Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 4

Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 4
1. mynrl. Loftstraumar í 5 km hmö að morgni 1. febrúar 1956. Er nú ekki að sökum að spyrja. Loftvogin tekur að falla hratt á Vesturlandi, vindinn þyngir eftir því sem á daginn líður. Jafnframt fer rigningin vaxandi sunnanlands og austan og hitinn hækkar. Kl. 20 um kvöldið nær veðrið hámarki. Þá er 5—7 stiga hiti um land allt. Á flestum stöðum er veðurhæðin talin 10 vind- stig eða meiri. Á Suðurlandsundirlendi, Austfjörðum og víðast á Norðurlandi mun hún þó hafa náð 12 stigum, þ. e. um 100 km á klst. Mikil rigning var sunn- an lands, en mest var vatnsveðrið þó á Fljótsdalshéraði. Norðanlands var viðast úr- komulaust, en mikil leysing. Á 2. mynd má sjá, hvernig veðurkortið leit út kl. 17 þennan dag. Lægðin er þá skammt fyrir suðvestan land. Geysimikill strengur af hlýju lofti liggur norð- ur um ísland og Færeyjar, en á meginlandi Evrópu og Ameríku eru hörkufrost, t. d. 14 stig í Danmörku. 40

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 2. Tölublað (01.09.1956)
https://timarit.is/issue/298342

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. Tölublað (01.09.1956)

Aðgerðir: