Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 12
ekki náð að renna fram, heldur sigið niður 1 snjóinn, setzt þar að og myndað
skara eða íslag.
Annars er það fleira en hitastig loftsins eitt, sem ræður, hve mikill snjór
bráðnar á ákveðnum tíma. Til viðbótar koma áhrif vindhraðans og rakastig
loftsins. Þegar veðurhæðin vex, kemst hlýja loftið betur í snertingu við snjó-
inn til að bræða hann. Og loftið, sem hefur kólnað við að eyða hita sínum í
snjóinn, berst þá einnig burt, þvl að með vaxandi vindhraða vex fjöldi og styrk-
ur hinna örsmáu iðukasta, sem ávallt myndast í lofti á hreyfingu.
Gufumettað loft bræðir og betur snjó en þurrt, vegna þess að hinn bundni
(latent) uppgufunarvarmi, sem leysist úr læðingi, þegar vatnsgufan þéttist í
dropa á köldum snjónum, á sinn þátt í að auka hlákuna. Sé loftið aftur á móti
mjög þurrt, eyðist nokkur hluti af varma þess í uppgufun á snjónum. En slik
uppgufun getur ekki orðið, ef loftið er mettað fyrir.
Rigning eykur nokkuð snjóbráðnun, en þó ekki eins mikið og ætla mætti.
Þetta verður skiljanlegt, þegar þess er gætt, að bræðsluvarmi íss er 80, en það
þýðir að vatnsdropi þyrfti að vera 80 stiga heitur til að bræða jafnþunga sinn af
ís eða snjó. Á hinn bóginn er það að mjög miklum hluta regnið, sem veldur
vatnsaga og flóðum á veturna. Er augljóst, þar sem ekki kom fylla í ár í febrúar-
hlákunni, að ekki hefur mikið regn fylgt henni. Annars er það algengt á Suður-
landi, að regn sé samfara vetrarhlákum.
Það er venjan snemma á vorin, að litill sem enginn snjór er á láglendi, en
þegar kemur hátt upp í fjöll er aftur á móti mikil fönn. Skiptir oft snöggt um
á einhverju mjóu belti frá nær auðri jörð til snjóþyngsla. Á hálendi fellur
meiri úrkoma en á Iáglendi, og skýrir það að nokkru leyti hið mikla snjómagn
til fjalla. En hin snöggu umskipti verða ekki skýrð á annan hátt en þann, að
hlákur á útmánuðum nái ekki nema upp í ákveðna hæð að jafnaði, og að þar
fyrir ofan sé einnig snjókoma, þegar rigning er neðar.
Þegar Sigurjón Rist og Guðmundur Jónasson fóru inn á öræfi í april nú í
vor, kváðu þeir lítinn snjó vera fyrir neðan 500 metra liæð en mjög mikinn
strax og hærra dró. Hér fer á eftir tafla, er sýnir þíðviðri næstliðinn vetur.
ÞíðviðrÍ velurinn 1955—56, mœld i gráðudagrum.
Hæð frá sjó Okt. Nóv. Des. Jan. Febr. Marz. Apr. Meðaltal
49 m 300 290 50 60 210 270 250 190
500 m 140 200 10 40 - 110 120 110 105
1000 m 30 100 0 20 30 40 40 35
1500 m 20 40 0 10 10 10 10 15
2000 m 10 10 0 0 0 10 0 5
Taílan sýnir, að í 500 metra hæð hefur þíðviðri verið rúmlega 100 gráðudægur
á mánuði, hvort heldur er miðað við allan veturinn sem heild eða aðeins þrjá
síðustu mánuði hans, en það samsvarar því, að frost væri tvo daga af þremur og *
þriðja daginn fimm stiga hiti. Samkvæmt töflunni og athugun þeirra Guðmund-
48