutt- ugu. „Smekklegt hús,“ lnigsaði ég og gekk upp tröppurnar, sem mér virtust en erfiðari en þessar á númer sautján. Ég hinkraði við and- artak til að kasta mæðinni, áður en ég gekk inn i forstofuna. Ég lagði bréfið í neðsta þrep- ið á breiðum stiganum og bjóst til að fara út aftur, en þó heyrði ég skyndilega gremjulega karlmannsrödd, sem ávarpaði mig. „Heyrið mig, kona góð, það er nóg komið af svona trassaskap. Hvað haldið þér, að mörg áríðandi bréf liafi glatazt, vegna þess að þið nennið ekki að koma þeim á leiðarenda?“ „Við hver? Það er bara ég, sem ber bréfin i þetta....“ Það var likt og einhver ósýnileg hönd tæki fyrir munn mér og varnaði mér máls, þegar ég leit inn i stór, Ijósblá augu, sem voru einu sinni augu Iitils, yndislegs dreng- hnokka, en nú hrokafulls karlmanns. „Þvi plánið þér svona á mig?“ sagði hann bátt. „Skiljið þér ekki, hvað ég er að reyna að koma yður i skilning um? Það er að koma bréfunúm hingað upp, en ekki kasta þeim i forstofuna. Og standið þér bara og glápið og revnið ekki að koma með skýringu á þessu báttalagi?" „Þér eruð búinn að koma með skýringu á því, af hverju ég kem ekki með bréfin upp til yðar. Þér sögðuð, að það kæmi af leti og ttrassaskap, eða var ekki svo?“ spurði ég i geðshræringu, sem ég reyndi af öllum mætti að dylja. Hann muldraði eitthvað óskiljanlegt. „Ég geri ekki ráð fyrir, að þér skiptið um skoðun, þó að ég segi yður, að ég eigi bágt með að fara upp stigana, vegna þess að ég er fótaveik. Nei, það er ekki við þvi að búast, að þér skiljið það. Þér eruð svo ungur og hraustlegur, þér hafið sjálfsagt aldrei verið fótaveikur." Framhald á bls. 33.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.