Vikan


Vikan - 10.12.1959, Blaðsíða 39

Vikan - 10.12.1959, Blaðsíða 39
um andmælin. Hann vissi að vopn þau er Úlfar og fylgifiskar hans beittu, voru tvíeggjuð og því auðvelt að leggja þeim til vegendanna sjálfra, en hann hafði ætíð virt sjálfan sig meira en svo, að hann hefði nokkru sinni tamið sér slíkan vopna- burð. Frú Áslaug gekk vasklega fram í því að bera gestunum veitingar, og gaf sér því lítinn tíma til að fylgjast með samraaðunum við borðið, þar sem maður hennar og Úlfar sátu, og þaðan af síður lagði hún nokkuð til mála. Hún gerði engan mun gesta sinna og var jafn kurteis og alúðleg í viðmóti við þá, sem harðast gengu fram í að- förinni að manni hennar. En þeim, sem gleggstir voru og gáfu henni nánastar gætur duldist þó ekki að henni var ekki eins létt um bros og endranær. Þeir, sem heyrt höfðu orðróminn um hana og Úlfar Bergsson hugsuðu margt, jafnvel þeim, sem mátu mannkosti Páls duldist ekki hvílíkur regin- munur var á ytra útliti þessara tveggja manna. Úlfar var áreiðanlega einn þeirra manna, sem konur unna heitt og gleyma seint, og ef hér var um forna ást að ræða var ekki ólíklegt að loga tæki á ný í gömlum glæðum. V. 1 þann mund, sem kirkjufólkið bjóst til heim- ferðar kom maður að sækja prestinn til að skíra veikt ungbarn. Prestsfrúin var umkringd gestum, sem voru að kveðja hana og þakka fyrir góðgerð- irnar og vissi því ekki fyrri til en maður hennar stóð ferðbúinn á hlaðinu. „Hvert eru að fara Páll?!“ kallaði hún upp yfir sig. „Fram að Syðstabæ að skíra litla barnið þar, það er svo mikið veikt, að því er vart hugað líf.“ Áslaug gekk til manns síns og gætti að þvl, hvort hann væri vel búinn til ferðarinnar. Hún var alúðleg og nákvæm að vanda en fámælt. Þegar hann reið úr hlaði gekk hún á leið með honum. „Þú verður ekki lengi að heiman, Páll?“ Það var áhyggjufullur spurnartónn 1 röddinni. „Neei,“ svaraði hann dræmt. Þetta stuttaralega svar kom illa við hana og þaggaði niður það, sem hún hafði ætlað að fara að segja. Ekki bætti það úr skák, að hann kvaddi hana, áður en hún sýndi nokkur mót þess að snúa heim. „Vertu nú sæl, Áslaug mín.“ „Vertu sæll, Páll, gangi þér vel.“ Það snart hann undarlega og sárt eins og fyrir- boði illra örlaga, að hún hafði nefnt hann skírn- arnafninu en ekki vin, eins og vandi hennar var. Honum hafði alltaf fundizt að í þetta ávarpsorð leggði hún allt sitt fegursta, traust sitt og ást. Hann horfði á eftir henni, þar sem hún gekk heim fasttroðna brautina, sem lá eins og sund milli djúpra fanna. Engin kona þar um slóðir var glæsilegri að vallarsýn og tignarlegri á göngu og í öllum hreyfingum en Áslaug, og nú fannst síra Páli, sem þessi glæsibragur, er ávallt hafði glatt hann áður væri nú sem hrópandi ásökun gegn honum. Ég hefði átt að sjá það fyrr, hugsaði hann helsærður í hjarta, að slikur gimsteinn, sem hún er of dýrmætur fyrir mig. Ég er enginn maður til að gera þessa konu hamingjusama, og get ekki einu sinni barizt fyrir þvi að halda hug hennar hjá mér, því að svo aumur er ég, að þegar allt er í veði, sem lífshamingja min byggist á, fer ég í felur eins og dauðsært dýr, hræddur við að höfða til meðaumkvunar hennar og legg í lófa honum tækifærið til að hverfa hug hennar til sín. Ég hefði átt að taka manninn með mér í þessa ferð, eða koma honum í burtu af heimil- inu á einhvern annan hátt áður en ég færi. En svona er ég, úrræðalaust lyddumenni, sem Áslaug hlýtur að fyrirlíta, ef hún þá ekki aumkar mig of mikið til þess. Það marraði í snjónum undir fótum hestsins, en annars var allt hljótt, í skammdegismyrkrinu sá lítt til kennileita, en prestur hafði troðna slóð og ratvísi hestsins við