Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 24

Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 24
Eins mun það vera sót, sem stundum berst á sauðlé úr grasi, svo að það er krímað í högum í Skaftafellssýslum. Sótið mun þá hafa borizt á grasið með úða- dropum og orðið eftir, þegar vatnið gufaði upp. Það sót, sem kæmi með stærri dropum, mundi skolast af grasinu jafnóðum. Ég tel mjög vafasamt, að sót falli úr þurru lofti svo nokkru nemi, eftir að hafa borizt jafn langa leið og er milli íslands og Bretlandseyja, heldur þurfi úrkomu til. Af þeim sökum ætti sauð- fé frekar að koma krímað úr högum til fjalla en á Iáglendi, því að í liafátt vex þokusúld að magni og tíðleika með vaxandi hæð frá sjó. í fljótu bragði kann ýmsum að þykja ótrúlegt, að sót og reykur geti borizt svona langt í lofti. En dæmi eru til að reykur hafi borizt mörgum sinnum lengri leið. Hinn 26. september 1950, bar það við í Reykjavík og öðrum stöðum sunn- anlands, að hálfdimmt var lengi um morguninn, og var birtan óeðiilega gulleit eða brún á litinn. Frá flugvél, sem var í 2500 metra liæð yfir Faxaflóa, bárust þær fréttir, að sama myrkrið væri þarna uppi og alskýjað fyrir ofan. Undir há- degið varð birtan eðlileg á ný. Frá Norðurlandi fréttist seinna, að sólin hefði verið einkennilega blá á litinn þennan morgun, og undir kvöld þennan sama dag sást blár litur á sól í Suður-Noregi og Skotlandi. Daginn eftir var talað um bláa sól í flestum löndum Vestur-Evrópu, frá Norður-Svíþjóð suður á Spán. Þessi litur á sólinni og myrkrið, sem varð í Reykjavík, reyndist vera vegna óvenju mikilla skógarelda, er geisuðu vestur í Klettafjöllum Kanada dagana 22. og 23. september. Reykurinn hefur fljótlega borizt upp í þriggja til sex kílómetra Iiæð og breiðzt síðan hratt austur á bóginn. Reykskýið hefur verið þriggja til fjögurra daga gamalt, þegar það var yfir íslandi og hafinu suður undan. Leiðin, sem það hefur þá verið búið að fara, er meir en 6000 km löng, svo að vindhraðinn í þess- ari hæð hefur verið nálægt 75 kílómetrum á klst. að meðaltali. Hluti af reyk- skýinu, sem barst austur til Evrópu, lenti í lognsvæði yfir austurströnd Banda- ríkjanna, var þar á sveimi í heila viku og dró mjög tir geislamagni sólarinnar, suma dagana meir en til hálfs. Af þessu dæmi um skógarelda-reykinn sést, hve lengi reykur getur haldizt i loftinu og hve langt hann getur komizt með vindum. Mörg dæmi eru líka til um, að eldfjallaaska getur fokið óraveg, og er skemmst að minnast, að ösku- falls varð vart i Finnlandi í síðasta Heklugosi. Um sama leyti féll gulleitt ryk með snjókomu í Danmörku. Héldu menn fyrst að þetta mundi vera frá Heklu, en nánari rannsókn leiddi í ljós, að hér var komið sanddust alla leið sunnan frá Sahara. Engan þarf því að undra, þó að reykur og sót berist stundum hingað til lands frá Vestur-Evrópu. Til Suður-Englands er ekki nema 1500 kílometrar, og í sex vindstiga veðurhæð mundi loft komast þessa vegalengd á tæplega hálfum öðr- um sólarhring. í marzmánuði s. 1. var oft mistur í lofti hér á landi, einkum sunn- an fjalla, enda voru suðaustlægir vindar tíðir og hlýtt allan mánuðinn. Ekki væri ótrúlegt, að nokkur pund af sóti hefðu þá hafnað í Skaftafellssýslum, en engar fréttir hafa borizt um slíkt svo mér sé kunnugt. Þætti mér þó undarlegt, ef Skaftfellingar liafa aldrei orðið varir við krímað sauðfé, lit á þvotti eða brá á vatni allan þennan mánuð. 60

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.