Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 3
VEÐRIÐ
TÍMARIT HANDA ALÞÝÐU UM VEÐURFRÆÐI
KEMUR ÚT TVISVAR Á ÁRI. - VERÐ ÁRG. KR. 20.00
2. HEFTI 1956 1. ÁRGANGUR
RITNEFND: JÓN EYÞORSSON
H. SIGTRYGGSSON
JÓNAS JAKOBSSON
AFGREIÐSLUSTJÓRI:
GEIR ÓLAFSSON, DRÁPUHLÍÐ 27
PÁLL BERGÞÓRSSON vedurfrœðingur: .
Sunnanveðrið mikla 1. febrúar 1956
Morguninn fyrsta febrúar var stillt veður í Reykjavík. Suðaustan andvari var
á, hitinn eitt stig, skýjað loft. Janúar-snjórinn var að mestu horfinn. í gær var
liann hvass á sunnan, og fólkið naut nú kyrrðarinnar eftir ýlfur og gnauð á
þekjum. Svipað þessu var veðrið um mestan hluta landsins, stillt, en drunga-
legt.
En skjótt skipast veður í lofti. Eftir tólf stundir var korninn æðandi storm-
ur um land allt, vindhraðinn 80—100 kílómetrar á klukkustund, og sums staðar
steypiregn. Víða varð mikið tjón á mannvirkjum, einkum á Norðurlandi. Var
það mikil mildi, að hér við land urðu engir mannskaðar. En í grennd við Fær-
eyjar týndist íslenzka skipið Hólmaborg í þessu veðri.
Skal nú greint nokkru nánar frá þessu óveðri og aðdraganda þess.
Lœgð við N'ýfundnaland.
Að morgni dags, hinn 1. febrúar, var loftstraumum þannig liáttað, að uppi í
veðrahvolfinu miðju, í 5 km hæð, lá mikill strengur með liörðum straumi á liaf
út frá austurströnd Bandaríkja allt norðaustur um ísland og Austur-Grænland.
Má sjá þetta vel á 1. mynd. Línurnar sýna, hvernig vindurinn blæs, og því þéttari
sem þær eru, því meiri verður veðurhæðin. Þar sem strengurinn er harðastur er
vindhraðinn um 130 km á klst., en mun hægari til beggja hliða. En því er á
þetta minnzt, að straumurinn uppi í lofthafinu ræður mestu um það, hvern-
ig lægðir og regnsvæði haga ferðum sínum um löndin. Nú vildi einmitt svo til,
að kvöldið áður var ung og aðsópsmikil lægð á sveimi skammt austur af Ný-
fundnalandi. Af háloftastraumnum á 1. mynd mátti ráða, að leið hennar hlyti
að liggja til íslands, og þótt aðeins væri reiknað með 80 km liraða á klukkustund,
gat hún ekki orðið langt undan landi að sólarhring liðnum.
Á 1. mynd sjáum við einnig feril þessarar lægðar og nokkra áfarigastaði hennar,
merkta með punktum, einnig tímann, þegar hún var í hverjum þeirra. Hún
fylgir allvel háloftastraumnum, eins og hann var aðfaranótt 1. febrúar, sveigir
Jjó alltaf nokkuð til vinstri handar. Og í Jjann mund sem íslendingar koma á
fætur þennan drungalega vetrarmorgun, er hún komin hálfa leið frá Nýfundna-
landi, lemjandi sjóinn með regni og stormi.
39