Vikan


Vikan - 10.12.1959, Blaðsíða 5

Vikan - 10.12.1959, Blaðsíða 5
-> »■> >»> > > >■>■>■»-»>->-»»■>-»»»•»> 3. verðlaun „ísold hin svarta" sjálfsævisaga Kristmanns frá BÓKFELLSÚTGAFUNNI 4. verðlaun Kassi með þrem spilum frá Verzlunarfélaginu FESTI * * Grýla kallar á 'börnin sín þegar hún fer að sjóða til jóla: Komið hingað öll til mín, Leppur, Skreppur, Lápur. Skrápur, Ég var á Fáskrúðsfirði Það var eins og ég sagði ykkur, — ég fór í land, hvað sem Rasmína sagði, og varð mér úti urn bringukoll og kál. En ég var alveg ókunnug- ur í þessum landshluta, og þess vegna sneri ég mér til ykkar, kæru lesendur. Það stóð heldur ekki á greiðum svörum, og nú er ég búinn að fá að vita, að ég var á Fáskrúðsfirði. Búðir heita það, víst, og bryggjan heitir Tangabryggja. Allt þetta fékk ég að vita og miklu fleira. Samtals bárust mér 246 bréf, og 190 sögðu mér sannleikann. Svo ætluðu surnir að plata mig, t. d. þessir 13, sem sögðu, að ég hefði verið á Siglufirði, 14 voru með Norðfjörð, 8 með Eskifjörð, 4 með Þórshöfn í Færeyjum, 2 með Klakksvík og 2 með Drangsvog I Færeyj- um. Svo voru 4 með Húsavík, 3 með Seyðisfjörð, og ein uppástunga kom um ísafj., Reyðarfj,. Dalvík, Stykkishólm, Akureyri og Bíldudal. Ég er nú samt alveg undrandi á því, hversu margir þekktu staðinn, og nákvæm- astur var Gestur Guðjónsson, skipverji á m/s Hvassafelli. Hann sagði myndina tekna hinn 11. júlí 1951. Kannski hef ég verið þarna þá. En hvað um það, ég dró úr réttum lausnum, og upp kom miði Guðrúnar Axelsdóttur, Kleppsvegi 52, I. hæð t. v., og fær hún verðlaunin: Vikuna í hverri viku árið út og næsta ár fram til jóla. Með kærri kveðju, Gissur Gullrass.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.