Vikan


Vikan - 10.12.1959, Blaðsíða 49

Vikan - 10.12.1959, Blaðsíða 49
?Ó/ fagnaðarhátíð Framliald af bls. 11. í viðkomandi hring, er sýndu, hvernig veðrið haíði verið þann daginn. íslenzkt jólahald. Það mun hafa verið forn siðvenja hérlendis að halda nokkuð upp á föstuinnganginn, aðallega að gera sér dagamun í mat. Sums staðar á landinu var það siður, að eitthvert kvöldið 1 íyrstu viku jólaföstu brá húsmóðirin sér fram í búr og skammtaði fólkinu á hrokafull föt það, sem bezt var þar matarkyns, svo sem hangikjöt, magál, sperðil, pottbrauð og flatbrauð, og sparaði ekki viðbitið, flot og smjör. Þótti mest til koma, að enginn vissi neitt, fyrr en skammturinn var inn borinn; var Þá hœtt i skyndi prjóna- skap og vefnaði og setzt að snæðingi, og þótti ekki riflega skammtað, ef upp varð etið, enda geymdu sér margir nokkuð 'af kvöldskatti þessum i marga daga og fengu sér bita við og við. Það var og til, að hjúin lögðu saman í kvöldskatt til glaðnings sér og hús- bændunum. Aidrei var hamazt eins við tóvinn- una og vikuna næstu fyrir jólin; bæði var þá hvíldin fram undan og svo reið á að koma sem mestu í kaup- staðinn fyrir jól, svo að skuldin hjá kaupmanninum stæði ekki fram yfir nýár. Var þá oft gripið til vökustaur- anna eða augnateprunnar, eins og þau tæki voru einnig nefnd, en þau voru gerð úr smáspýtu eða beini úr hert- um þorskhausum og sett á augnalokið,. þannig að sársauka olli að láta aftur augun. Því var vika þessi víða nefnd staurvika. Fyrir iól var allt þvegið og sópað, öll nærföt Þvegin, jafnvel rúmföt líka; jafnvel mestu sóðar gengu þokkalega til fara um hátíðina. Það var gömul trú, að guð léti koma þíð- vindi og þurrk fyrir jólin, og var það kallaður fátækraþerrir. Víðast hvar var siður að fara í kaupstaðinn rétt fyrir jólin; fengu þá margir sér á jólakútinn, en slík var helgi jölanna, að margir, sem annars voru drykkju- hneigðir, brögðuðu ekki áfengi á jóla- nótt eða jóladag. Gömul venja var að slátra kind fyrir jólin til þess að hafa nýtt kjöt á hátíðinni, og var það köll- u'ð jóláær — og Það eins, þótt sauður væri. Eins og annars staðar á Norðurlönd- um var margt Það í sambandi við jólahátíðina, sem rekja mátti aftur i heiðni og gráa forneskju. Um jólin var allt illþýði á ferð, tröll og óvættir og annað slikt hyski, og gerði allt illt af sér, sem Það mátti, og þá eink- um Grýla gamla, en hún fór þá á kreik til að hirða óþekka krakka, er hún hafði til búsilags sér og Leppa- lúða, karli sínum, um hátíðina Kippti henni þar í kyn við tröllahyskið, að vilja hafa nýtt mannakjöt um jólin, __ en því til sönnunar er sagan um Gretti og flagðið i fossinum, sem varð að fá sér mennskan mann 1 soðið hver jól. Þó voru jólasvemarnir emna merki- legastir af öllu þvi ófresku, sem var á hreyfingu um jólin. Enda þótt sum- ir teldu þá ekki nema níu, eins og segir í vísunni, voru Þeir víðast hvar taldir þrettán. Kom hinn fyrsti þrett- án dögum fyrir jól og síðan einn á dag, en hinn þrettándi og síðasti á sjálfa jólanóttina. Tíndust þeir síðan á brott á sama hátt, einn og einn, og hinn siðasti á þrettándanum. Þeir 'voru synir þeirra Grýlu og Leppa- lúða og báru ýmis nöfn, en þessi voru algengust: