Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 23

Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 23
lítið, að móða þessi liafi oft verið ættuð úr reykháfum á Bretlandseyjum eða jafnvel Frakklandi, Belgíu og Vestur-Þýzkalandi. Hinn 23. janúar, 1947, barst til Veðurstofunnar frá Hólum í Hornafirði skeyti þess efnis, að „öskufalls hefði orðið vart á þvotti seinni liluta dags“. Mér kom ]>etta mjög á óvart, því að allan þann dag og dagana á undan hafði verið rakin sunnan- og suðaustan-átt hér á landi, svo að aska þessi hlaut að hafa borizt sunnan af hafi. Lausleg athugun á veðurkortum leiddi þegar í ljós, að loft það, sem blés um Austur-Skaftafellssýslu umræddan dag, hafði verið yfir Breytlandseyj- um einum til tveimur sólarhringum áður. Lá því næst að álykta, að „aska“ þessi væri þaðan kontin, og var þá varla öðru til að dreifa en kolareyk og sóti, sem borizt hefði frá enskum og skozkum verksmiðjum. Svo vel tókst til, að tveimur dögum áður náðist sýnishorn a£ „ösku“ úr stöðu- vatni við Kvísker í Öræfum. Mun það hafa safnazt saman úr brá ofan á vatn- inu og var sent Steinþóri Sigurðssyni, sem þá var formaður Rannsóknaráðs rikis- ins. Við efnagreiningu, sem gerð var í Atvinnudeild Háskóla íslands, kom í ljós, að sýnishornið var að mestu leyti kolefnasambönd, eða rúmlega 96%. Virð- ist því fengin örugg sönnun fyrir, að þetta var sót og ekkert annað. Á fleiri bæj- um í Öræfum, Suðursveit og Lóni varð fólk vart við dökkan lit á vatni þessa daga, eða þann 21. til 24., svo að ekki er undarlegt, þó að fólki dytti eldgos í hug. Dagana 21. og 22. janúar var háþrýstisvæði við Suður-Noreg og lá þaðan suður yfir Skotland. Á Bretlandseyjum og í Vestur-Evrópu yfirleitt var því vindur frem- ur hægur af austri. Hitastig var undir frostmarki í Englandi og Norður-Frakk- landi, svo að rnikið hefur verið brennt þar a£ kolum til upphitunar þessa daga. Þeir, sem muna eftir reykskýinu, sem oft lá yfir Reykjavík á kyrrum vetrardög- um, áður en hitaveitan kom, geta gert sér í hugarlund, hvernig loftið hefur verið yfir stórborgum Vestur-Evrópu þessa dagana. Vegna hins lága liitastigs loftsins við jörð stígur reykurinn ekki hærra en 300 til 600 metra. í þeirri hæð berst liann vestur yfir írland og hafið þar fyrir norðan og vestan. Þar er yfirborðshiti sjá- varins um 9 stig á þessum tíma árs, svo að reykjarloftið hlýnar og drekkur jafn- framt í sig raka. Stærstu sótagnirnar hafa smám saman fallið til jarðar á þessari leið, en af nógu er að taka, og nú verður sumt af reyknum liluti af skýjaflákum, sem myndast, þegar loftið streymir upp í 1000 til 1800 metra hæð jafnóðum og það hitnar neðan frá. Skýjabreiðan berst svo norðvestur í áttina til íslands með vaxandi hraða. Á þessari leið rignir ekkert úr skýjunum, en þegar sunnanvind- urinn rekst á strönd íslands og Vatnajökul, sveigir hann upp á við, og hin inn- ræna kólnun, sem verður í loftinu, þegar það hækkar, nægir til þess, að regn fellur úr skýunum og um leið sótið. Það er eðli vatnsgufu, að liún á mun auð- veldara með að þéttast 1 vatnsdropa, e£ ryk eða reykagnir eru í loftinu. Þessar agnir mynda eins konar kjarna í hverjum smádropa, sem svífur í skýjunum. Þeg- ar smádroparnir safnast svo saman í stærri dropa og falla til jarðar, koma kjarn- arnir með. Auk þess hrífa droparnir með sé í fallinu sótagnir þær, sem kunna að vera svífandi í loftinu fyrir neðan skýin. Á þennan liátt hel'ur „askan" kom- ið á þvottinn í Hólum í Hornafirði liinn 23. janúar, 1947. 59

x

Veðrið

Undirtitill:
Tímarit handa alþýðu
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2251-4163
Tungumál:
Árgangar:
21
Fjöldi tölublaða/hefta:
42
Gefið út:
1956-1978
Myndað til:
1978
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Veðrið.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 2. Tölublað (01.09.1956)
https://timarit.is/issue/298342

Tengja á þessa síðu: 59
https://timarit.is/page/4434651

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. Tölublað (01.09.1956)

Aðgerðir: