Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 27

Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 27
Úr bréfum TIL PÁLS BERGÞÓRSSONAR. Góði vinur! Hólum, 9. maí 1956. Ég skriíaði í veðurbókina fyrir apríl einhvern pistil, eins og vant er, en mér dettur nú i liug, að meira hefði mátt segja uin veðráttuna í vor, og ætla ég því að senda þér fáeinar línur til viðbótar. Tíðarfarið á þessu vori er það bezta, sem ég man, að undanskildu vorinu 1901. Mig minnir, að veturinn væri þá frem- ur mildur, eftir að kom fram á Góu, en í páskavikunni, sem mig minnir að væri um miðjan Einmánuð, gekk í norðanátt með kófi og frosti, sem liélzt fram á páskana. Á páskadaginn snjóaði talsvert og var dimmur bylur allan daginn. Strax eftir páskana gekk í þíðviðri, sem hélzt eftir það. Út úr sumar- málum gekk í rigningar, sem ltéldust allan maí. Að vísu komu þurrviðrisdagar öðru hvoru, en ég man sérstaklega eftir því, hve mikil vandræði voru hér að þurrka eldiviðinn. Hann var þá ekki annar en sauða- og kúatað, sem var breitt á túnin snemma að vorinu. Nothæfur mór er hér óvíða í jörðu, flestar jarðir skóglausar, og kol fluttust ekki nema takmarkað til smíða. Grasið spratt svo ört, að menn urðu að flytja taðið á börð utantúns, og flutningatækin voru ekki önnur en hjólbörur, þar sem bezt lét. Þetta er eina vorið, sem ég man eftir, að ekki yrði vart við frost eftir sumar- mál, enda varð grasspretta liér ágæt, og sláttur byrjaði með júlí, sem þá var talið óvenjulega snemrna. Þetta vor finnst mér ganga næst því, sem var 1901, en þó er tæplega eins mikill gróður nú og á sama tíma þá, enda liefur verið fremur kalt síðan um sumarmálin, þó vart hafi orðið vart við frost. Við höfum ekki nú á dögunr mikla trú á því, að veðurspár gömlu mannanna, sem voru komnir á efri ár um síðustu aldamót, liafi við ntikið að styðjast — og kannske sízt þið vísindamennirnir. Þeir höfðu trú á því, að veðrátta væri um lengri tíma bundin við það, hvernig viðraði á vissum dögum, merkisdögum svokölluðum. Fyrst og fremst Pálsmessa, eins og hinar alkunnu vísur benda til: Ef heiðskírt er og himinn klár á heilagri Pálusmessu, mun þá verða mjög gott ár, maður, upp frá þess. En ef þoka Óðins kvon á þeim degi byrgir, fjármissi og fólksins tjón1) forsjáll bóndinn syrgir. 1) Flestir hafa þarna: fjármissi og fellis von, enda betra rím. 63

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 2. Tölublað (01.09.1956)
https://timarit.is/issue/298342

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. Tölublað (01.09.1956)

Aðgerðir: