Vikan


Vikan - 07.04.1960, Qupperneq 6

Vikan - 07.04.1960, Qupperneq 6
i hinni góðu end- ingu Adenauers og fleiri stórmenna. Hann dælir í menn frumum úr ungviði og það er ekki vitað, vegna hvers hann nær þessum áhrifum, heldur einungis að eitthvað merkilegt gerist. MeSal fjölmargra félaga páfalegu vísindaaka- demíunnar, sem fylgdu Píusi XII. látnum siðasta spölinn, var það einkum einn svartskikkjuöidung- anna, sem dró að sér athygli áhorfenda. Hann var mikill maður vexti, hnarreistur, mikilúðlegur og liafði á sér höfðingjabrag, hvítur fyrir hærum og hersýnilega ekki fyrir ár, en þó að sjá enn i fullu fjöri. Það var eitthvað framandlegt, en þó um leið kunnuglegt við svip hans og fas. Þeir, sem langt mundu, hefðu áreiðanlega áttað sig betur á því, ef hann hefði haft mikið uppsnúið skegg á efri vör; þá hefði hann verið lifandi eftirmynd Vil- lijálms gamla annars Þýzkalandskeisara. Það er ekki heldur fyrir neina hendingu, því að móðir þessa manns, dr. Pauls Niehans, var hálfsystir keisarans. En það er ýmislegt annað, sem er framandlegt og einkennilegt í fari þessa manns. Hann er til dæmis eini lútherski guðfræðingurinn, sem nokk- urn tíma hefur verið kjörinn í páfalegu akademíuna og her því sami titill og æðstu biskupum kaþólsku kirkjunnar. Þar við bætist, að hann er einn um- deildasti læknir, sem um getur, en læknislist sína hafði hann sannað meðal annars á þann hátt að halda starfsorku Píusar XII. óbilaðri, allt þangað til páfinn andaðist á 82. aldursári. Hann hefur nú beitt hinni svokölluðu ungfrumu-Iækningaaðferð sinni í meira en hálfa öld og átt jafnlengi í styrj- öld við vísindamenn, sem hafa sakað hann um skottulækningar. Þeir hafa hins vegar aldrei getað horið á móti því, að þessi aðferð hans bæri tíðum merkilegan árangur. Sagt er, að hann hafi fundið hana upp fyrir hendingu eina, og hann hefur aldrei gert sér það ómak að skýra hana vísinda- lega. Það lætur hann lifeðlisfræðingunum og lif- efnafræðingunum eftir, sem nú eru neyddir til að taka aðferð hans alvarlega og athuga hana frá vísindalegu sjónarmiði. Píus páfi var alls ekki einn um það af stórmenn- um aldarinnar að leita á náðir dr. Niehans í von um að endurheimta starfsorku sina og lífsfjör og halda því, sem heimtist. Adenauer kanslari þýzka sambandslýðveidisins, sem nú er 83 ára að aldri og vekur undrun samtíðarinnar með furðulegu starfsþreki sínu og atorku þrátt fyrir gífurlegt starfsálag, hefur notið læknislistar dr. Niehans um margra ára skeið. Fyrir skömmu birtist viðtal, sem blaðamaður nokkur hafði átt við hinn nærri hálfníræða, brezka rithöfund, Sommerset Maugham, og vakti það hina mestu athygli. 'Hann var um þær mundir að undir- búa langa og erfiða ferð, ekki aðeins hringinn í kringum jörðina, heldur og i leiðinni til allra þeirra staða, sem hann liafði dvalizt á eða skoðað, þegar liann var miðaldra maður. Hann lét þess getið í þvi sambandi, að eiginlega hefði hann kvatt lífið fyrir fimm árum, þegar hann varð áttræður. — Ég hafði komizt yfir hagfræðiskýrslu, er sýndi, að áttræður maður átti að meðaltali fjögur ár og níu mánuði ólifuð. Ég afréð samkvæmt þvi að setjast í helgan stein og bíða dauðans í ró og næði. Þá gerðist það, að ég heyrði sagt frá dr. Niehans og lækningaaðferð hans. Ég náði sam- bandi við liann, og hann lofaði raunar ekki að lengja líf mitt, svo að nokkru næmi, en því hét hann hins vegar að veita mér aftur fullt starfs- þrek með því að dæla frumum úr ungum dýrum inn í minn gamla og hrörnaða skrokk. Ekki er það

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.