Vikan


Vikan - 10.12.1959, Blaðsíða 33

Vikan - 10.12.1959, Blaðsíða 33
Gamli maðurinn og . . . Framh. af bls. 18. gengst mest fiskimenn, verzlunarmenn, gamla kunningja frá Evrópuárum sínum, kvikmynda- stjömur, auðuga sportveiðimenn og kúbanska nágranna sína. Hann leggur enn stund á fisk- veiðar og fuglaveiðar, og er Mary Welsh, fjórða eiginkona hans, jafnan með honum í slíkum veiði- ferðum. Hemingway kynntist þessari fjórðu eiginkonu sinni fyrst sem stríðsfréttaritara i Lundúnum, þegar flugskeytaárásir Þjóðveria voru í algleym- ingi. Hún var — og er -— grönn og lítil vexti, fríð sýnum og fínleg eins og postulínsbrúða. Siðan hún giftist Hemingway hefur hún þó tekið þeim breytingum, að nú virðist hún stælt og fjaðurmögnuð. Áður en það var, hafði hún ekki banað neinni lifandi skepnu með skoti, eða dregið svo mikið sem silungsbröndu úr vatni, en einnig það er nú breytt, þvi að veiðiáhugi hennar og veiðiheppnr er nú engu minni en eiginmannsins. Það má segja sem svo, að Hemingway hafi tekið kampavinsglasið úr höndum hennar og fengið henni byssuna og veiðistöngina þess i stað, og að hún kunni þeim skiptum hið bezta. En það er ekki eingöngu veiðimennskan, sem hún hefur numið í hjónabandinu — hún hefur og numið heimilishald svo vel að frægt er og það í spænskum stíl Og hún hefur lært að undirbúa hverja máltíð með tilliti til þess að aldrei sé hæet að segja neitt um það. hve margir setjast að borðum. Hemingway dvelst nú langvölum að heimili þeirra hjóna á Kúbu, og fer á andaveiðar sér tii dægrastyttingar. Fyrir skömmu tók að bera nokkuð á því að sjón hans dapraðist, og hann neytir nú A-fjörefnis i von um að hún skerpist aftur. ,,Ekki hef ég samt trú á þvi". segir hann. ,.Það er með Þetta eins og veðreiðahestana — Það er hægt að hvetja svo latan hest að hann herði snrettinn. en góður hestur hleypur alltaf eins og mest hann má . . .“ Blaðsöludrengurinn Framh. af bls. 15. Andartak var eins og andlitsdrættir hans mýktust, og ég þóttist sjá einkennilegan glampa i augum hans, en svo setti hann aftur upp þennan þjálfaða hroksvip. „Það er ekki éfí, sem um er a« ræðasagði hann næstum ruddalega. „Það eruð þér, og mitt álit er. að þér eigið ekki að láta aðra gjalda þess, þó að þér séuð fótaveik, eins og þér seg- ið.“ Það brá fyrir liæðni i rðdd hans, þegar hann sagði: ...eins og þér segið.“ ,.Ef þér getið ekki komið póstinum rétt til skila, þá eruð þér ekki hæf i starfið. Og það er þá eins gott, nð þér leggið það á hilluna. Verið þér sælar.“ Ilann sneri sér við í stiganum og rigsaði hnakkakerrtur upp efstu þrepin. Ég heyrði, að luirð var harkalcga skellt afttur uppi á hæðinni fyrir ofan mig, og eins og ósjálfrátt lét ég fallast niður í neðsta þrepið við hliðina á bréfinu. Hann hafði glcymt að taka það með sér upp. „Pétur litli, var ég ekki búin að segja þér, að markmiðið væri ekki rétt.“ Og mér fannst ég brópa i örvæntingu, en þó kom ekkeert hljóð fram yfir varir mér. ótal fallegar tuttugu ára gamlar myndir svifu um huga minn, með- an ég sat lmrna i stiganum. Og ég áttaði mig ekki, fyrr en hönd var léttilega lögð á öxlina á mér og ég sá unga, glæsilega konu standa fyrir framan mig. „Þér eruð vonandi ekki veik?“ spurði hún. „Nei, ég var bara að hugsa.“ Konan varð sýnilega undrandi. „Já, ég var að hugsa um, hvað eldurinn get- ur verið hættulegur. Litið á hendur minar og andlit.“ Ég sá viðbjóðinn skina úr svip kon- unnar. „Já, þetta er voðalegt að sjá,“ sagði hún. „Nei, þér misskiljið mig, frú. Hann var ekki svo liættulegur i þessu tilfelli. Hann er hættu- legri, þegar hann læsir sig inn i mannssálina og rifur með sér allt hið góða, sem i henni býr.“ Ég stóð upp, fór út og gekk að vana álút niður tröppurnar og út á götuna. „Næsta bréf er á númer tuttugu og fjögur, — engar tröppur,“ hugsaði ég fegin, — „að- eins stétt, sem liggur beint að útidvrunum." ENDIR VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.