Vikan


Vikan - 10.12.1959, Blaðsíða 38

Vikan - 10.12.1959, Blaðsíða 38
„Þú hefur víst á réttu aS standa," sagði hún eftir stundarþögn. „Það er enginn tími til þess, kirkju- fólkið er farið að streyma í hlað'ð.“ Hún leit út um gluggann og hrópaði svo upp yfir sig undrandi: „Nei, s.i4ðu Páll. það kemur fjöldinn allur af kaupstaðarfólki, það er þó ekki vant að sœkja kirkju hingað. Hvað skyldi nú vera á se:'ði?“ „Bezt gaeti ég trúað að það væri í einhverskonar forvitnisferð." Áslaug roðnaði. Sennilega hafði koma Úlfars að Hrauni orsakað þessa óvæntu og óvanalegu kirkjurækni. Ekki var óliklegt að vinafólk Úlfars í kaupstaðnum vissi hvaða samband hefði verið milli hennar og Úlfars áður og ekki legið á þeirri vitneskju sinni, og nú fýsti fólkið að sjá þessa fyrrverandi elskendur saman og sannprófa hin gömlu vísdómsorð, að lengi lifi í gömlum glæðum. —-------Þegar Áslaug sat í kirkjunni og hlýddi á jólaprédikun manns síns varð henni ljóst að hann naut sín engan veginn, og á þessari stundu gegndi hann aðeins þungri og erfiðri embættis- skyldu; og það sem verra var við þær óvanalegu aðstæður að í þetta sinn voru margir meðal áheyrenda hans komnir í hús guðs með því hugar- fari að leita höggstaðar á presti og veitast síðar óspart að snöggu, blettunum, sem þeir kynnu að finna. Það var þégar talið fullvíst, að síra Páli mundi verða í framboði til Alþingis við næstu kosningar og þá skæðasti keppinautur kaupmanns- ins i Fjarðarkaupstað, og af mörgum talinn mjög liklegur til að vinna þingsætið Síra Páll var orðinn stórum atkvæðameiri í héraðsmálum síð- an hann kvæntist, og þótti orð'ð illbolandi, þeim, er fannst hann sitja sér fyrir liósi. Nú skvldi gagn- sókn hefjast. Hvað hún skiidi þetta vel. frúin á Hrauni. Og þó — eða var það einmitt þess vegna, sem hún gat ekki stillt sig um að leggja gagn- rýniseyrun við orðum manns síns og hugsa jafn- framt til Úlfars Enda þótt hún forðað'st að líta á hann vissi hún eigi að síður, hvernig hann mundi hálflygna augunum og brosa hæðnislega út i ann- að munnvikið, hann vissi sem var að honum mundu vera gefnar gætur og setti sig því ekki úr færi með að láta álit sitt í ljós með þessari að því er virzt gat ósjálfráðu fyrirlitningu. Frú Áslaug var ekki í vafa um, að þrátt fyrir trú- leysi sitt hefði Úlfar leikandi getað samið glæsi- legri jólaræðu on þá, er maður hennar flutti nú. Hún þekkti líka hnífskarpa eftirtektargáfu Úlfars og hvernig hann gat hlustað, svo að ekkert fór fram hjá honum, og munað það, sem hann vildi muna. Nú var hann sjálfsagt í huganum að sundurliða ræðu síra Páls og læra þær setn- ingar, sem takast mætti að gera hjákátlegar væru þær hrifnar út úr eðlilegu samhengi. Hún gat ekki við það ráðið, að hún heyrði sumt af orð- um Páls með rödd Úlfars eins og hann mundi breyta henni, er hann hermdi eftir Páli og gerði sér far um að gera hann hlægilega grunnfærinn og bókstafabundinn í augurn þeirra, sem ekki þekktu hann, eða ekki vildu sjá annað í fari hans, en það, sem hægt væri að leggja út honum til háðungar. Henni hitnaði æ því meira i hamsi, sem lengra leið á guðsþjónustuna, prestsfrúnni, og tilfinningar hennar