Veðrið - 01.04.1963, Blaðsíða 29

Veðrið - 01.04.1963, Blaðsíða 29
694 mm, á Akureyri 507 mm, í Vík í Mýrdal 2107 mm og á Fagurhólsmýri 2056 mm. Fram til þess, að mælingar hófust á Kvískerjum, mun yi'irleitt hafa verið talið, að Hveradalir á Hellishciði væri sá byggður staður á landinu, sem mesta liefði úrkomu. Á árunum 1927 til 1934 gerði A. C. Flöyer, garðyrkjumaður, veð- urathuganir þar og mældi þá meðal annars úrkomu. Fyrsta og síðasta árið voru mælingarnar ekki gerðar allt árið, en liin sex árin reyndist meðalársúrkoma 2877 millimetrar. Er það 574 mm lægra en meðaltalið fyrir Kvískcr undanfarin þrjú ár. Bendir samanburður við nálægar veðurstöðvar eindregið til, að hér sé ekki um tilviljun að ræða, heldur sé úrkoma að jaínaði mun rneiri á Kví- skerjum en í Hveradölum. Mest hefur mánaðarúrkoma á Kvískerjum til þessa mælzt 561 mm, og var það í október 1961. Er mér ekki kunnugt um, að svo mikil eða meiri mánaðar- úrkoma hafi mælzt á öðrurn íslenzkum veðurstöðum, nema tvisvar sinnum í Hveradölum og einu sinni í Stóra-Botni í Hvalfirði. Ýmis dæmi eru þess, að mjög mikið rigni á Kvískerjum á skömmum tíma. Þannig mældist t. d. 175 mm þann 4. júlí árið 1960 og 125 mm daginn eftir eða alls 300 mm á tveimur sólarhringum. Er hér um fádæma mikið úrfelli að ræða, og veit ég einungis tvö hérlend dæmi jress, að sólarhringsúrkoma hafi mælzt meiri en 175 mm. Annað er frá Vík í Mýrdal, en jrar mældist 216 milli- metra úrkoma á 24 klukkustundum þ. 25.-26. desember 1926. Hitt dæmið er frá Stóra-Botni, en jrar rigndi 185 mm einn sólarhring í nóvember 1958. Einhverjum kynni nú að detta í liug, að illt væri að búa á Kvískerjum, því að Jiar væru sífelldar rigningar og votviðri, en svo mun ])ó ekki vera. I rauninni munu þeir dagar, sem einhver dropi kemur úr lofti, lítið eitt færri á Kvískerjum en t. d. í Reykjavík. Þannig telst mér til, að árið 1962 hafi fjöldi daga með mælanlegt úrkomumagn verið 193 á Kvískerjum, 209 í Reykjavík, en 228 á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Orsakir hins mikla úrfellis á Kvískerjum má að sjálfsögðu rekja til legu staðarins austan undir liáum fjalls- og jökulhlíðum, þar sem suðlægir og aust- lægir loftstraumar, hlýir og vatnsmiklir, þvingast upp á við. En við uppstreymið kólnar loftið, vatnseimurinn þéttist, og niður fellur stórgert regn. Má gera ráð fyrir, að ofarlega í þessum lilíðum og á jöklum uppi, sé úrkoma mest á íslandi, enda er juið næsta almenn regla, að úrkomumagn vaxi með hæð yfir sjó. Hefur verið talið, að úrkoman væri meiri en 4000 millimetrar á stóru svæði á sunnan- verðum Vatnajökli, en ekki kæmi mér á óvart, þótt upp af Kvískerjum væru staðir, þar sem úrkoman næði 5000 millimetrum á ári, svo einhver tala sé nefnd. Flosi Hrafn Sigurðsson. VEÐRIÐ 27

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.