Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 28

Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 28
Nú í vetur var veðrið á Pálsmessu, 25. janúar, gott, þó ekki væri alveg heiðskírt hér. Þá skal ég nefna Maríumessu, 25. marz. Ég held, að yfirleitt hafi menn haft mesta trú á henni af öllum merkisdögum. Ég heyrði þá tala um, að tíðarfarið allt vorið færi eftir því, sem viðraði þá. Þá vildu þeir, að væri þíðviðri og liefzt rigningarsuddi. Bezt væri, að „drypi af kvisti". Hvað sem er nú um Maríu- messu að segja, hef ég tekið eftir því, að þegar gengur í norðanátt með frosti og snjókomu, sem oftast fylgir lienni, síðast í marz, heizt hún oft lengi fram eftir vori. Nú í vor spáði Maríumessan góðu. Hér var þíðviðri og rigning. Um sumardaginn fyrsta virðist, að ekki hafi öllum borið saman um það, hverju hann spáði, samanber vísuna: Frjósi sumars fyrstu nótt o. s. frv. Hér höfðu menn óbeit á því, ef gekk í frost með sumarkomunni, og einn gamali og athugull bóndi sagði mér, að það væri sín reynsla, að á það minnti lengi fram eftir vorinu, sem viðraði fyrsta sumardaginn. Ég hef líka veitt þessu eftirtekt og virðist það rétt, enda hef ég fyrir allmörgum árum kastað fram stöku, sem hljóðar svo: E£ sumar og vetur saman frýs, sannast mun það tfðum, þá er kuldi á vori vís, von á snjó og hríðunt. Nú fraus ekki saman sumar og vetur. Vetrarbrautin var eitt af því, sem menn studdust einna mest við við veður- spárnar, að minnsta kosti sumir, enda gilti hún fyrir allan veturinn og vorið. Hana varð að athuga „á milli messna", sem kallað var, rnilli Mikaelsmessu og Allra heilagra messu, í októbermánuði. Eftir þann tíma var ekki eins mikið að marka útlit hennar. Þegar ég var unglingur, spurði ég gömlu karlana, sem helzt athuguðu hana, liver einkennin væru, sem þeir færu eftir. Þeir sögðu, að byrjun vetrarins væri næst austri og svo áfram, miðveturinn um háloftið og vorið í vestri. Þeir kaflar, sem væru þéttastir, merktu úrkomu, en ekki væri hægt að sjá, hvort það væri snjór eða regn. Þó mætti frekar búast við snjó. Vanalegast virðist hún greinast í tvennt í vestri. Það kölfuðu þeir að hún væri klofin, og því meira sem liún væri klofin og því nær sem hún væri hávestri, því harðara vor. Nú hefur mér fundizt í seinni tíð, að ég sjái vetrarbrautina aldrei eins greini- lega og oft áður, hvernig sem á því stendur. í haust sá ég hana aðeins einu sinni í október, — en þá var sjaldan heiðskírt — þá var hún fremur ógreinileg, en hún endaði nær suðvestri en hávestri. Svo voru ýmis fleiri einkenni á lofti, sem athuguð voru fyrir veðri, svo sem Ijós á undan eða eftir sól, sól í úlfakreppu o. fl., sem ég gæti rifjað upp, ef þú hefðir gaman af að heyra um það, en þetta læt ég nú nægja í bili. Bið þig afsaka rabbið. Með kærri kveðju. Þinn einl. Hjalti Jónsson. 64

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 2. Tölublað (01.09.1956)
https://timarit.is/issue/298342

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. Tölublað (01.09.1956)

Aðgerðir: