Vikan - 10.12.1959, Blaðsíða 26
i
Jólaskreyting í forstofuna
Skerið þunnan, hvítan pappa niður í ræmur og þá get
þið fléttað hjartalaga öskju undir greinar. Lím
ræmurnar saman á köntunum og setjið heilt papp
stykki aftan á.
Ungu stúlkurnar hafa gaman af að
skreyta herbergin sín fyrir jólin, og hér
kemur tillaga uin skreytingu
fyrir þær, sem vilja breyta til og
hafa hana öðruvísi en í fyrra. —
Stórri grein er stungið
niður í blómavasa og hún skreytt
með smáglingri, eins og hjörtum, jóla-
stjörnum og jólakúlum eða hverju sem er,
allt eftir smekk. Á
aðfangadagskvöld er svo
tilvalið að taka sínar jólagjafir
með inn í herbergi, þegar farið er að
hátta, og raða þeim í kringum sitt
eigið jólatré til að geta séð þær, um
leið og vaknað er á
jóladagsmorgun.
Nú eru öklasíöu ballkjólarnir aftur í móö, og þaö er vel, — því aö ólíkt
glcesilegra er aö sjá dömur l alsíöum kjólum viö 'hátíöleg tcekifœri en í þess-
um hálfstuttu kjólum, sem hafa veriö í tízku undanfarin ár, — þeir voru
aldrei eins fínir. Nýju síökjólarnir eru gjarnan tví- og þrílitir. Kjóllinn t. v.
á myndinni er þrílitur; 'pilsiö er úr bleikrauöu satini, blússan er plómulit og
beltiö grasgrcent. Þetta er Griffe-model. Kjóllinn í miöiö er frá Nínu Ricchi.
Pilsiö er úr ostrulitu satíni, blússan svört meö þessu nýja, víöa ermasniöi.
Beltiö er úr tóbaksbrúnu satíni meö lítilli slaufu og nœlu, sem gerir þaö
svo „píkant“ og sérkennilegt. T. h. er kjóll frá de Rauch, og er liann úr
dýrindisefni, sem heitir cigalin. Þaö, sem sérkennir þennan kjól, er stóri
kraginn og bryddingarnar utan meö honum og aö neöan. Kvöldkápan efst
til hœgri er frá Cardin. TakiÖ eftir, hvernig svörtu rósinni er tyllt aftan í
kragann. Dior kom meö þá nýbreytni í haust aö hafa kvöldkáipurnar I allt
öörum Ht en kjáUma.
NÚ ER HVER SÍÐASTUR AÐ
+ Baka smákökurnar — þær batna við
geymslu.
♦ Setja fötin í hreinsun.
♦ Senda kunningjunum erlendis jólakort.
♦ Sauma náttfötin á Gunnu og Jón.
♦ Tryggja sér jólaávextina.
♦ Hugsa fyrir jólatré og endurnýja jóla-
skrautið.
14 dagar til jóla
íötóil/nU.I'MíM
Þetta gamla húsráð um tebakstur-
inn getur komið sér vel, þegar þér
eruð orðin rauðeygð og þreytt við
jólaundirbúninginn. Byrjið á því að
laga bolla af þunnu te, dýfið tveim-
ur smáhnoðrum af baðmull ofan í,
og leggið síðan á augnalokin. Liggið
í nokkrar mínútur. Áhrifanna gætir
næstum strax. Þreytan hverfur, og
augun glampa að nýju.
I i I ■! lllM■IIIHII 11M ilillil