Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 13
ar og Sigurjóns má gera ráð fyrir, að ákoma og bráðnun lialdist nokkurn veginn
í hendur suðvestan lands í þeirri hæð, sem hefur 100 gráðudægra hlákur á mán-
uði, a. m. k. þegar úrkomumagn er nálægt meðallagi, eins og það var eftir ára-
mót. Fyrir neðan þá hæð festir ekki snjó til lengdar, en ofar bætir stöðugt á. Til
þessa bendir og, að desember og janúar voru einu snjóamánuðir vetrarins í
Reykjavík, en þá var líka snjór lengst af, þó að úrkomumagn væri langt undir
meðallagi. Hlákumagn hvors mánaðar var heldur ekki nema 50 til 60 gráðu-
dægur niðri á láglendi, en það samsvarar þeirri þíðu, er var í 800 til 900 metra
hæð á útmánuðum í vetur. Og ef 100 gráðudægra mörkin breyta litið um hæð
allan seinni liluta vetrar er ekkert eðlilegra en að skipti snöggt um frá auðri
jörð i fannfergi nálægt þeim snemma á vorin, því að þar fækkar um tíu gráðu-
dægur á mánuði, þegar hæðin vex um fimmtíu metra.
BORGÞÓR H. JÓNSSON veðurfrœdingur:
Hnattmælingar
í bandaríska tímaritinu Time 14. maí 1956 er skýrt frá því, að nýlega sé lokið
útreikningum á ummáli hnattarins. Þessar mælingar voru gerðar á vegum
bandaríska liersins, en aðferðin, sem notuð var, er hér um bil 2100 ára gömul.
Eratosthenes hét bókavörður í Alexanderíu, og er æviskeið hans talið 275—
194 f. K. Þar sem hann var bókavörður, hafði liann greiðan aðgang að ýmsum
fróðleik, svo sem um merkisatburði í sambandi við árstíðahátíðahöld o. fl.
Hann komst á snoðir um það, að á liádegi vissan dag ársins endurspeglaðist
sólin í djúpum brunni nálægt bænttm Syene (nú Assonan) við efstu flúðirnar
i ánni Níl. Þessi bær liggur einmitt við endimörk hitabeltisins, og spegilmynd
sólarinnar sást í vatninu á hádegi á sumarsólstöðum 21. júní ár hvert, þegar
sólargangur er lengstur. í Alexanderíu, sem er um 800 km í hánorður frá Syene,
mynda sólargeislarnir 7\A° horn við lóðrétta obelisku 21. júni, og þar með hafði
Eratosthenes fengið nógu miklar upplýsingar til þess að mæla ummál hnattar-
ins á einfaldan hátt. í stuttu máli var grundvöllurinn þessi:
1) Ljósgeislar, sem koma úr mikilli fjarlægð, virðast samsiða.
2) Lína, sem sker tvær samsiða linur, sker þær undir sama horni.
3) Bein lína frá himintungli, sem er beint vfir höfði manns (í hvirfilpunkti),
liggur í gegnum hnattmiðjuna.
4) Sólin er í hádegisstað á sama tíma á öllum þeim stöðum, sem eru á sama
lengdarbaug, þ. e. á öllum stöðum sem eru beint i norður eða suður frá at-
hugunarstaðnum.
Þar sem Alexandería var í hánorður frá Syene, þá hlaut sólin að vera i há-
degisstað á sama tíma á báðum stöðunum.
Eratostlienes reiknaði því þannig:
Geislar frá lmattmiðjunni til Alexandríu og Syene skera 7i/o° boga af um-
49