Veðrið - 01.04.1963, Blaðsíða 11
KNÚTUR KN U J)SHN, veðurfreeöingur:
Haust og vetur 1962-1963
September. I mánuðinum var tíð fremur liagstæð. Hitinn var nálægt meðal-
lagi, en úrkomumagnið víðast með minna móti, einkurn austan lands.
í kringum þann ellefta var víða nokkurt frost, og fcll þá kartöflugras.
Sextánda var vindur norðanstæður, 10—11 vindstig austan til á landinu, en
skemmdir urðu ekki teljandi.
Þann 23. fór djúp lægð norðaustur yfir Breiðafjörð. Fylgdi norðanrok og
slydda á Vestfjörðum, en annars staðar vestanátt, víða 10—11 vindstig. Varð af
talsvert tjón á bátum og mannvirkjum.
Oklóber. Suðlæg átt var ráðandi til 22. Var þá blíðviðri á norðaustanverðu
landinu, en vætutíð á Suður- og Vesturlandi.
Um ntiðjan mánuðinn urðu skemmdir af völdunt stórrigninga á Vesturlandi
og jafnframt fádæma hlýtt norðaustan lands. T. d. komst liitinn á Skriðu-
klaustri yfir 17 stig.
Síðustu vikuna brá til norðanáttar, fór að írysta, og sums staðar snjóaði dálítið.
Fyrsti vetrardagur var 27., og daginn eftir var kornin vaxandi lægð yfir Græn-
landshafi.
Um kvöldið 28. fór að snjóa á Suðvesturlandi og síðan fljótlega um allt land.
1 birtingu 29. létti til suðvestan lands og síðar um daginn sunnan lands allt til
Austfjarða. Þann 30. er lægðin komin austur fyrir land með stöðugri snjó-
komu um allt norðanvert landið. Veðrið batnaði, þegar leið á daginn, og um
kvöldið voru aðeins smáél.
Þetta var langmesta snjókoman í vetur. Fé fennti víða og urnferð tepptist.
Algeng snjódýpt á sunnanverðu landinu var 30 cm, en mest var hún á Norð-
austurlandi. Á Egilsstöðunt var jafnfallinn snjór 100 crn og ntikið meira utar
á Héraði.
Nóvember var í meðallagi á vestanverðu landinu, en austantil var ágæt haust-
tíð.
Vestan lands og norðan skiptust á frost og þíður, en á Suðausturlandi var
stöðugt þíðviðri fram í miðjan mánuð. Tók þar af októbersnjóinn á nokkrum
dögum.
Þann 25. og 2(3. var víða foráttuvestanveður með éljagangi. Hvassast varð á ann-
nesjum norðan lands og í Grímsey, en þar stóð vestanrokið í \i/z sólarhring.
Olli |tað flóði, sem skolaði með sér 200—300 tunnum af síld. Bæði í Grímsey
og á Siglunesi komst veðurhæð í 12 vindstig.
VEÐRIÐ --- 9