Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 26

Veðrið - 01.09.1956, Blaðsíða 26
Myndin sýnir hvernig hraði hljóðsins breytist með hœðinni yjir Keflavikurflug- velli 2. febrúar 1954 (til vinstri). Til hægri eru dregnar nokkrir hljóðgeislar, sem sýna endurkast hljóðsins. Strikuðu hlutar myndarinnar eru þau svaði, þar sem ekkert heyrist í sþrengingunni. Myndin sýnir hraða liljóðsins, eins og liann var um kl. 18 2. febrúar (til vinstri). Þar er tekið tillit til vindsins, þannig að sá hluti vindhraðans, sent liggur í stefnunni frá Keflavík til Reykjavíkur, er lagður við hraða liljóðsins, eins og hann mundi hafa verið í kyrru lofti. Breytingin með hæðinni stafar að mestu leyti af breytingum í vindhraðanum. Til hægri á myndinni eru dregnar línur, sem liljóðið fylgir (hljóðgeislar), og sést þar, að liljóðgeislar, sem berast frá sprengingunni undir 11°—16° horni bogna niður á við í 2—3 km hæð og koma til jarðar í 33—55 km fjarlægð frá sprengingunni. Þeir hljóðgeislar, sem liæst fara, koma til jarðar næst spreng- ingunni. Af þessu sést, að þeir liljóðgeislar, sem koma til jarðar í Reykjavík, hafa borizt upp í um 3 km hæð. Strikuðu hlutar myndarinnar eru þau svæði, þar sem engir hljóðgeislar eru, og hefur þar ekki heyrzt neitt til sprengingar- innar. Þegar sprengingin varð 20. október, var hraði hljóðsins að viðbættum vind- hraðanum í stefnu frá Keflavík til Reykjavíkur um 338,5 metrar á sek. við jörð og hélzt jafn upp í 750 m hæð. Þar fyrir ofan óx hraðinn, og var orðinn um 342 m/sek í 2000 m hæð en minnkaði aftur þar fyrir ofan. í þetta skipti hafa þeir hljóðgeislar, sem bárust til Reykjavíkur, endurkastazt í 1000—2000 m hæð, og er það sérstaklega eftirtektarvert, að það svæði, þar sem endur- kastaðir hljóðgeislar komu til jarðar, er mjög mjótt, varla meira en 3—5 km. Þess vegna hefur sprengingin heyrzt svo greinilega i Reykjavik, en að líkindum liefur ekkert eða mjög lítið lieyrzt strax utan við borgina, t. d. á Álftanesi eða við Elliðaár. 62

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.