Veðrið - 01.04.1963, Blaðsíða 6

Veðrið - 01.04.1963, Blaðsíða 6
Þvermál kúlunnar er að ofangreindu, frönsku máli 1 þuml. 3i4 línu, en pípunnar 2/3 eða því sem næst 2yi> lína, hvort tveggja miðað við utanmál. í fyrravetur kom það oft fyrir, að kvikasilfrið í henni stóð einni línu hærra en í loftvoginni, sem í mörg ár hefur verið notuð til veðurathugana í Sívalaturni og hékk í sömu hæð. I Kaupmannahöfn var kvikasilfrið fyrst mælt og síðan vegið og sett í lireina flösku, en þegar eftir komu mína til íslands lireinsaði ég það með því að þrýsta því nokkrum sinnum í gegnum skinn. Því næst hellti ég sömu þyngd í glerpípuna, án þess að nokkrar loftbólur væru sýnilegar, enda sýndi það sömu hæð og áður. Á Bessastöðum hékk loftvogin lóðrétt í h. u. b. 18 álna (danskra) hæð miðað við hálffallinn sjó, en á Lambhúsum í 15 álna hæð. Auk þessarar loftvogar hef ég jafnan haft aðra til samanburðar, og hefur sjaldnast skakkað meira en 14 línu á þeini og aldrei yfir i/2 línu við örustu breytingar. Hitamælir, sem hita og kuldastig eru tilfærð eftir, fékk ég einnig hjá ofan- greindum prófessor Bugge. Mælirinn er gerður árið 1768 af Johan Lerra og merktur Farenheit-stigum annars vegar og Réamurs hins vegar. Til 32 stiga á Farenheit svara 0 stig á Réamur eða frostmarkið; til 212 stiga svara 80 st. eða suðumarkið, en til 104 stiga svara 32 stig á Réamur. Af þessu má sjá, hvort notað er hið gamla eða nýja gráðutal Réamurs, og vísast í þvi efni til greinargerðar próf. Kratzensteins í ritum Lærðafélagsins í ICaupmannahöfn, 10. bindi, 344. bls. Kvikasilfur er í mælinum og efri endi hans bræddur saman. í samanburði við liitamæli þann, sem í fyrravetur var notaður til athugana í Sívalaturni, sýndi þessi mælir oft ll/2 stigi hærra. Á Bessastöðum hékk hann um það bil 4 álnir frá jörð norðan á vegg, sem festur var i þverhús nokkurt að austanverðu. Sólin gat því eigi skinið á mælinn fyrr en hún var komin í vestur, og því er sums staðar skrifað í hitadálkinn: i sól. Á Lambliúsum hefur mælirinn að vísu hangið í siimu hæð, en á vegg gegnt austri, þar eð ekki var völ á heppilegri stað. Að morgninum gat því sólin skinið á hann, þegar veður var bjart, en ekki á öðrum tímum dagsins. Við morgunatliugun er því sums staðar sett: i sól. Til frekara öryggis hef ég oft haft annan mæli vestan í móti, sem að vísu liefur ekki sýnt sama hitastig, en oftast nær sama mismun. Morgunathuganir eru gerðar um kl. 6, miðdegisathuganir kl. 12 og að kvöldinu kl. 6. Veðurlag yfir nóttina er oftast miðað við frá 8—9 og eins lengi fram eftir og ég hef sjálfur fylg/.t með, en frá kl. 3—4 er það skrifað við morgunathugun. Vindmagn hef ég, eftir því sem unnt var, tilfært með sömu orðum og notuð voru á minni tíð í Sívalaturni, sem sé frá 1775 þangað til í júní 1779. Eru orðin skrifuð með veðrinu, og má ef vill tákna logn með 0; hægviðri eða nærri logn með 1; vindblæ með 2; blástur með 3; sterkan blástur með 4; storm með 5; og sterkan storm með (i. Óvist og sennilega er skrifað í dálkinn í logni. 4 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.