að styðjast, sjálfur var hann ekki sérlega glöggur ferðamaður. Það var líka eins og meðfædd nærsýni hans hefði alla tíð dregið úr sjálfstrausti hans á þessu sviði; sjálfstraust hans hafði nú reyndar aldrei verið ýkja mikið, en þó varla nokkurn tíma minna en það var nú. „Áslaug mín, Áslaug á Hrauni," sagði hann hálfhátt, en orðin létu í eyrum hans eins og neyðaróp. Við þessa konu, heimili sitt og sókn hafði hann bundið sínar fegurstu framtíðarvon- ir. Allar sínar framtíðarvonir fannst honum, þeg- ar hann hugsaði nánar út í það. Aldrei fyrr hafði hann dregið í efa að þessar vonir mundu rætast. Já, honum var farið að finnast að þær hefðu ræzt. Nú var allt viðhorf hans til lífsins breytt, sá ótti, sem koma Úlfars hafði vakið hafði ekki verið ástæðulaus ótti manns, sem yfirþyrmist af gamalli og rótgróinni minnimáttarkennd, heldur hafði óskeikul innri vitund vísað honum þar á rétta leið. Áslaug hafði unnað Úlfari, og ef til vill lítil breyting á því orðið, þó að hún gengi að eiga annan mann, enda gat verið að þar hefði mestu um ráðið stórmennska og særður sjálfs- metnaður, hún unni honum vafalaust enn og hafði hvílt í faðmi hans kvöldinu áður, þegar hún vís- aði honum til sængur, og ef til vill síðar. Hvernig gat hann vitað um, hvað þeim haíði farið á milli þá stund, sem hann sat eins og á glóðum yfir ræðu, sem honum tókst þó aldrei að festa hugann við. Hvað vissi hann. — Þegar hann kom úr kirkjunni eftir messugerðina og leitaði sér afdreps í svefnherbergi sinu varð hann áheyrandi að samtali tveggja kaupstaðarbúa, sem komu upp á loftið og stöldruðu þar á skörinni. Þeir reyktu vindla og ræddust við af lítt dulinni meinfýsi og ekki sérlega lágværir: „Það er ekkert vafamál að hún var trúlofuð Úlfari áður en hann fór i siglinguna," sagði ann- ar maðurinn, sá er þóttist málavöxtum kunnugri. „Furðulegt, að ekkert skyldi verða úr þvi hjóna- bandi, jafn bráðvel og þau sýnast eiga saman, bæði svona glæsileg og greind." „Það er nú svona, margur er kátur maðurinn og meyja hneigð fyrir gaman. Úlfar hefur fram að þessu ekki þótt neitt afbragð anarra manna, þegar konur hafa átt hlut að máli. Hann hefur lifað hátt og leikið sér dátt, maðurinn sá. Honum hefur ugglaust þótt gott til fanga þar ytra og þá lítt hirt um, hvort unnustunni, sem heima beið líkaði betur eða verr.“ „O, hrappurinn! En fyrir það sama hefur hann misst af konunni. Hún hefur verið of stórlát til að þola, og gengið að eiga síra Pál, en það er svo sem auðséð að Úlfar blóðsér eftir henni og vill fá hana aftur fyrst hann gerir sér ferð hing- að um hávetur til að finna hana.“ „Ugglaust sjá þau hvort eftir öðru, og sem betur fer þarf ekki fljótfærnishjónaband að lengj- ast í ævilangt eymdarstrik. Ég skil ekki í þvi að mínum manni verði skotaskuld úr því að kippa þessu í liðinn, hann sýnist vera maður fyrir því sem meira er, hann Úlfar Bergsson." — Þetta samtal hafði staðfest þann grun prests- ins, að Áslaug hefði unnað Úlfari, og nú var hann kominn til hennar, kominn til að tendra ást hennar að nýju, ef hún hafði þá nokkurn- tíma kulnað út. Hvað mundi slíkur maður, sem Úlfar hirða um það, Þó að hann leggði alla lífs- hamingju annars manns í rústir, ef hann sjálfur fengi það, sem hann girntist. Það var óbærileg tilhugsun að Áslaug skyldi ekki hafa sagt honum, sagt manninum sinum, allt eins og var um ástir þeirra Úlfars, óendan- lega sárt, og þvínær óskiljanlegt, að hún skyldi ekki hafa sýnt honum þá einlægni, og þá hefði — Þú verður ekki lengi að heiman, Páll? Það var áhyggjufullur spurningar- tónn í röddinni. — Neei, svaraði hann dræmt. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.