Stekkjarstaur, Giljagaur, Stúfur, Pottasleikir, Hurðaskellir, Faldafeykir, Skyrgámur, Askasleikir, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gátta- þefur, Ketkrókur og Kertasníkir. En svo voru líka aðrir jólasveinar og raunar líka jólameyjar á ferðinni um þetta sama leyti. Það var nefnilega siður viða um land að skrifa á miða nöfn allra gesta, sem bar að garði á jólaföstunni, og var síðan dregið um þá á jólanótt; drógu konur miða með karlmannsnafni, en karlar með kven- mannsnafni, og hreppti þannig hver manneskja á heimilinu sinn jólasvein eða sina jólamey, og varð oft mikið gaman af. Þríheilagt var á jólum eins og raun- ,ar öllum stórhátíðum hér á landi fram að 1770, en þá var það numið úr lögum. Gat þá orðið fjórheilagt á jól- um, ef aðfangadag eða fjórða i jólum bar upp á sunnudag, og hétu branda- jól, en síðan heita það brandajól, ef þríheilagt er. Stóru brandajól kallast, ef Þorláksmessu ber upp á sunnudag. Fram að 1744 tíðkaðist það, að messað væri á jólanótt, og þóttu slík hátíðar- ibrigði, að allir sóttu kirkju, sem máttu, ef fært var, og var þá oft ekki nema ein manneskja heima til að gæta bæjar. Það reyndist þó oft hættulegt, því að huldufólki var mjög í mun að geta haldið jólagleði sína í mennskra manna híbýlum með dansi og veizlu- fagnaði, og til var það líka, að tröll kæmu og vildu ná á sitt vald þeim, sem baæ'arins gætti. En hver sá, sem gat ekki falið sig, svo að huldufólkið kæmi ekki auga á hann, eða lét jafn- vel freistast til að taka þátt í gleði þess, var annaðhvort horfinn fyrir fullt og allt, þegar fólk kom heim frá kirkju, eða hann var dauður eða þrjálaður. Jólalestur var lesinn klukkan sex á aðfangadag. Voru þá allir búnir að þvo sér og komnir í betri fötin, en að lestri loknum var jólamatur á borð borinn. en kaffi og lummur seinna um kvöldið. Ekki mátti dansa eða spila á iólanótt, þvi síður rífast eða hafa ljótan munnsöfnuð. Jólanóttin var helgasta nótt ársins. og mun svo enn víðast hvar. Þá var siður að láta ijós loga hvarvetna á bænum, svo að hvergi bæri skugga á, og enn halda margir þeim sið að láta ijós loga í hibýlum alla jólanóttina. Þegar búið var að sópa bæinn og Ijós kveikt, gekk húsmóðirin kringum bæjarhús- in. ,.bauð álfum heima" og sagði: ..Korni þeir, sem koma vilja, veri þeir, sem vera vilja, fari þeir, sem fara vilja, mér og minum að meina- lausu." Það er ótrúlegt en satt, að kristnin hefur tekið margt af helgisiðum sín- um úr heiðni, breytt þeim og yfir- fært og gert að sínum. Og þetta á ekki hvað sízt við um jólin og ýmsar þær veniur og siði, sem standa í sam- bandi við þau. 1 Rómaríki að fornu var haldin hátíð mikil til heiðurs Satúrnusi í lok desembermánaðar á ári hverju, en Satúrnus var landbúnaðarguð og um margt hliðstæður Frey norrænna þjóða. Svo mikil helgi var á hátíð hans, að enginn mátti verk vinna, og ekki nóg með það, heldur varð og að fresta bæði dómum og refsingum fram yfir hátíðina og jafnvel þrælum leyfð- ist að fara frjálsir ferða sinna. Vinir skiptust á gjöfum, þeirra á meðal litlum vaxkertum svipuðum þeim, sem við látum loga á jólatrjám — en börnum voru gefin leikföng úr leir. Og þótt einkennilegt megi virð- ast, þá