Vikan


Vikan - 10.12.1959, Blaðsíða 17

Vikan - 10.12.1959, Blaðsíða 17
Hemingway talar og talar, hratt og viðstöðulaust eins og þar sé vél í gangi. Hann gerir ýmist að lækka raustina eða brýna, jafnvel öskra ef svo ber undir. Angurvær viðkvæmni og köld raunsæi skiptast á. Hemingway er ekki feiminn við myndavélar. Heima fyrir á Kúbu gengur hann oftast í stuttbrókum einum saman, og allar reglur um fatamennt, lætur hann lönd og leið. höfundur. Eflaust eru endurmlnningarnar snar þáttur í verkum og viðhorfum allra nthöfunda, en hjá Hemingway verða áhrifin augljós og ótviræð. Það var einhvern tima, er við sátum saman í veit- ingakrá í Vín, að Hemingway ræddi sjómanns- reynslu sína og áhrif hennar á ritstörf sín. Við höfðum verið að tala um ritstörf og rithöfunda almennt, og Hemingway sagði, meðal svo margs annars, að rithöfundinum mætti líkja við sjómann. „Það er eins um rithöfund og sjómann," sagði hann, „þeir verða að kunna að stvra bæði eftir stjörnum og áttavita. Meinið er, bæði um sjó- menn og rithöfunda, að þeir kunna yfirleitt ekki nema annað hvort." Sennilega má skoða þessa setningu sem ein- kennandi fyrir Hemingway. Hann kafar aldrei djúpt eftir rökum, eins og oft er sagt um rithöf- unda. En hann er líka laus við meiningarlaus glamuryrði og yfirborðskæti, og því ekki laus við tortryggni í þeirra garð, sem hneigjast að þess háttar, enda þótt það sé staðreynd, að hann geti verið þaulsætinn í Storkklúbbnum og öðrum þeim samkvæmissölum í New York, þar sem yfirborðs- mennskan er í algleymingi — en það er eingöngu fyrir það, að þar kynnist hann þeim manngerð- um, sem hann lýsir öðrum þætti í skáldverkum sinum. Lafði Brett Ashley gæti gengið út úr sög- unni. Og sólin rennur upp — rakleitt inn í Stork- klúbbinn og haldið þar áfram hjali sínu um Biarritz. Hins vegar mundi hún ekki eiga heima i veitingakrá Tim Costellos I Þriðjugötu, fremur en soldáninn af Casablanca, enda þótt Hemingway sjálfur mundi falla prýðilega inn í það umhverfi, aldeilis stórkostlega, eins og hann mundi sjálfur komast að orði. 1 öllu tali verður Hemingway titt gripið til alls konar orðasamsetnings, sem er hans eigin mál- smíði og enginn botnar minnstu vitund í, nema hann sé gamla manninum nákunnugur. Enn er það eitt, sem einkennir ræðu hans — hann hirðir ekki neitt um málfræðireglur, réttar beygingar orða eða aðra slíka smámuni. Þvi var það, að einn kunningi minn, sem er málamaður mikill, sagði fullur aðdáunar eftir að við höfðum setið og rabbað við Hemingway eina kvöldstund: „Hann er sannarlega gæddur óvenjulegum hæfileika í ríkum mæli — hann getur talað þrjú tungumál reiprennandi rangt: ensku, frönsku og spænsku." Og þótt furðulegt megi virðast, er það staðreynd, að þessi maður, sem kann meistaralegri tök á ,v ensku í rituðu máli en yfirleitt flestir aðrir, mælir ekki eina einustu setningu málfræði- lega óbrjálaða. Hemingway verður tíðrætt um hnefaleika. Hann hefur alltaf haft miklar mætur á þeirri íþrótt, enda iðkað hana meira og minna allt frá því, er hann var í barnaskóla, og fram á þennan dag. Á tímabili, þegar hann átti örðugast upp- dráttar sem rithöfundur, vann hann fyrir sér með því að láta hina og þessa beljaka berja sig þeim---^ til þjálfunar. Brown nokkur, sem lengi fékkst við.j þjálíún hnefaleikara í New York. lét einu sinni'*'-^* svo um mælt: „Það eru þrir afburðahnefaleikar-*J ar, sem ég hef þjálfað um dagana ■— Harry Greb, l Luis Firpo og einhver náungi, sem hét Hemingway". Ekki alls íyrir löngu voru þau Hemingway og hin fagra, ljóshærða eiginkona hans á dýraveiðum vestur í Idaho ásamt kvikmyndaleikaranum Gary Cooper og konu hans, en þeir Hemingway og Cooper eru miklir