Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 15
JÓN EYÞÓRSSON:
Vígahnettir — loftsteinar
Oft berast bréf eða fréttaskeyti um dularfulla, lýsandi hnetti, er sézt liafi
svífandi í loftinu, stundum í lítilli hæð yfir jörðu og fremur liægt, að því er
virðist. Haustið 1951 voru einkum mikil brögð að þessu hér á landi. Oftast er
mjög óliægt um skýringar á þessum fyrirbrigðum. Stundum kann þetta að vera
viss tegund eldinga, kúlueldingar eða urðarmánar. En þegar veðurlag er þannig,
að iítil líkindi eru fyrir eldingum, getur vart verið um annað að ræða, en lýsandi
loftsteina eða vígahnetti.
Venjuleg stjörnuhröp þekkja allir. l>au stafa af smákornum, 1 mm í þvermál
eða minni, sem dragast utan úr geimnum inn í loítlijúp jarðarinnar og verða
glóandi af árekstrum við sameindir loftsins. Það er því alls engin stjarna,
sem hrapar, þótt nafnið bendi til þess. Flest stjörnuliröp verða sýnileg í 100—120
km hæð yfir jörðu, en slokkna eða cyðast í 60—80 km hæð.
Vígalinettir eru hins vegar svo stórir molar úr málmi eða steini, að þeir ná
að falla til jarðar. Þeir verða glóandi og sýnilegir í 150—300 km liæð og miklu
bjartari en stjörnuhröp. Að útliti eru þeir sem ljóskringlur með lýsandi slóða
á eftir sér. Ljóskringlan er vitanlega miklu stærri en sjálfur loftsteinninn. T. d.
tókst að mæla 1000 km breiða ljóskringlu yfir Þýzkalandi 3. apríl 1916, en steinn-
inn, sem niður kom, reyndist aðeins 36 cm í þvermál.
Vigalinettir missa oftast birtu sína, áður en þeir ná til jarðar, og oft sundrast
þeir um leið, í 10—20 km hæð yiir jörð. Brotin þyrlast til jarðar, og verður all-
mikill hvellur, er þeim lýstur niður.
Þótt undarlegt sé, veldur mótstaða loftsins bæði því, að loftsteinar verða gló-
andi og slokkna. Þeir berast inn í lofthjúpinn með h. u. b. 40 km hraða á sek.
og verða lýsandi. En eftir því sem neðar dregur, eykst loftsmótstaðan hröðum
skrefum, og oftast er hraðinn aðeins 0,1—0,2 km/sek (100—200 m/sek), þegar
þeim lýstur niður.
Kemur þetta vel heim við ummerki, þar sem loftsteinar falla. Þeir grafast
minna niður en ætla mætti, og þeir valda ekki íkveikju, þótt þeir lendi í þurru
lieyi. Meðan hraðinn er mikill, haldast steinarnir glóandi af mótstöðu loftsins,
en því meir sem dregur úr hraða því meira gætir kælandi áhrifa þess. — Byssu-
kúla fer aldrei svo hart, að hún verði glóandi.
Það, sem nú hefur verið sagt, á þó aðeins við um litla loftsteina, 10—100 sm
í þvermál, en þeir eru.algengastir. Um stóra loftsteina gegnir öðru máli. Hreyfi-
orka þeirra er svo mikil, að þeir koma niður með gifurlegum hraða, þrátt fyrir
mótstöðu loftsins. Taflan sýnir væntanlegan hraða á misstórum loftsteinum,
er þeim lýstur niður, ef þeir koma inn í lofthjúpinn með 60 km/sek hraða
og eðlisþyngdin er 7,7. Enn fremur er tilfærð hreyfiorka á hvert gramm í stein-
inum eftir formála E = i/2 mv2 (E = orka, m = massi, v = hraði).
51