var Satúrnusarhátíð Rómverja sér í lagi hátið barnanna, öldungis eins og jólahátíðin í kristnum sið. Dag eftir dag dansaði fólkið um götur og stræti, klætt hinum fárán- legustu búningum, söng og lék á strengjahljóðfæri, klingdi bjöllum og barði bumbur og hrópaði i gleði- hrifningu: „Io Saturnalia!" Og einn slíkan hátíðisdag gerðist atburður sá í einu af afskekktustu löndum Rómaveldis, sem átti eftir að hafa ófyrirsjáanlega mikilvæg áhrif. Maður nokkur og kona, Jósef og María að nafni, fengu hvergi gistingu í ættborg sinni, Betlehem, og fyrir það fæddist þeim sonur í jötu í fjárhúss- helli. í fullar tvær aldir var almenningi algerlega ókunnugt um fæðingu Krists. Þeim atburði var ekki neinn dagur helgaður, engin hátíðahöld fyrirskipuð af þvi tilefni. Hins vegar var það fyrirboðið þrælum og öðrum, sem höfðu látið skírast, á hinu stranga tímabili frumkristninnar, að taka þátt I Saturnushátíðunum, sem smám sam- an höfðu breytzt í siðlausar ofdrykkju- og nautnahátíðir. En svo gerðist það síðla á fjórðu öld, að lýst var yfir því, að 25. desem- ber væri fæðingardagur Krists. Það var sannarlega tilefni fagnaðar og hátíðahalds, og þannig varð kristnin til þess að endurreisa Satúrnushátíð- ina í einfaldari og háleitari merkingu — sem hátið hamingiunnar og gleð- innar. Enn í dag tíðkast það meðal bænda á Suður-ltalíu, að börn- um eru gefnar í jólagjöf leirbrúður, oít gerðar af miklu listfengi, hand- málaðar og klæddar, og nefnast þær „pastori11, eða fjárhirðar. 1 Napoli eru viss hverfi, þar sem flestar fjölskyld- ur vinna að þvi fyrir hver jól að fram- leiða „pastori" til sölu, og hefur sú list gengið að erfðum kynslóð eftir kynslóð. Niu dögum fyrlr jól er fjárhellir- inn fullgerður, og fjárhirðarnir standa umhverfis jötuna, sem enn er tóm, því að enn er frelsarinn ekki fæddur. Það er ekki fyrr en á núnda degi, að litla brúðubarnið er lagt í jötuna og kveikt á kertunum. Þegar jólum lýk- ur. er slökkt á kertunum og búið um fjárhellinn og hirðana til geymslu þangað til á næstu jólum. Sumir af helgustu jólasiðum okkar — eins og til dæmis kertaljósin — eiga þannig rætur sínar að rekja aftur i gráa forneskju, en breyttust til sam- ræmis við kristnar hugmyndir og hugsunarhátt, þegar 25. desember var gerður helgasti dagur allra kristinna manna og um leið mikilvægasti dag- ur í mannkynsögunni. Margt hefur komið fram einkenni- legt í sambandi við þennan dag, 25. desember. Fornfræðingar, sem unnu að uppgrefti á Cápitolium I Róm, íundu sér til mikillar undrunar æva- fornt, rómverskt dagatal innan um marmarabrot og annað rusl. Það, sem einkutn var merkilegt við það, var setningin, sem letruð var við dagsetn- inguna 25. desember — „Natalis Solis Invictis“ eða fæðingardagur sólarinn- ar. Þó er talið áreiðanlegt, að daga- tal þetta hafi verið gert löngu fyrir kristni. Hending? Ef til vill. Og þó er því þann veg farið, að einmitt þann dag er talið, að „sonur ljóssins“ hafi fæðzt i þennan heim. Höfum ávallt til fjölbreytt úrval af OÍTURUM Viðurkennt vörumerki Otvegum einnig og seljum allar tegundir hljóðfæra EINK AUMBOÐSMENN: Hljóðfcerav. Sígríðar Hdgadóttnr VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.