mátar. Höfðu þau dvalizt þarna í nokkra daga, en lítið sem ekkert veitt, þegar þeim bárust þær fregnir, að björn gerði usla mik- inn í fé bænda í nalægum sveitum. Töldu vinir Hemingways, að hann mundi hugsa birni þessum þegjandi þörfina, er hann vissi athæfi hans. Þar sem honum er gjarnt að taka svipaða afstöðu til dýra og manna, mundi hann telja bessa þennan yfirgangssegg, er neytti aflsmunar í „Þágu hins illa“. En gamli maðurinn þagði við fréttunum og þaö var Cooper, sem varð sjálfur að koma fram með þá uppástungu, að þau færu og reyndu að vinna björninn. „Æ, Cooper minn góður“, sagði Hemingway. „Ekki getum við láð birni þótt hann hagi sér eins og björn“. Cooper reyndi að færa fram rök fyrir uppá- stungu sinni, og þegar Hemingwav neitaði að taka nokkurn þátt í aðförinni, lýsti Coopec yfir því, að liann færi þá einn og freistaði að leggja bangsa að velli. „Allt í lagi“, sagði Hemingway. „En þá ætla ég að kaupa kassa af bjór og sitjí fáð drykkju með birninum og rabba við hann nóttina áður en þú fellir hann“. Það fór svo að Cooper gekk ekki á hólm við björninn. Þegar Hemingway vinnur að skáldverkum sín- um, hefur hann hemil á mælsku sinni. Það er sjaldan, að hann skrifar meira en fimm hundruð orð á dag, svo að hann sé ánægður með árangur- inn. Þar fyrir er ekki sagt að hann skrifi ekki margfalt fleiri orð á dag, en yfirleitt verða það ekki nema um fimm hundruð af þeim, sem finna náð fyrir augum hans. Hann skrifar mjög hægt, athugar hvert orð nákvæmlega, ekki aðeins meiningu þess heldur og hljóminn, rétt eins og hann væri að yrkja kvæði. Þegar hann hefur lokið dagsverkinu það er oft ekki fyrr en undir morguninn — æðir hann um í leit að einhverjum, sem hann geti lesið það, ;sem hann hefur skrifað. Oftast er það konan hans, sem fyrir því verður, en hittist svo á að einhver Jsé gestkomandi á heimilinu verður sá hinn sami að láta sér lynda að setjast í stól og hlýða á lest- "urinn, og það eins þótt hann hafi ekki minnsta • vit á bókmenntum, sitja og hlusta á Hemingway lesa Hemingway og svara siendurteknum spurning- um hans: „Hljómar þetta ekki vel, ha?“ „Hittir þetta ekki í mark?“ „Fólk tekur þannig til orða, ha?“ Hvar sem Hemingway er staddur í hópi manna, er það hann, sem annast „samræðurnar“ — einn fyrir alla. Ekki alls fyrir löngu komst hann þannig að orði, að margir hefðu gaman af að „sjá ný andlit“, en honum væri þannig farið, að hann vildi umfram allt „kynnast nýjum eyrum“. En þótt hann láti móðan máisa hlustar hann líka. Það sést bezt, séu athugaðar setningarnar, sem hann leggur í munn skáldsagnapersónum sínum, að hann hlustar af athygli á það sem sagt er i kringum hann. Hvernig hann fer að því, og hafa þó alltaf orðið sjálfur, er jafnvel nánustu vinum hans hreinasta ráðgáta. Viðhorf Hemingways gagnvart klæðnaði og föt- um yfirleitt, veldur vinum hans talsverðum áhuggjum oft og tíðum. Yfirleitt einkennist það viðhorf ekki aðeins af hirðuleysi heldur blátt áfram andúð. Beltið er sú eina spjör, sem hann ber nokkra virðingu fyrir, og eflaust yrði honum það hið mesta fagnaðarefni, ef það kæmist i tizku að fólk klæddist belti eingöngu. Ekki verð- ur því móti mælt að belti er hentugt plagg; i það rná hengja hnífa, öngla — og jafnvel ferða- pela. Þá geta beltin' og verið hin skrautlegustu plögg, og Hemingway færir það fram máli sinu til sönnunar, að margir kvnþættir í Afríku klæð- ist ekki öðru, og þó aðeins til skrauts. Eitt er það belti í eign hans. sem hann hefur hið mesta dálæti á og ber hvar og hvenær sem er Þetta er voldugt leðurbelti, og var áður borið af háttsettum nazistaforingjum, en Hemingway komst

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.