Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 8

Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 8
JÓNAS JAKOBSSON veðurfrœdingur: Hitastig yfir Keflavík árið 1955 í íyrsta hefti þessa rits voru birt línurit, er sýndu daglegar liitabreytingar í 500 og 1500 metra hæð yfir Keflavík árið 1954, og var þá útskýrt í fáum orðum, hvernig þau voru fengin. Að þessu sinni koma hér fyrir almennings sjónir sams konar línurit íyrir árið 1955. Við lauslega athugun sést þegar, hvenær hinir ýmsu hlýinda- og kuldakaflar ársins hafa gengið yfir landið. í janúar hefur verið mjög hlýtt fyrstu vikuna, en þá tekur við mesta kuldakast ársins og stendur í liálfan mánuð. Eftir það er fremur hlýtt til mánaðarloka. Febrúar einkennist lielzt af viku hlýindum um miðjan mánuðinn, og mun nánar vikið að þeim síðar. í marz er að sjá umhleypingasöm tíð. Hlýindi og kuldar skiptast á, þangað til þann tuttugasta, sem er kaldasti dagur ársins, en þá um kvöldið klukkan átta mældist 22ja stiga frost í 1500 metra hæð. Úr því fer að hlýna jafnt og þétt til mánaðamóta. Aprílmánuður er yfirleitt mjög hlýr, því að aldrei kemur teljandi frost i 500 metra hæð nema síðasta vetrardag og á sumardaginn fyrsta. Um maí gegnir öðru máli. Þá er svo kalt fyrstu þrjár vikurnar, að aldrei þiðnar í 1500 metra hæð. Þó tekur út yfir dagana 11. til 16., enda var þá og næstu daga á eftir vorhretið mikla, sem Ólafur Einar Ólafsson ritaði um í 1. tölublað jressa rits. Tímabilið frá 20. maí til 6. október einkennist af jrví, að aldrei mældist frost í 500 metra hæð. Þetta má kalla hið eiginlega sumar. Hitasveiflur eru þá litlar, eða a. m. k. miklu minni en yfir vetrarmánuðina. Eftir sömu reglu liófst sum- arið 1954 liálfri annarri viku fyrr og entist jtrem vikurn skemur en sumarið í fyrra. Þrátt fyrir frostleysu í lausu lofti 500 metra fyrir ofan sjó, hefur þó án efa á þessu tímabili komið næturfrost í þessari hæð á fjöllum og hálendi. Nægir í Jtessu sambandi að minna á, að á kyrrum nóttum mælist hitastig oft fjórum til fimm gráðum lægra niðri við grasrót en í tveggja metra hæð frá jörðu. Þessu veldur kólnun landsins vegna útgeislunar á nóttunni, Jtegar hlýir vindar eða sólargeislar eru engir til að bæta upp hitatapið. Eftir hlutfallslega hitasveiflulítið veðurfar sumarsins kemur svo veturinn, sem má teljast byrja nteð kuldakasti rétt fyrir miðjan oktober, eða viku fyrir vetur- nætur. Nóvember er fremur hlýr mánuður með tólf daga lilákukafla um og eftir miðjan mánuðinn og stuttum kuldaköstum á undan og eftir. Allan desem- bermánuð er kalt, sem bezt sést á því, að í 500 metra hæð er aldrei þíða svo heitið geti nema þrjá daga rétt fyrir miðjan mánuðinn og svo aftur á gamlársdag. KULDARNIR Á VETURNA OG VORIN. Kuldarnir, sem koma á veturna og líta út eins og djúpir dalir á línuritun- um, berast til landsins með norðlægum vindum. Þeir koma norðan af Dumbs- hafi og af norðanverðu Grænlandshafi. Allra kaldast verður þó, þegar hingað 44

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 2. Tölublað (01.09.1956)
https://timarit.is/issue/298342

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. Tölublað (01.09.1956)

Aðgerðir: