Veðrið - 01.04.1963, Blaðsíða 33

Veðrið - 01.04.1963, Blaðsíða 33
Væri bilið minna en 2770 melrar reyndist úrkoman snjór, en rigning ef bilið var meira en 2800 metrar. Væri bilið milli þessara takmarka, var úrkoman slydda. Ætla mætti, að snjókoman væri eingöngu tengd liitastigi við jörð, en svo var ekki, þykkt loftslagsins eða meðaliiiti þess reyndist betri spástuðull. Geta má í þessu sambandi, að 1000 mb flöturinn er oftast nálægt jörðu. Ég vitnaði hér að framan til gamallar veðurvísu, sem ég sagði að ætti ýmis- legt sameiginlegt við statistiskar veðurspár. Skal ég nú fjalla nánar um þetta atriði, og benda á, livað er sameiginlegt og hvað ólíkt. Vísan segir samband milli iitarafts tunglsins, vinds og vætu. Skært tungl á að boða hreinviðri, en rautt tungl eða bleikt hvassviðri eða rigningu. Þetta mun hafa við eitthvað að styðjast, en mig grunar þó, að bragfræðin hafi líka liaft dálítil áluif á veðurspána. Litur tunglsins er hér spástuðull, en veðurþættir eru vindar og úrkoma. Öll þcssi atriði verða í tölum talin, og möguleikar cru því fyrir hendi að tengja þessi atriði saman með stærðfræðilíkingum. En vafa- samt er, hvort samband veðuratriðanna sé svo glöggt, að líkingarnar hafi nokkra hagnýta þýðingu. Veðurspáin í vísunni og statistiskar veðurspár byggjast á reynslu, en síður á þekktu orsakasambandi milli veðuratriða. Lengra nær samlíkingin ekki. Statistisku spárnar setja glögg tímatakmiirk á veðurþætti sína, vísan hefur þau engin, frek- ar en flestar alþýðuspár. Kerfisbundin notkun reynslunnar er aðaleinkenni statistisku spánna, í vísunni er notkun reynslunnar kerfislaus. Menn munu spvrja, livort statistiskar veðurspár konri í stað hinna, sem byggðar eru á lögmálum aflfræði og liitafræði að mismunandi miklu leyti. Ég lield að svo verði ekki. Vísindamönnum er ekki nóg að vita eitthvert samband veður- atriða, þeir verða að finna og skilja orsakasambandið. En miklar og tímafrekar rannsóknir getur þurft að gera áður en slíkt samband finnst. Hinsvegar verður þörfin fyrir veðurspár, sem eru nákvæmari en ni'i og ná lengra fram í tímann, brýnni með hverjum áratug. Söfnun veðurfregna hefur nú staðið yfir í allmarga áratugi, svo miklu efni er úr að vinna fyrir þá, er statistiskar spár gera. Þess vegna standa vonir til, að statistiskar veðurspár geti fljótlega orðið við kröfum tímans. Eftirmáli. Ég hef notað hér orðin statistik og statistiskur, þótt erlend séu, þar sem ég felli mig ekki við orðið tölfræðilegur. Ef lesendur mínir geta bent á viðfelldið orð, sem nota mætti í staðinn fyrir orðið statistisk í sambandi við veðurspár, væri ég þeim þakklátur fyrir vikið. H. S. VEÐRIÐ -- 31

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.