Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 14

Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 14
máli jarðar á milli sín. Þessi bogi er 800 km á lengd, en hnötturinn er hringur (360°) og þess vegna er ummál hnattarins: 360 800 —= 48 x 800 = 38400 km. 71/2 Nú er ummál hrings: 2^1' þar sem T =3!/t og r = geisli (radíus) hnattarins, 38400 38400 , 2 7T r = 38400 km eða r =------=--------= 6400 krn. 2 7T 6 Þessir útreikningar eru auðvitað ekki nákvæmir, heldur eru þeir settir hér fram til þess að sýna aðferðina. Skekkjan hjá Eratosthenes var innan við 4% miðað við nútíma aðferð, og verður Jtað að teljast mjög vel af sér vikið. Aðrir vísindamenn Jressa tíma töldu ummál jarðar ýmist talsvert meira eða minna, og samkvæmt Strabo vildi Poseidonius áætla ummál jarðarinnar um 10.000 km minna en Eratosthenes eða um 28000 km. Þetta hafði mikla sögulega þýðingu, því að það var einmitt þessi tala, sem Kolumbus notaði, þegar hann skipulagði för sína til þess að finna Indíalönd. Ef hann hefði vitað um skekkjuna, þá hefði liann ef til vill aldrei lagt upp. Eftir seinni heimsstyrjöldina fóru Bandamenn að grúska í gömlum skjölum Þjóðverja og fundu þá mælingar, sem náðu frá Finnlandi til eyjarinnar Krít. Það var þá ákveðið að halda þessum mælingum áfram og mæla bogann frá Finnlandi til Suður-Afríku. Eins og áður var sagt notaði Eratosthenes boga, sem var um 800 km langur en þessi bogi var tæplega 11000 km, og 1954 var lokið öllum út- reikningum, en þrátt fyrir alla þessa nákvæmni var mismunur ekki mikill. Fyrir styrjöldina hafði geislinn frá hnattmiðjunni að miðbaug jarðar verið talinn 6.378.388 metra langur en nú 6.378.260 metra langur. Mismunurinn er 128 metrar. Þetta er ekki mikill mismunur, þegar reiknað er með svona háum tölum. En þessi nýja lengd á geislanum verður notuð til þess að reikna út braut- ir gervilinattanna, sem verða settir á loft á næstunni. Það, sem mestu máli skiptir í þessum efnum, er samt ef til vill það, sém ekki kemur fram við fyrstu sýn, eh það er, að því nákvæmari sem slíkar mælingar eru, Jn í auðveldara er að stjórna íjarstýrðum helsprengjuskeytum, sem hægt verður að senda heimsálfa á milli. VEÐURSPÁ. Sigurður skógarvörður Jónasson í Varmahlíð i Skagafirði er lipur liagyrðing- ur og lætur stundum fjúka í kviðlingum. Eitt sinn í vor sá hann „veðurhús" á bæ, þar sem hann kom, en það er tilfæring til þess að spá veðri eftir líkt og loftvog. í veðurhúsinu er karl og kerling, og tvennar útidyr eru á því. Er ekki að orðlengja Jtað, að þegar annað kemur inn um sínar dyr, þá skreppur hitt út um næstu dyr. Þegar karl er úti, þykja veðurhorfur ískyggilegar, en kerling vogar sér helzt út í góðviðri. — Nú var karlinn utan dyra, þegar Sigurð bar að garði. Varð honum þá að orði: Nú er illra veðra von, vættir góðar flýja, Jón er úti Eyþórsson, inni Teresía. 50

x

Veðrið

Undirtitill:
Tímarit handa alþýðu
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2251-4163
Tungumál:
Árgangar:
21
Fjöldi tölublaða/hefta:
42
Gefið út:
1956-1978
Myndað til:
1978
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Veðrið.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 2. Tölublað (01.09.1956)
https://timarit.is/issue/298342

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. Tölublað (01.09.1956)

Aðgerðir: