Vikan


Vikan - 10.12.1959, Blaðsíða 20

Vikan - 10.12.1959, Blaðsíða 20
Veturliði með Indíánakúnst Abstraktmálverk ? Ö-nei, Indíánalist beint úr villta vestrinu. En bað er raun- ar margt skylt með abstraktlist nútím- ans og skreytingarlist frumstáeðra þ.ióða: Aðaláherzlan er lögð á formin. En nú er Veturli.ði hættur að mála abstrakt og nær sér i yrkisefni úr íslenzku lands- lagi. Við komum til hans ekki alls fyrir löngu að Lækjarbakka við Borgartún og sáum þar mjög merkilegt, alþjóðlegt safn listmuna, sem Veturliði hefur kom- izt yfir á námsárum sínum. Við segjum meira frá heimsókninni að Lækjar- bakka á næstunni. 3 sekúndur óliíaðar Myndin tíl hægri er einstakt „dókú- ment“ frá stríösárunum, — þögul frá- sögn af mannraun, sem enginn liefur kunnaö frá aö segja. Þaö var veturinn 191,3. Ensk sprengjuflugvél kom auga á þfjzkan kafbát á Eystrasalti og varp- aöi niöur sprengju. Kafbátsmenn uröu flugvélarinnar varir og komu bátnum 12 metra undir yfirborö sjávar, áöur en fyrsta sprengjan féll. Skipverjar á kaf- bátnum héldu niöri í sér andanum í ofvœni. Þeir vissu, aö þrjár sekúndur líöa, frá því aö sprengja hittir sjóinn og þar til hún springur. Þeir vissu líka, aö nú var teflt um líf eöa dauöa. Einn skipverja tók fram kvikmyndavél og setti hana í gang. Þegar hún haföi snú- izt nokkur sekúndubrot, sprakk sprengj- an. Hún hitti kafbátinn, og liann sökk á 20 metra dýpi. Þar hefur hann legiö, þar til amerísku björgunarfyrirtœki tókst aö ná honum upp. Kvikmynda- vélin var óskemmd, og filman var fram- kölluö. Hún sagöi söguna af siöustu andartökunum í lífi skipshafnarinnar. Þau hafa fundið guð Þau eru mjög veniulegir unglingar, Jan Klaus og Gudrun. Þau eiga heima í Gautaborg, þar sem foreldrar beggja búa. Þau ganga í skóla sex daga vikunnar og , skera sig ekki úr unglingaskaranum. Og þegar skóla- | systkini þeirra fara á laugardagskvöldum í gleðihverf- | in við Vastergatan, þá fara þau með, en áfangastaður- | inn er annar. Þar við götuna eru einnig höfuðstöðvar Hjálpræðishersins, og þangað fara þau Gudrun og Jan Klaus. Þar vitna þau og syngja sálma við flöktandi bjarma kertanna, meðan jafnaldrarnir reika milli skemmtistaðanna úti á götunni. 5® HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr.): Þú verður mjög lánsamur 5 þessarri viku, nema hvað á einu sviöi virðist allt ganga á afturfótunum fyrir þér. Vinur þinn, sqm hefur hjálpað þér undanfarið bregzt þér nú skyndilega fyrir tilverknað annarra, og þú mátt ekki leggja það honum til lasts. NautsmerkiÖ (21. apr.—21. mai): Þú skalt ekki ganga að neinum kjánaleg- um skilmálum þessa viku og yfirleitt skaltu forðast að skrifa nafnið þitt und- ir mikilvæg skjöl eða bréf. Þessi vika er hjónum til mestra heilla, einkum nýgiftum. Þeir, sem fæddir eru nálægt 20. maí munu nú lifa eina af skemmtilegustu vikum ævi sinnar. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júni): Þér vegnar vel, liklega á vinnustað, og það hleypir auknum kjarki í þig. Ef þú „skuldar" einhverjum heimsókn, virðist fimmtudagur vera einkar hentugur til sliks. Um helgina gerist eitthvað ákaflega spenn- andi, en hvort það er jákvætt eða neikvætt vilja stjörnurnar ekkert um segja. Heillatala 7. Krabbamerkiö (22. júní—23. júll): Þú lendir í harðri samkeppni í þessarri viku, og ef þú missir ekki þolinmæðina, munt þú um siðir verða ofan á. Seint um kvöld, jafnvel um miðja nótt, — líklega um helgina, — mun þér komið illilega á óvart. Ljósmerkiö (24. júlí—23. ág.): Vertu alltaf á varðbergi þessa viku. Þú mátt ekki treysta náunganum i blindni, og einhver, sem á einhvern hátt er tengdur þér, virðist alls ekki eins saklaus og þú hcfur haldið til þessa. Á miðvikudag gerist dálítið, sem í fyrstu virðist smávægilegt, en síðar mun annað koma í ljós. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Til- finningasemi kunningja þíns kemur þér og honum í ljótt klandur og þú þarft á allri þinni kænsku tii þess að ráða fram úr þeim vanda. Heima hjá Þér snýst allt um aðeins eitt alla vikuna. En framar öllu er þessi vika- gamalmennum til mikillar Heillatala 3. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Þú verður að vera fljótur að hugsa ef allt á ekki að lenda í vandræðum. Líklega gerist þetta í sambandi við samkvæmi eða einhvers konar samkomu. Um helg- ina eru miklar líkur á Því að þú eignist tryggan framtiðarvin. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þú færð lítinn tíma til þess að sinna eigin málum þessa viku, því að menn leita ráða hjá þér og liðsinnis úr öllum átt- um. Allt bendir til Þess að Þú getir ráðið þessu flestu, og verður það til þess að enn betur vináttu þína og kunningja þinna. Heillalitur gráblátt. BogmaÖurinn (23 nóv.—21. des.): Mað- ur eða kona, sem hefir litið snert þig til þessa verður skyndilega það sem allt snýst um þessa viku. Þú munt komast að raun um, að þú hefur gert þér al- rangar hugmyndir um þennan mann eða konu. Á föstudag munt Þú fara í dálítið nýstárlega ferð. GeitamerkiÖ (22. des.—20 jan.): Þessi vika verður einkarlega tíðindalitil, og ef ekki verður fyrir tilverknað kunn- ingja þinna, hlýtur vikan að verða sérstaklega leiðinleg. Þú verður að vera sjálfum þér nógur þessa viku og gera þér lítið að góðu. Vatnsberinn (21. jan.—19. febr.): Ein- hver kunningi þinn heimsækir þig eitt- hvert kvöldið, og þið snúið ykkur nú skyndilega að verkefni., sem kreíst mik- illar vinnu og nostursemi, en er einnig ákaflega skemmtilegt. Þið munuð sinna þessu í frístundum ykkar um hrið. _______ Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Þótt allt virðist ganga að óskum, er eitthvað, sem þú ert ekki allskostar sáttur við, líklega lætur Amor ekki að stjórn. Biddu í svosem hálfan mánuð, bá mun allt blessast. Konum býðst einstakt tækifæri þessa viku, sem þó fæstar hafa kjark í sér tii að færa sér i nyt. Heillalitur blátt anægju. fram úr tryggja

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.