Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 9
blása vindar írá Norðaustur-Grænlandi, héruðunum við Scoresbysund og þar
fyrir norðan, austan við meginjökulinn. Loft, sem blæs ofan af jöklinum sjálf-
um, hlýnar eina gráðu á liverjum 100 metrum vegna aukins þrýstings á leið
sinni niður, og verður þess vegna aldrei mjög kalt, þegar kemur niður undir
sjávarmál.
Ef jökullaust, flatt land væri þar, sem nt'i er Grænlandsjökull, og veðurfar á
norðurhveli jarðar svipað og er, má ganga út frá því sem vísu, að hér á landi
væru miklu meiri vetrarhörkur en við eigum að venjast. Þessi mikli íshryggur
veitir okkur ágætt skjól á sama liátt og Vatnajökull skýlir Skaftfellingum fyrir
norðannæðingum. Við eigum þess vegna að hugsa til jökulsins með hlýjum hug
og þakklæti en ekki óhug og kuldahrolli.
Á sumrin er dagur allan sólarliringinn í heimskautahéruðum Grænlands,
svo að þar hlýnar smátt og smátt, og eftir að kemur fram í júní verða þar sjald-
an mikil frost. Og þegar frostlaust er orðið á Norðaustur-Grænlandi, þarf ekki
lengur að óttast alvarleg kuldaköst hér á landi á vorin. En á meðan enn er
tveggja til fimm stiga frost á Tobinhöfða, má alltaf búast við hretum á Norður-
landi, þó að komið sé fram um miðjan júní.
VETRARHLÁKUR.
Þegar hlýindakaflar koma á veturna, er vindáttin ævinlega suðlæg, og til
landsins berst hlýtt loft sunnan úr höfum. Þetta loft kemur misjafnlega langt
sunnan að, en oft frá þeim hluta Atlantshafsins, sem liggur á milli fertugustu
og fimmtugustu gráðu norðlægrar breiddar. Loftið er þar 10 til 16 gráðu heitt,
en á leið sinni norður kólnar það smám saman með lækkandi sjávarhita, eink-
um neðsta lagið, og við suðurströnd íslands verður lofthitinn sjaldan hærri
en 6 til 8 stig um háveturinn við yfirborð sjávar. Ofar getur verið tiltölulega
hlýrra, og sjást þess ýmis dæmi með samanburði á hitafarinu í 500 og 1500
metra hæð.
Eins og áður var vikið að, má á vissan hátt telja vetrinum 1954—1955 lokið
hinn 20. maí, og eftir sömu reglu hefur hann hafizt 15. september haustið áður.
Allt þetta tímabil hefur snjór legið á fjöllum, a. m. k. fyrir ofan 1000 metra
hæð, og alltaf bætt á heldur en hitt, þó að nokkrar hlákur hafi kornið um veturinn.
Fróðlegt er að athuga, live margar og miklar hlákurnar hafa verið. Þá vaknar
spurningin: Hvernig á að mæla stærð einnar liláku? Hlýindi verður að telja
því meiri sem jjau standa lengur, og auk þess er magn þeirra í réttu hlutfalli
við hitastigið. Það liggur því nærri að mæla hláku í gráðudœgrum. Hláka, sem
er eitt gráðudægur, hefur þá staðið í tólf klukkustundir og hitinn verið eitt
stig að meðaltali allan tímann. Eins eru það átta gráðudægur, þegar tveggja
stiga hiti liefur verið að meðaltali í tvo sólarhringa.
Samkvæmt þessari skilgreiningu hafa lilákur umræddan vetur verið 55 gráðu-
dægur alls í 1500 metra liæð. Verður það að teljast mjög lítið á heilum vetri
og samsvarar því, að fjögurra stiga hiti liefði verið í eina viku. Helztu samfelldu
hlákurnar í 1500 metra hæð voru fjórar alls:
45