Vikan - 05.05.1960, Qupperneq 31
LUBITEL ER
FERMINGARGJÖFIN
Fæst hjá:
Focus
Gevafoto
Týli h.f.
Hans Petersen
og hjá
60
verzlunum
um land allt.
RÚSSNESKAR LJÓSMYNDAVÉLAR ERU SPÚTNIKAR í
LJÓSMYNDAHEIMINUM.
Einkaumboð á fslandi fyrir Rússneskar ljósmyndavörur:
EIRÍKUR KETILSSON
Vesturveri 6. h. — Simi: 19155. — BOX 1316.
Yorn Adam og liva
risar
Framhald af bls. 9.
setningum, er sýna, að hann hlýtur
aS vera minnst 18.000 ára gamall.
I'essi almanakssteinn og aðrir álíka,
er fundizt hafa bæði í Mið-Ameríku
og Mexíkó, hafa veitt fornfræðingum
nútimans ómetanlega innsýn í þekk-
ingarheim hinna indiánsku menn
ingarþjóða. Á því var heldur engin
vanþörf, svo lítið sem okkur allt til
þessa hefur verið kunnugt um ríki
Azteka, Inka og Maya. Þegar hinir
gullþyrstu Spánverjar sigruðu Indíána
með svikum í byrjun sextándu aldar,
hófu þeir þegar skipulagða eyðilegg-
ingu á hvers konar menningarminjum.
1 nafni Drottins voru musteri og bóka-
söfn, sem auðvitað voru „heiðin",
brennd upp til agna, en guðamyndir
úr gulli brotnar eða bræddar.
En af almanakssteinum hefur það
sézt og sannazt, að Indiánar hafa um
þúsundir ára hlotið að stunda út-
reikninga á gangi himintungla og
samningu á nákvæmum almanökum,
svo ófullkomin áhöld sem þeir hafa
haft til þeirra iðkana.
Árið 1937 tókst Þjóðverjanum Kiss
að þýða letrið á almanakssteinunum,
bæði tölur og annað. Komst hann
við það að þeirri niðurstöðu, að í
þann tíð hefði árið verið 290 dagar,
og kemur það heim við útreikninga
Hörbigers yfir það tímabil, er Saurat
prófessor telur, að Tiahuanaco hafi
verið grundvölluð.
iSíðar á árum hafa aðrir kunnir
vísindamenn staðfest kenningar Kiss
og þýðingar. Af almanakssteininum
má sjá, að árinu hefur verið skipt í
fjórar árstiðir, er miðaðar hafa verið
við sólstöður, sólhvörf og jafndægri
á haust og vor. Mánuðir ársins höfðu
24 daga, en á þeim tíma gekk tungl
tertier-aldarinnar 37 sinnum umhverf-
is jörðina. E’r þetta allt saman höggv-
ið i steininn.
EFTIR að hið þriðja jarðtungl eyði-
lagðist, gekk jörð vor mánalaus um-
hverfis sól sína í meir en tvær þús-
undir ára. Þá kom lítil reikistjarna
svo nærri jörðu, að aðdráttarafl sólar
á hana hvarf fyrir áhrif þyngdarafls
jarðar. Hóf hún því hringferð um-
hverfis hnött vorn og varð að núver-
andi tungli. Staðhæfa þessir vísinda-
menn, að þetta hafi gerzt fyrir tólf
til fimmtán þúsundum ára og jafn-
framt valdið ofsalegum byltingum á
yfirborði jarðar. Fyrst í stað var
braut tunglsins sporbaugslöguð.
Hvert sinn, er það kom næst jörðu,
þrýsti aðdráttarafl þess gufuhvolfinu,
vötnum hafanna og meira að segja
hluta af sjálfri jarðskorpunni saman
milli hvarfbauganna. Allt loft og allt
vatn dróst frá norður- og suður-
hluta hnattarins, en safnaðist saman
við miðjarðarlínu og út frá henni. Yfir
þá hluta jarðarinnar, er þá stóðu ber-
ir eftir, safnaðist skjótlega þykkt lag
af isi.
Þúsundum ára síðar finna visinda-
menn í Síberíu mammútsdýr með
grasviskar í munni, er geymzt hafa
óskemmd í breðanum allt frá þessum
tíma. En jökulþunginn breytti hita-
beltisgróðrinum í kolalög á Svalbarða
og Grænlandi.
Helkuldi íssins greip hin miklu dýr.
Hefði loftslagsbreytingin orðið smátt
og smátt, hefðu þessi dýr áreiðanlega
verið svo viti borin að leita til heit-
ari landssvæða. En eftir öllum sólar-
~mrkjum að dæma hafa Þau jafnvel
aiepizt í miðri máltíð.
