Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 17
niður í 30 m dýpi. En umhverfis gígana hefur skógurinn 'brunnið til kaldra kola
á allstóru svæði. Þar fyrir utan hafa trjákrónur brunnið, en bolirnir staðið
óbrotnir á belti, sem nær 8—10 km út frá gígholunum. í næsta belti, sem nær
15—20 km frá gígunum, eru trén óbrunnin, en öll brotin og hafa fallið út á við.
Allt svæðið, sem skógurinn hefur brotnað á eða brunnið, er um 1200 km2.
Sem betur fer, eru slíkir vágestir sjaldgæfir mjög, og varla eru dæmi til þess,,
að loftsteinar hafi orðið manni að bana.
Flestir loftsteinar eru aðallega úr járni og nikkeli, en sumir úr ólivini og öðr-
um svipuðum steintegundum.
Hér á landi hafa ekki fundizt loftsteinar eða brot úr þeim, svo vitað sé.
ÝMISLEGT
„FLJÚGANDI HATTUR
Kapumyndin framan á síðasta hefti liefur vakið mikla atliygli og bollalegging-
ar manna á meðal. Sumir hafa varla trúað öðru en þarna væri um einhvers konar
flugfar eða fljúgandi disk að ræða. Svo er þó ekki, enda munu athugulir lesendur
kannast við að hafa séð svipaðar skýjamyndir hlémegin við fjöll, þegar vindur
stendur af landi.
Myndin var tekin 22. nóv. 1955 í 1600 m hæð yfir Skeiðarársandi (ekki Kötlu-
sandi eins og stendur undir myndinni). Hervélar á ævingaflugi flugu umhverfis
Vatnajökul og yfir hann um morguninn. Var þá mikið af vindsköfnum skýja-
bólstrum (vindbólstrum = lenticularis) með suðurbrún jökulsins, frá Fljóts-
hverfi til Hornafjarðar. Slíkir bólstrar geta tekið á sig ýmsar myndir, næsta fagrar.
Stundum eru þeir eins og hvalbök, stundum sem loftskip, enda kalla Þjóðverjar
jiá oft Zeppelina.
Yfir vestanverðum Vatnajökli var mikil bylgjuhreyfing, svo að flugvélin hófst
eða lækkaði sjálfkrafa um 500—600 m í bylgjuganginum. Vindur var vestan-
stæður og hvass, t. d. 55 hnútar eða 11 vindstig í 3000 m hæð yfir Hornafirði. —
Bilið milli bólstranna var áætlað 400—800 m og sviptibyljir svo miklir þar, að
flugvélin treystist ekki að fljúga á milli þeirra.
VEÐRIÐ.
Fyrsta hefti þessa tímarits virðist hafa verið ágætlega tekið. Margir hafa vikizt
vel undir þá bón að safna áskriföndum, og eru fastir kaupendur taldir nálægt
400, þegar þetta er ritað. Má það lieita mjög góð byrjun, en mikið skortir þó
á, að sú kaupandatala nægi til þess að standast útgáfukostnað, enda fer hann
hækkandi með hverju tungli. — Við færum beztu þakkir öllum j)eim, er hafa rétt
okkur lijálpandi hönd.
LEIÐRÉTTINGAR.
í greininni: Hafa kjarnorkusprengjur áhrif á veðrið? — í síðasta hefti þessa
rits hefur orðið prentvilla á 26. bls. 15. línu ofan frá. Stendur þar, að öll hreyfi-
orka hins síkvika lofthjúps jarðarinnar mundi svara til 7xl016 hitaeininga í stað
7xl019. Þetta eru menn beðnir að athuga. J. Ey.
53