voru æði blendnar. Gáfur Aðalpersónur: • Áslaug, prestsfrú á Hrauni • Sr. Páll, eiginmaður hennar • Úlfar Bergsson, heildsali eftir Þórunni Elíu Magnúsdóttur og ytri glæsileiki Úlfars var henni augijós, ef til vill fremur nú en nokkru sinni áður, í saman- burði við hann var síra Páll víst ekki mikill fyrir manna sjónum, en hann hefði átt aö standa sig betur, hann hefði þó að minn.sta kosti getað flutt hessa jólaræðu sína í snjallari tón og lagt sig betur fram við að tóna. En það var einhver dæmalaus vandræðabragur yfir þessu öliu Aumnigja Páll! Hún leit til Úlfars, en han.u var þá einmitt að horfa á hana rannsakandi augum og þannig á svip, sem honum væri verulega skemmt og vildi helzt gera hana þátttakanda í því. Hún leit strax af honum aftur, en þó ekki svo fljótt að hún sæi ekki sigurhrós hans og hún horfði flöktandi og stefnulaust um kirkjuna og bæði fann og sá hvernig þeim báðum voru gefnar gætur. Ef til vill dró það ögn úr athyglinni á ræðu manns hennar og allri þjónustugjörð. Brennheitur roði gaus fram í kinnar hennar, svo að hún tók ósjálf- rátt hendi fyrir andlit sitt likt og hún bændi sig. Prestsfrúin á Hrauni var bæði hrygg og reið við fyrstu jólamessuna hjá manni sínum. — Að lokinni guðsþjónustu buðu prestshjónin öliu kirkjufólkinu til kaffidrykkju eins og vandi þeirra var. Messukaffið á Hrauni var orðið frægt síðan Áslaug kom þangað. Stóru vænghurðinni milli skrifstofunnar og borðstofunar var rennt til hliðar og borðum slegið upp eftir báðum þeim stofum endilöngum. Prest- inum fannst hann tilneyddur að sýna Úlfari sér- staka alúð og kurteisi þar sem hann var öðrum fremur gestur heimilisins og setti hann því sér v:ð hlið er setzt var að borðum, enda virt'st hann ætlast til þess, en það varð svo til þess að kaup- staðarbúarnir ruddust að borð'nu til þeirra og sýndu brátt að þeir voru í vígahug og skyldi nú þjarmað að presti, pólitískum andstæðing og skæðum keppinaut um traust og vinsældir innan héraðs Fyrst voru trúmálin tekin fyrir og átti Úlfar þar upptökin. Hann lét i ljósi þá skoðun, að kristindómurinn, eins og prestarnir túlkuðu hann, fullnægði ekki lengur trúarþörf manna og væri ekki í samræmi við nútima hugsunarhátt, sérhver sannindi hlytu þó að eiga í sér þann end- urnýjunarmátt, að þau væru fólkinu sífellt sem nýr boðskapur í fullu samræmi við framþróun og aukna víðsýni. Hann fjölyrti um þá presta, sem ekkert hefðu að segja frá eigin brjósti, en hyldu andlega fátækt sina með því að þrástag- ast á ritningargreinum og tilvitunum frá Pétri og Páli, þeir gæfu fólkinu steina fyrir brauð í staðinn fyrir að næra trúarþörf þess. Orð þeirra væru gjallandi málmur og hvellandi bjalla, og þeir stæðu frammi fyrir söfnuði sínum eins og setiö á sér lengur, en tekur frúna í faöm sér og kyssir ákaft. Daginn eftir á séra Páll aö messa aö Hrauni. Honum hefur gengiö sérlega illa aö semja rœöuna, enda veldur fiaö honum áhyggjum, að hafa boöið Úlfari heim á jólunum — liann veit ekki hvert samband þeirra Áslaugar hefur veriö fyrrum — — — 3. HLUTI leiðir og lúnir verkamenn, sem með hangandi hendi vinna Það verk, sem þeir hafa ráðið sig til. Úlfar var