Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 25
EYSTEINN TRYGGVASON veðurfrœðingur:
Sprengingar á Keflavíkurflugvelli
heyrast í Reykjavik
Þann 20. október 1953 heyrðu Ijölmargir Reykvíkingar mikla sprengingu. Sumir
liéldu fyrst í stað, að sprenging liefði orðið í miðstöð hússins, sem þeir voru
staddir í, en aðrir fundu titring án þess að lieyra nokkuð. Þessa varð vart um
aila Reykjavík, og ekki er mér kunnugt um, að það hafi verið misjafnlega áber-
andi í liinum ýmsu borgarhlutum. Þetta skeði um kl. 18, og síðar fréttist, að á
sama tíma hefði heyrzt og fundizt öflug sprenging á Keflavíkurflugvelli. Um
þetta leyti voru daglega framkvæmdar grjótsprengingar á vegum ameríska hers-
ins á flugvellinum, oftast um kl. 18, og þeir, sem þar voru staddir 20. október,
töldu sprenginguna þann dag svipaða að styrkleika og aðra daga. Þar eð engar
miklar sprengingar urðu í Reykjavík eða næsta nágrenni á þessum tíma, þá
er vart um annað að ræða, en að sprengingin á Keflavíkurflugvelli hafi heyrzf
til Reykjavíkur með slíkum styrkleika, að undrun sætir.
Þann 2. febrúar 1954 um kl. 18 urðu allmargir Reykvíkingar aftur varir við
áhrif sprengingar á Keflavíkurflugvelli. í þetta skipti munu fáir eða engir hafa
,,heyrt“ sprenginguna, heldur fannst titringur eins og í vægum jarðskjálfta.
Einnig í þetta sinn fréttist, að kröftug sprenging hefði heyrzt á flugvellinum á
sarna tíma og fyrirbrigðisins varð vart í Reykjavík. Jarðskjálftamælar í Reykjavík
sýndu, svo ekki verður um villzt, að engra jarðhræringa hafði orðið vart á
þessum tíma.
Slíkar sprengingar, sem hér um ræðir, heyrast að jafnaði á mjög litlu svæði,
sjaldan í meira en 5—10 km fjarlægð frá þeim stað, þar sem sprengingin varð.
Þegar mjög miklar sprengingar verða, heyrast þær oft á belti 100—150 km frá
sprengingarstaðnum, en þar fyrir innan er 50—80 km breitt belti, þar sem
ekkert heyrist. Orsök þess, að sprengingar geta heyrzt í yfir 100 km fjarlægð
er sú, að hljóðið endurkastast frá heitu loftlagi í 40—50 km hæð.
Fjarlægðin frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar er 35—40 km í loftlínu.
Reykjavík er því nálægt innri mörkum þögla beltisins, þegar miðað er við spreng-
ingar á Keflavíkurflugvelli. Það er eru því litlar líkur til, að Reykvíkingar heyrðu
nokkuð, þó að mörg hundruÖ tonn af sprengiefni spryngi samtímis á vellinum,
og í þau skipti, sem hér um ræðir, hefur sprengiefnið varla verið nema nokkur
hundruð kg.
Á Keflavíkurflugvelli eru sendir upp loftbelgir með sjálfvirkum mælitækjum
á 6 klst. fresti, og mæla þau hita, raka, loftþrýsting og vind í gufuhvolfinu
allt upp í 10—20 km hæð og stundum enn hærra. Eftir þessum mælingum er
hægt að reikna út hraða hljóðsins í mismunandi hæð frá jörð, en hann breyt-
ist með hitanum. Þegar vitað er, hvernig hraði hljóðsins breytist með hæðinni,
þá er hægt, að reikna út, hvernig hljóðið berst um gufuhvolfið.
61