Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 16
Geisli loftsteins .............. lm lOm 100 m 1000 m
Hraði í m/sek .................. 700 2600 8300 22000
Orka í erg ..................... 2,5x10» 3,4xl0!<> 3,4xlOn 2,4x1012
Orka í kgm ..................... 25,4 346 3460 24500
Hér er gert ráð fyrir, að loftsteinar séu hnöttóttir. Geisli er fjarlægð frá mið-
depli þeirra að yfirborði.
Stærð loftsteina er mjög mismunandi. Hinn mesti, sem vitað er um, fannst í
Afríku árið 1920. Hann er ferhyrnd hella, 2.95 x 2.84 m að stærð og 1.25 — 0.55
m á þykkt og vegur 60 tonn. Við Yorkliöfða á Grænlandi hafa fundizt mörg brot
úr loftsteini, er vega til samans 33 tonn. Eitt jreirra stendur við steinasafnið í
Kaupmannaliöfn. Það vegur 3500 kg.
Þegar slíkum lieljarbjörgum lýstur niður, með ofsahraða, verður af því þungt
liögg, sem bæði grefur djúpan gíg í jörðina og framleiðir mikinn liita. — Járn
gufar upp við 3200 stiga liita á Celsius-mæli. Til þess að liita eitt gramm af járni
frá altæku frostmarki (— 273° C) í himingeimnum og upp í 3200° C, þarf orku,
sem mundi nema 7.9X1010 erg eða 810 kílógramm-metrum. Hnöttóttur loft-
steinn með 10 metra geisla mundi því framleiða svo mikinn hita, að talsverður
liluti lians gufaði upp við höggið, og steinn með 100 m geisla mundi gufa upp
að mestu eða öllu leyti.
Svo stórir loftsteinar hafa aldrei fundizt, en verksummerki benda þó til þess,
að þeir hafi fallið til jarðar. M. a. eru allvíða gígskálar, sem ekki hafa myndazt við
eldsumbrot. Einn slíkur gígur er í Arizona og kallast Cnnon Diablo, sem mundi
svara til Vítis á voru máli. Gígur þessi er 1220 m í þvermál og um 180 m djúp-
ur. Umhverfis hann liafa fundizt margir loftsteinar, er vega til samans 15—20
tonn, sumir í 8 km fjarlægð. Bendir allt til þess, að gígurinn sé eftir loftstein,
og auk þess gekk sú þjóðsaga meðal Indíána, að guðir þeirra hefðu eitt sinn
komið af himnum og horfið þarna í jörð niður með miklum þrumugný og eld-
ingum. Hins vegar hefur fræðimönnum reiknazt svo til, að loftsteinn, er nægði
til að mynda slíkt gimald, hlyti að vera 150 m í þvermál og vega 10 milljónir
tonna.JVfeð því að molar þeir, sem fundizt hafa umhverfis gíginn, eru úr járni
og nikkeli, var gerð mikil og kostnaðarsöm leit í gígbotninum, en þar fannst
enginn málmur, að heitið gæti. Er því sennilegt, að loftsteinninn hafi að mestu
gufað upp, um leið og honum laust niður.
Mesti gígur af þessu tæi fannst árið 1950 í Labrador. Er hann 3300 m að þver-
máli og 110—180 m djúpur. Hefur gígurinn grafizt í harða graníthellu, og engar
minjar eru þar um eldgos, og engir loftsteinar hafa fundizt þar í grennd. Allra
líkur benda þó til þess, að gígurinn sé eftir heljarmikinn loftstein, er hefur fallið
eftir að ísöld lauk, sennilega fyrir rúmum 30 öldum.
Hinn 30. júlí 1908 féll loftsteinn mikill í Siberíu, og sögðu sjónarvottar, að
hann liefði sýnzt álíka stór og sólin. Jarðskjálftamælar í 5000 km fjarlægð sýndu
jarðhræringar á sama tíma. Staðurinn, þar sem vígahnöttur þessi kom niður, fannst
ekki fyrr en 1927 og þótti jarðrask þar furðu lítið, aðeins nokkrir 10—50 m víðir
og allt að 4 metra djúpir pyttir. Ekki fundust nein málmbrot, þótt borað væri
52