nógu kænn til að láta líta svo út á yfirborðinu sem hann ræddi málið almennt, en haga þó orðum sínum þannig, að áheyrendum hlyti að verða hugsað til ræðu prests. Presti varð þungt um svör, hann var beygður yfir mistökunum með ræðu sína, og honum var ekki sú list lagin að bregða sér í annarlegt gervi, dylja hug sinn og slá um sig með stórum orðum, þegar honum fannst hann vera smæztur allra. Hann hafði líka íengið skeyti beint í hjartastað. Pwétt eftir að hann kom úr kirkjunni hafði hann heyrt ávæning af samtali manna um konu sína og Úlfar. Úifar færðist allur í aukana, er hann fann hve vörnin var veik Þegar hann hafði sett fram skoð- anir sinar á því, hvaða hvatir stjórnuðu stöðuvali presta lét hann talið berast að stjórnmálum, en þar mætti hann ákveðnari andstöðu og meira baráttuþreki en hann átti von á. En það var einmitt áhugi prests fyrir landsmálum, stjórn- máláskoðanir hans, og vaxandi fylgi meðal bænda, sem hafði aflað honum andstæðinga í kaupstaðn- um og nú sátu þeir helztu við borð hans og lögðu Úlfari lið í leiftursókn hans. Árásin var allsnörp og prestur átti i vök að verjast. Sveitafólkið var samhuga presti sínum, en enginn, sem sat við borð hans kom sér að því að taka þátt i sam- ræðunum og með þögn sinni gerði það þá kröfu til hans að hann héldi hlut þess og sínum gegn hinum orðhvötu aðkomumönnum, sem höfðu svo óvænt og illyrmislega hafið sókn á stefnu þess og lífsskoðanir, og það á sjálfan jóladaginn! Það hallaði ekki á prest meðan rætt var um stjórn- mál, honum lágu á hraðbergi glögg og gagnorð rök fyrir gildi þeirrar stjórnmálastefnu, er hann fylgdi, en þegar ráðist var að honum með dylgjum og illgjörnum aðdróttunum varð honum tregara Aslaug Auöunsdótt- ir heimsœkir kunn- ingjakonu sína, frú Unu. Þœr ræöast viö og frú Una býöur upp á kaffi. Taliö berst aö Úlfari, sem verið hefur unnusti Áslaugar, en er nú staddur í útlöndum og hún hefir ekkert lieyrt frá lionum í langan tíma. Áslaug kveöst vera /comin á þá skoöun, aö þaö sé aö misbjóöa sjálfs- viöingu hennar aö vera háö lengur duttlungum þessa sérgóöa og sjálfumglaöa glœsimennis. Hún kveöst ákveöin aö slíta öllu sambandi viö hann. Fni Una sér, aö Áslaug er miöur sín, og telur þaö meö sjálfri sér eina ráöiö, aö koma vinkonu sinni sem fyrst í örugga höfn hjónabandsins. Hún kveöur þau hjónin eiga von á gesti og spyr, hvort Áslaug vilji elcki staldra viö lengur ... hún þekki gestinn, þaö sé hann séra Páll á Hrauni. Sög- unni víkur Iheim aö Hrauni nokkru síöar. Jóla- undirbúningur stendur sem hæzt, og nýja prests- frúin, frú Áslaug, tekur á móti manni sínum, séra Páli, er liann kemur heim úr stuttri ferö um sóknina. Sr. Páll kveöst hafa hitt gamlan kunningja hennar í förinni og boöiö lionum aö dvelja hjá þeim um jólin. Áslaugu bregöur í brún þegar maö- ur hennir segir henni hver kunninginn sé — Úlfar Bergsson, heildsali. Úlfar kemur aö Hrauni, en hátíðáhaldiö veröur þvingaö af nærveru hans. Seint á jólakvöld biöur hann 'húsmóöurina aö fylgja sér til sængur og lætur hún tilleiðast. Þegar þau koma upp í gestaherbergiö, getur liann ekki 38 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.