Vikan


Vikan - 07.04.1960, Síða 13

Vikan - 07.04.1960, Síða 13
Hún hugsar málið í baðkerinu og það er alls ekki sama hvernig bað- kerið er. Bezt er það gamla í húsinu í Devonshire. Hún raðar eplum á brún þess og borðar í ákafa. Hver kafli köstar mörg kíló af eplum' hún. En broorly er það kallað á ensku, þegar hæna er að búa sig undir að verpa. Og á meðan liggur Agatha gjarnan tímunum saman í baðkerinu. Þar gengur henni bezt. Henni -er samt ekki alveg sama, hvaða baðker er. Helzt vill þún gamla baðkerið i húsinu í Devonshire. Það á næstuin bezt heima á safni. Það er frá Victoríutímanum, úr rauðum viði og með silfur- krönum í líki svanaháls. Og á breiða brún þess er alltaf raðað eplum. Upp úr gufunni teygir sig svo hönd eftir ávöxtunum, sem Agatha læsir síðan tönnuhum i. Og þegar hún spýtir út úr sér kjörn- unum, er lausnin venjulega fundin, — „hver kafli kostar mig kíló af eplum,“ segir hún. allar söguhetjurnar dóu. . Agatha Christie hóf ævina í hinu kyrrláta og ljúl'a Devon-héraði með sínum ávölu hálsum og litlu víkum, þar sem faðir hennar, Bandaríkja- maður frá Ncw York, Alvah Miller að nal'ni, kom .dág nokkurn og kyæntist yndislegri, enskri stúlku í Torctuay. Agatha fæddist i því hjónabandi. Móðir hennar liafði sinar skoðanir á hlutunum. Og hún beitti ýmsum uppeldisaðferðum. Eldri börn sín tvö, sem voru 10 og 12 árum eldri en Agatha, lét hún fá góða menntun, en ákvað að yngsta dóttirin skyldi lifa undir berum himni . og ekki þurfa að leggja á sig erfiði, svo að hún yrði hraust. — Menntunin eyðileggur andriki barnanna, sagði hún. Þess vegna var Agatha lilið í skóla. Hún eyddi dögunum í stóra garðinum, og með fjörugu ímynd- unarafli sínu umgekkst hún fólk, sem hún hafði ánnaðhvort rekizt á í ævintýrabókum eða hrein- . Iega skapaði sjálf. Og síðan skrifaði hún í stila- bók ýmislegt, sem þetta fólk átti að gera, og jafnvel lék það fyrir frönsku barnfóstruna. En hugur hennar hneigðist að tónlist. Á unga aldri hreifst hún af verkum Bachs, Síbellusar og Wagners. Og i leyni dreymdi liana um að verða söngkona. 1« ára gömul fékk lnin að fara til Parisar til söngnáms. En rödd hennar var svo veik og hún svo taugaóstyrk og feimin, að hún gat aldrei komið fram opinberlega. Hún hafði aldrei lært að stíla og orti því ljóð til að fá útrás fyrir sköpunargleði sína. Dag nokkurn, þegar hún lá kvefuð i rúminu, stakk mamma hennar upp á því, að hún reyndi að drepa tímann með því að skrifa skáldsögu. — „Geturðu það ekki? Hvaða vitlcysa. Þú getur þó reynt!“ Og Agaíha reyndi. En þessi fyrsta skáldsaga hennar varð svo flókin, að lnin varð að láta alla deyja lil að sleppa frá hensi. ■— Ákaflega lærdómsríkt! Stríðið gaf hcnni tækifæri til að reyna aftur — og það með betri árangri. Hún var þá 17 ára gömul, heillandi stúlka, ákaflega ensk i útliti, hraustleg, og það ljómaði á hár hennar og liúð. Skömmu eftir að bardagar liófust, giftist hún Ghristie majór, ungum liðsforingja í enska flug- hcrnum sem beið cþolinmóður tækifæris til að verða hatja. Sjálf gakk hún í Rauða krossinn. Hún var svo nákvæm, svo fljót að átta sig og svo róleg í öllum athöfnum, að henni var falin yfirumsjón með eiturbirgðum spitalans. Framhald á bls. 33. Agatha Christie er gift fornleifafræðingi, Mallovan að nafni. Hún hefur lært ljósmynd- unartækni og aðstoðar mann sinn við rannsóknir.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.