Veðrið - 01.04.1963, Blaðsíða 22
lil greina að nota meðaltal vindsins á þeint tíma, sem ölduhæðarkortið á við,
og vindsins 12 tímum áður. Hefur enskur veðurfræðingur, F. E. Lumb að
nafni, náð góðum árangri í að meta vindöldu á þennan hátt. Með því móti
verður þó ölduhæðarkortið ekki tilbúið fyrr en sex klukkustundum síðar en
með þeirri aðferð, sem hér er lögð til, en það atriði sýnist mér töluvert þungt
á metunum.
Undiralda.
Hér hefur því verið lýst, að vindbáran fer eftir vindinum síðasta hálfan sólar-
hringinn eða svo. Undiraldan á sér aftur enn eldri uppruna og margbrotnari
að ýmsu leyti.
Eitt er það sérkenni undiröldu, að hún berst nteð frentur jiifnum hraða nálægt
200 sjérmílur á 12 klukkustundum. Jafnframt dánar hún af, ef vindur er liægur,
og má telja þá breytingu um 20 af hundraði á þessum tíma.
Hugsum okkur nú, að við þekkjum ölduganginn, bæði vindbáru og undir-
öldu, fyrir 12 tímum. Ef við vitum stefnu öldunnar þá, er eftir þessu hægt að
færa hana áfram í sömu átt á kortinu um 200 sjómílur og draga jafnframt tir
henni um /5. En málið er ekki alveg svona einfalt. Undiraldan berst ekki
aðeins í ákveðna átt, heldur dreifast áhrif hennar til ýmissa átta, a. m. k. 45°
báðum megin við aðalstefnuna. Auk jress er Jrað algengt, að ógerlegt sé að
ákvarða aðalstefnuna á hverjum stað, og er þá ekki réttara að búast við, að ald-
an færist í eina átt fremur en aðra næstu 12 tíma.
Til þess að gera málið auðveldara viðfangs er því gerð hér tilraun með þá
lausn að telja hæð undiröldu á hverjum tíma y5 af meðalhæð öldunnar í 200
sjómílna fjarlægð frá staðnum 12 klukkustundum áður.
Þessi aðferð hefur þann kost, að hún er fljótleg og einföld, jrótt aðeins sé
notuð við hana teikning á korti. Er þetta svonelnd útjöfnun, sem er einmitt
stundum viðhöfð við veðurspár, nteðal annars við undirbúning á þeim spám
fyrir tvo sólarhringa, sem Veðurstolan gefur út á kvöldin.
Á þennan hátt er Jrá hægt að meta hæð undiröldu á hverjum tíma, ef kunn-
ugt er um ölduhæð 12 klukkustundum áður, og gert er ráð fyrir, að vindur
liafi verið hægari en til þessarar iilduhæðar svarar á tímabilinu.
Olduhccð fu7idin.
Þegar búið er að meta bæði vindöldu og undiröldu eins og áður er sagt,
er eftir að áætla sameiginleg áhrif þeirra á ölduhæðina. Er reynt að leysa þann
vanda á þann liátt, að á hverjum stað er valin sú hæð, sem er rneiri, hvort
sem er á undiröldu eða vindbáru.
Á 1. mynd er sýnt, hver ölduhæðin verður eftir þessu klukkan 17 að kvöldi
23. marz 1963. Má lesa jtessa ölduhæð eftir hæðarlínunum, sem teiknaðar eru
og merktar með metratölu, en í svigum er einnig sú ölduhæð, sem veðurskipin
tilgreindu á sama tíma. Samsvarandi veðurkort er á 2. mynd.
Þegar einu sinni er búið að finna ölduhæðina með jiessu móti, er kominn
20 --- VEÐRIÐ