Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 22

Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 22
JÓNAS JAKOBSSON veöurjrœöingur: Sót og mistur frá Bretlandi íslendingar eiga því iáni að íagna, að loftið, sem um þá leikur, er að jafnaði mun tærara og hreinna en víðast hvar annars staðar á byggðu bóli. Erlendir ferðamenn, einkum myndatökumenn, hafa tekið eftir þessu og látið þess marg- oft getið. Og þeir, sem ferðast liafa héðan til Bretlandseyja og meginlands Ev- rópu, hafa eflaust allir veitt athygli móðu þeirri, sem þar er svo algeng í lofti og byrgir sýn. í þessari mózku verða fjöllin ekki fagurblá og lirein í fjarska, heldur gráleit og óskír, ef þau þá sjást á annað borð. Mest ber á þessu mistri í þéttbýlum iðnaðarhéruðum, og stafar það aðallega af reyk og ýmsum öðrum úrgangsefnum, sem berast upp í loftið frá verksmiðjum. Einstöku sinnum ber við, að mózka þessi berst alla leið til íslands. Kemur hún þá frá Bretlandseyjum, þegar svo liáttar til, að víðáttumikil lægð er kyrr- stæð yfir liafinu suður og suðvestur af íslandi nógu lengi til að suðaustan-vind- urinn, sem ríkir í norðaustur hfuta hennar, hafi nægan tíma tii að bera hingað til lands loft alla ieið frá Englandi. En eins og menn vita, eru suðvestlægir vindar langalgengastir yfir hafinu fyrir suðaustan land, svo að liið venjulega ástand er, að loft suðaustan úr Evrópu berst alls ekki til íslands. Þess vegna líða stundum margir mánuðir, jafnvel heil ár, án þess að móðan sjáist hér á landi, en algengast mun þó vera, að hún geri vart við sig tvisvar til þrisvar á ári. Á litinn er hún blágrá, en mikið ber á gulum lit í henni, þegar ljós ský eða glampar frá sól sjást í gegn um hana. Á Norðurlandi er þessi mózka stundum kölluð hitamóða, þvi að venjulega fylgja henni hlýindi, eins og að líkum lætur, þar sem hún er komin frá stöðum, sem liggja um þúsund kilómetr- um sunnar en ísland. í Austur-Skaftafellssýslu er móðan algengust og verður oft vart þar, þó að liún komist ekki til annarra landshluta. Vindur hefur þá snúizt til suðvesturs eða norðausturs og mózkuloftið hörfað frá iandinu aftur, áður en það náði að berast norður og vestur um land. Suðaustan-vindurinn, sem flytur mózkuna með sér, færir okkur ýmislegt fleira. Fuglar og fiðrildi nota byrinn og flækjast oft með honum hingað til lands, og verður þá helzt vart í Skaftafellssýslum. Einnig eru gró lágplantna, svo sem mosa, og frjókorn ýmissa æðri plantna svo lítil og létt, að þau geta hæglega fokið alla leið frá Skotlandi til íslands. En vafasamt er, að fræ geti komizt hingað á sama liátt, þó að það sé ef til vill ekki ómögulegt með þau, sem geta svifið lengi í lofti á hárum. í veðurskýrslum er oft getið um móðu eða mistur í lofti og gizkað á, að það muni vera eldmistur eða aska, einkum er þetta algengt frá stöðum á austan- verðu landinu. Stundum er eflaust um öskuryk að ræða, ýmist frá samtíma gosi eða gamla ösku, sem vindur hefur þyrlað upp af öræfunum. En hitt tel ég vafa- 58

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 2. Tölublað (01.09.1956)
https://timarit.is/issue/298342

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. Tölublað (01.09.1956)

Aðgerðir: