Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 18
BORGÞÖR H. JÓNSSON veðurfrœðingur:
Háloftaathuganir á Keflavíkurflugvelli
Á síðustu tímum hefur áhugi almennings á háloftaatliugunum farið vaxandi.
Þetta stafar m. a. af því, að nú fer í hönd 12 mánaða tímabil, þar sem flestar þjóðir
heims munu leggja sérstaka áherzlu á alls konar athuganir á lofthjúpnum, sem
umlykur jörðina, svo og á himingeimnum þar fyrir utan.
Veðurfræðingar, stjarnfræðingar o. fl. höfðu auðvitað komið auga á þýðingu
slíkra rannsókna fyrir löngu, en tæknilegar takmarkanir hafa hindrað fram-
kvæmd slíkra athugana til skamms tíma.
Fyrstu háloftaathuganirnar voru gerðar á fjöllum uppi. Síðan voru notaðir
llugdrekar, þar næst komu mannaðir loftbelgir og flugvélar, og loks er tæknin
orðin slík, að hægt er að senda hátt í loft upp gúmmbelgi fyllta lielíum eða
vetni, og neðan í þá er fest senditæki, sem tilgreinir loftþrýsting,
hitastig og raka loftsins í mismunandi hæðum. Einnig er liægt að reikna út
vindhraða og vindátt með því að fylgjast með því, live hratt og í hvaða átt belg-
urinn berst. Belgurinn stígur um vissa hæð á mínútu, og þannig er hægt að
fylgjast með þvi, live liátt liann er kominn, hvenær sem er, á meðan á athugun
stendur. Það er einmitt slíkt tæki, sem notað er við háloftaathuganir á
Keflavíkurflugvelli.
Þessar athuganir eru gerðar fjórum sinnum á sólarhring, og vinna yið það
þrir menn að jafnaði í hvert sinn. Belgur með sendi- og athugunartækjum er
sendur upp á sex klst. fresti og athuganirnar sendar til allra landa við Norður-
Atlantsliafið og víðar.
Við skulum nú athuga nánar, hvernig slík athugun er gerð. Um það bil einni
klst. áður en belgnum er sleppt er farið að undirbúa athugunina.
Belgurinn hefur verið lagður í bleyti í volgt vatn til að gera liann mýkri og
teygjanlegri, síðan er hann fylltur með lielíum, en það er lofttegund, sem er
mikið léttari en andrúmsloftið. Því næst er sendi- og athugunartækið fest neðan
í belginn og prófað, hvort tækið sendi rétt, en það er gert með því að bera saman
útsendingar þess við það, sem hitamælir og loftvog í athugunarstöðinni sýna.
Að þessu öllu loknu er belgnum sleppt. Belgurinn sjálfur vegur um 700 gr,
en kassinn, sem hefur að geyma athugunar- og senditækin, vegur 1250 gr. Þessi
tæp 2 kg stíga upp í loftið með 300—400 m hraða á mínútu, og er hraðinn mis-
jafn eftir því, livort rigning er eða snjókoma eða annað slíkt, sem tafið gæti
för belgsins. Stundum sezt svo mikil ísing á belginn, að hann dalar niður, og
verður þá að reyna aftur með annan belg. Til þess að útskýra betur, hvernig
þessu er hagað, skulum við taka dæmi. Við skulum hugsa okkur, að útvarpið liafi
hreyfanlega útvarpsstöð, t. d. í bifreið, og sendi fréttamann út í bæ í þessum bíl.
Fréttamaður ekur t. d. niður Laugaveg og segir jafnóðum frá því, sem fyrir
augu ber. Einhvers staðar úti í bæ er svo hlustandi, sem tekur lýsinguna á segul-
54