Á belti, s(m lá milli 40. og 60.
gráðu norðlægrar breiddar, fossaði
óhemju-vatnsflaumur yfir láglendið.
Segir Þá Platón hinn gríski satt, er
hann skýrir frá eyðileggingu ríkisins
Atlantis? Óneitanlegt er, að hinar
YIKAN
fjölmörgu fornsagnir um ægilegt
syndaflóð hljóta að styðja þessa kenn-
ingu. Enskur fornfræðingur og trú-
málakönnuður, að nafni sir J. G.
Frazer, hefur safnað mörg hundruð
sögnum um syndaflóð hvaðanæva af
hnettinum. Lifandi verur varðveitt-
ust aðeins þar, sem hæstu fjöll stóðu
upp úr hafinu, og eftir þúsundir ára,
þegar braut tunglsins var orðin hring-
mynduð og sjávarföll orðin reglu-
legri, komu þessir menn niður á lág-
lendið að nýju og lögðu undir sig
jörðina.
EN svo framarlega sem þessar kenn-
ingar þeirra Hörbigers og Saurats
eiga að geta talizt sennilegar, verða
t. d. rústaborgir Maya i Mexíkó að
geta lagt fram einhverjar sannanir
fyrir afleiðingum af komu hins nýja
tungls. Annar eins viðburður og slík
gerbylting hlýtur að hafa verið ætti
að hafa skilið einhver merki eftir sig
í sögnum og þjóðtrú, sem ævinlega
er spunnin utan um einhvern sann-
leikskjarna.
Segja má, að slíkt merki sé að
finna í frásögn um sköpun heimsins,
er spænsku sigurvegararnir heyrðu
hjá Aztekum. Hún er á þessa leið:
Jörðin varð til í fjórum lotum. 1
upphafi var sól vatnsins. Næst kom
sól jarðarinnar. Hin þriðja var sól
vindsins. Og heimurinn mun farast
með þeirri fjórðu, sem er sól eldsins.
Söguna ber að skilja þannig: Heim-
urinn var skapaður af vatninu og
eyðilagðist af eldingum og flóðum.
Næsta tímabil, sól jarðarinnar, var
timi risaþjóðarinnar og endaði. þegar
himinninn féll niður á jörð og drap
nærfellt alla jötna. Þar næst hófst
tímabil vindsins, er ekkert tungl
fylgdi jörðinni. Á þeim öldum voru
Olmekar uppi, en þeir útrýmdu
jötnum.
Jarðfræðilegar uppgötvanir hafa
leitt að því sterkar líkur, að Olmekar
hljóti að hafa verið elzta menningar-
þjóð Mið-Ameríku. Við uppgröft hafa
komið fram í dagsljósið risavaxin
höfuð úr blágrýti. Eru þau allt að
þriggja metra há og sjö metrar að
ummáli. Voru þau ef til vill sett hjá
musterunum til þess að minna á öld
jötnanna?
fremur, að einn þeirra jötna, er lifðu
flóðin af, Quetzalcoatl að nafni, hafi
komið niður af fjallstindi einum til
þess að kenna mönnum hagleik og
góða háttu. E'n er menn vildu ekki
hlíta ráðum hans, hvarf hann aftur
á braut, en spáði Því áður, að heim-
urinn mundi farast.
Þegar líður að sögulokum, verður
frásögnin nákvæmari. Er þá minnzt
á uppreisn í loftinu og björg, er
slöngvist til jarðar. Og í 25 ár grúfði
niðamyrkur yfir jörðinni. Þá kom
nýfædd sól í Ijós, og við þann dag
miða Aztekar tímatal sitt.
Vel getur sögn þessi verið reist á
minningum um ógurlega jarðskjálfta
og myndanir nýrra fjallgarða um það
leyti, sem jörðin fékk hið fjórða tungl
sitt. Við mót þessara tveggja hnatta
í himingeimnum hefur móðir jörð
áreiðanlega skolfið á öllum sínum
beinum.
Margir vísindamenn hafa á ýmsum
tímum leitazt við að leysa gátuna um
uppruna hinna elztu menningarþjóða
í Mexíkó, hagleik þeirra. snilli og
stjarnfræðilega þekkingu. Vilja sum-
ir telja, að flóttamenn frá hinu sokkna
Atlantis hafi komizt hingað. Aðrir
nefna þann möguleika, að einhver
egypzkur faraó kunni að hafa sent
leiðangur suður um odda Afríku og
alla leið til Mexíkó, en margt bendir
þó til, að þessi menningarríki séu
langtum eldri.
