Veðrið - 01.04.1963, Blaðsíða 18
Stefán skáld frá Hvítadal virðist hafa verið veðurnæmur maður. Norðanátt-
inni lýsir hann þannig:
Ég hef löngum lítinn mátt
í leik við norðanátt.
Sólskinið verður honum aftur á móti upplyfting og hugarlétting.
Það birtir yfir hugans hag
við heiðra draurna lag.
Nú get ég sungið gleðibrag
um góðviðrið í dag.
Vorið virðist vera sérstakur vakningatími skálda. Til er urmull af vorvísum,
þar sem skáldin prísa batnandi veðráttu og hækkandi sólargang. Þetta er í góðu
samræmi við veðurfarsskýrslur, sem sýna, meðal annars, ört hækkandi loftþrýst-
ing (sjá línurit). Vetrarkvíðinn er gleymdur og þreytan vegna vetrarins dvínar.
Jónas Hallgrímsson lýsir þessu svo:
Ekkert betra
ég í letri
inna má; —
svo er vetri vikið frá;
uni fleti
hver, sem getur,
heimskum gærum á. —
Önnur er mín þrá.
Línurit I sýnir meðalloftvægi í Reykjavík fyrir hvern mánuð ársins, árin
1901 — 1930. Sést á því, að loftþrýstingur hækkar mjög ört frá janúar til maí,
en þá er hann hæstur. Hækkunin nemur rúmlega 12 mm kvikasilfurs (Hg) eða 16
millibörum og samsvarar kringum 1,6% breytingu. Þetta þýðir, að loftþunginn
eykst að jafnaði um 270 kg á líkama meðalmanns tímabilið janúar—maí. Tveggja
til þriggja daga breytingar á loftþrýstingnum samfara djúpum lægðum geta
orðið 3—4 sinnum meiri, og má t. d. benda á dagana 22.-24. marz 1963, en þá
féll loftþrýstingurinn úr 1025 mb niður í 975 mb á 3 dögum á Suðvesturlandi.
Þetta samsvarar um það bil 5% breytingu og þýðir, að loftþunginn á livern
íbúa Reykjavíkur minnkaði um 850 kg þessa daga.
Á íslandi er veturinn að jafnaði langur og erfiður mönnum og dýrum. Það
er því skiljanlegt, að komu vorsins sé beðið með óþreyju. Líkamlegur og and-
legur þróttur manna er yfirleitt minnstur á vorin, en vorkoman hefur örvandi
áhrif á „huga og hönd". Þessi örvun er samt ekki öllum jafnholl, því að hún
16
VEÐRIÐ