Vikan - 07.04.1960, Page 2
♦ Til sagnargreiðvikni við kvenfólkið.
♦ Hláturinn lengir lífið.
4 Hjúskaparmiðlun.
4 Hneykslanleg ummæli.
♦ Marilyn gift Shakespeare?
KÚNSTIN AÐ HALDA í KARLINN SINN.
Kæra Vika.
Hvernig stendur á jiví, að alltaf er verið að
veita kvenfólkinu tilsogn um Iþað, hvernig það
eigi að haga sér svo karlmönnum líki, og gefa
eiginkonunum margvísleg heillaráð til þess að
þær geti haldið í eiginmann sinn, og að hann
fái ekki leiða á lienni og hlaupist á brott? Mér
fyrir mitt leyti dettúr alls ekki i liug að fara
að gera mig uppvísa að þeirri minnimáttar-
kennd, að ég fari að leggja mig í líma til að
þóknast eiginmanni mfnum á allan hátt. Nei,
ef hann vill mig ekki eins og ég er og guð hefur
skapað mig, þá má hann sannarlega fara sina
leið. Mætti ekki alveg eins veita eiginmannin-
um nokkra tilsögn í þeirri list að haga sér
þannig gagnvart eiginkonunni, að liann eigi ekki
á hættu að hún hlaupist á brott frá honum?
Virðingarfyllst.
Þrítug húsmóðir.
Satt segirðu þrítug, og sannar bréf þitt ó-
véfengjanlega, að ekki er það eingöngu ald-
urinn, sem gerir fólk skyggnt á vandamál
lífsins. Að vísu hef ég ekki athugað það neitt
sjálfur hvernig standa muni á þessari til-
sagnargreiðvikni við kvenfólkið, en mér
detta í hug tvær orsakir. Önnur er sú, að
þetta sé lymskulegt bragð af hálfu karl-
mannanna til þess að reyna að gera kon-
urnar eins og þeir vilja helzt hafa þær, og
séu það þá einkum þeir, sem að þessum
skrifum standa. Hin er sú, að það séu kon-
ur, sem þarna eru að verki, og telji þær þá
ekki ómaksins vert að veita karlmönnum
nokkra tilsögn, þar sem það sé þýðingarlaust
með öllu, þeim verði með öðrum orðum ekki
breytt. Láta karlinn róa, ef ... jú, það er
líka sjónarmið ...
„KARIKATÚR“.
Kæra Vika.
Mig langar til að fræðast um hvort nokkur
markaður muni vera hér fyrir „karikatúr“-
teikningar eða skrýtlumyndir; hvaða skilyrði
séu sett, t. d. um stærð myndanna, og hvert sé
vænlegast að snúa sér.
Um Vikuna hef ég það að segja, að mér finnst
efnið ágætt yfirleitt. Krossgátan er afar vinsælt
viðfangsefni — og sízt of stór. Þættirnir, t. d.
„í aldarspegli", njóta og mikilla vinsælda. En
skrítlurnar mættu vera fleiri. Ekki veitir af í
skammdeginu — og hláturinn lengir lifið.
Beztu kveðjur.
Ánægður.
— Þetta má nú kalla að hafa öll þægindi.