Við samanburð á fornminjafund-
um kemur sem sé í Ijós, að jafnvel
Olmekar, sem hingað til hafa verið
taldir elztir menningarþjóða, hafa
haft til að bera víðtæka þekkingu
á náttúruöflunum og himingeimnum.
Þeir höfðu komið sér upp fullkomnu
tímatalskerfi og áttu fullvel nothæft
myndletur. Tímatalið út af fyrir sig
hlýtur að hafa átt að baki sér ótelj-
andi stjarnfræðilegar athuganir, er
framkvæmdar hafa verið áriþúsund-
um saman.
Saurat leitast við að skýra gátuna
á þá leið, að jötunmenni þau, er lifðu
af hamfarirnar við komu tungls
hins síðasta, hafi ’átið hinu nýja
mannkyni þekkingu sína í té. Og
austurríski fornfræðingurinn Heine-
Geldern er þeirrar skoðunar, að upp-
haflega hafi allir kynflokkar Indíána
átt heima á svæðinu, sem nú tak-
markast af Kína, Indlandi og Mongól-
íu, og er Missulega margt, sem mælir
með því.
Fyrir nokkrum árum fann leið-
angur bandariskra vísindamanna ýmsa
merkilega muni fyrir sunnan hafnar-
borgina Vera Cruz. Voru þar litlir
toppstrendingar, grafir og steinaxir,
en auk þess nokkur risavaxin manns-
höfuð og litlar styttur úr jarðsteini.
Tekizt hefur að þýða nokkuð af
leturtáknunum, og benda þau til
tímatals, er sýnir með vissu, að
Olmekar hafa verið búsettir í
Mexíkó löngu á undan öðrum menn-
ingarþjóðum og studdu mjög að
blómgun Maya-menningarinnar.
EN hvaðan eru Olmekar komnir?
Þeir koma allt í einu út úr myrkri
fornaldarinnar . . . birtast allt í einu.
Og þó ber allt með sér, að þeir eigi
að baki sér þúsunda ára þróun, svo
að þeir hljóta að vera einhvers stað-
ar aðkomnir. En hvaðan? Ýmsar að-
stæður benda til þess, að þeir hafi
komið af þafi. Á öllum listaverkum,
er Þeir hafa gert af sjálfum sér, sjást
þéttvaxnir menn, kringluleitir með
flatt nef og skásett augu. Þeir eru
afar höfuðstórir og andlitsfallið ein-
kennilega líkt Mongólum.
Olmekar hafa verið meistarar í að
smíða úr jaðisteini. Og hann er frá
Mið-Asíu og hefur frá ómunatið gætt
afar mikið i kinverskum listiðnaði.
Musteri Maya eru byggð að miklu
leyti í sama stíl sem hin gömlu guðs-
hús Hindúa. I Mayaborginni Sjikken
Itsa hefur fundizt múrskreyting með
fiskum og vatnaliljum . .. næstum
hvert einasta smáatriði myndarinnar
er að finna í Búddhamusteri í Amara-
vati á Indlandi. Eru allar þessar hlið-
stæður einber tilviljun?
Öldum saman fyrir tímatal vort
var þróun í siglingum raunverulega
komin á það stig, að liægt hefði verið
að sigla frá Asíu til Mið-Ameríku, en
hins vegar skortir óhrekjandi sann-
anir fyrir því, að slíkt hafi verið gert,
og því verður að láta sér nægja mis-
jafnlega sennilegar tilgátur.
Allmikill fjöldi vísindamanna neitar
að taka möguleikann til greina og
bindur sig af þrákelkni við það við-
horf, að hver einstök þjóðmenning
hafi skapazt á sínum stað. Telja þeir
hliðstæðurnar aðeins tilviljun, og að
einu leyti hafa skoðanir þeirra við
rök að styðjast: Svo langt sem menn-
ing Indíána var komin í þróun tækn-
inna'r, — þá þekktu þeir ekki hjóliö.
Svo mikilsverða og einfalda upp-
götvun með jafn-bersýnilega hagnýtt
gildi hlutu innflytjendur að hafa tekið
með sér. Indíánar notuðu ekki held-
ur nein af strengjahljóðfærum þeim,
er Indverjar og Kínverjar höfðu
fundið upp, löngu áður en tímatal
vort hefst.
Komið geta þó í ljós nýjar og at-
hyglisverðar uppgötvanir, hvenær sem
er, er megna að samræma hinar ó-
31